Markaður fyrir köngulær Baldur Thorlacius skrifar 14. apríl 2020 11:00 Ég hef lengi haft þá tilgátu að köngulær borði eitt og eitt skordýr til þess eins að koma í veg fyrir að við útrýmum þeim. Að þær séu búnar að klófesta okkur í lygavef sínum, hafandi talið okkur trú um að þær geri eitthvað gagn þegar þær nærast í reynd á hræðslu fólks. Leit mín að rannsóknum sem styðja þessa tilgátu hefur ekki borið árangur. Ég hef því játað mig sigraðan og þurft að viðurkenna að köngulær eru ekki einungis gagnlegar heldur beinlínis nauðsynlegur hluti af vistkerfinu okkar, þrátt fyrir að vera bæði viðbjóðslegar og óþolandi. Ég fæ stundum á tilfinninguna að sumt fólk líti spákaupmenn á hlutabréfamarkaði sömu augum og ég lít köngulær. Fólk sem hugsar bara um að græða pening á skammtímasveiflum á hlutabréfaverði, alætur sem skapa ekki nein verðmæti. Það er ekki laust við að maður skynji ákveðna þórðargleði yfir þeim verðlækkunum og verðsveiflum sem hafa orðið vegna COVID-19, þegar fjöldi fjárfesta hefur tapað háum fjárhæðum. Raunverulegur tilgangur hlutabréfamarkaða, að stuðla að efnahagslegri velferð og veita frumkvöðlum aðgang að fjármagni til að ná sínum ítrustu markmiðum, verður oft undir í allri umfjöllun um daglegt amstur á mörkuðum. Í stuttu máli virkar þetta svona: Fyrirtæki skuldbindur sig til að starfa við ákveðið gagnsæi, getur í krafti þess boðið hverjum sem er að ganga í hluthafahópinn, fær aðgang að fjármagni, öðlast meira traust og sýnileika og nær vonandi að vaxa og skapa störf. Fjárfesting í almenningshlutafélagi er fjárfesting í framtíð þess. Þau fyrirtæki sem hafa hvað mesta burði til þess að skapa langtíma verðmæti fyrir hluthafa og samfélagið eru flest í einhverskonar nýsköpun. Slík fyrirtæki geta þurft að leggja í mikla rannsóknar- og þróunarvinnu áður en tekjuöflun hefst af alvöru. Það er ekki óalgengt að nýsköpunarfyrirtæki séu rekin með tapi í mörg ár og jafnvel áratugi áður en þau byrja að blómstra. Fyrir slík fyrirtæki skiptir öllu máli að geta nálgast fjárfesta sem styðja við langtímasýn þeirra og eru tilbúnir til að gefa eftir vonina um arð á komandi árum, í skiptum fyrir möguleikann á vexti í framtíðinni. Það er ekki auðveld ákvörðun að binda fé til svo langs tíma. Jafnvel þó það sé svigrúm til þess í dag geta aðstæður breyst fljótt og þá getur verið óheppilegt að vera fastur inni með mikið fjármagn. Þessi staða stuðlar m.a. að því að of litlu fjármagni er varið í þau verkefni sem skipta okkur mestu máli. Þar kemur spákaupmennska m.a. til sögunnar. Með því að vera stöðugt að kaupa og selja hlutbréf stuðlar spákaupmennska að aðstæðum þar sem það er alltaf einhver viljugur til að eiga viðskipti. Þetta kallast seljanleiki (e. liquidity). Seljanleiki hefur þau áhrif að fjárfestar geta keypt eða selt í almenningshlutafélagi þegar þeim sýnist, án þess að verða fyrir óþarflega miklum viðskiptakostnaði. Aukinn seljanleiki gerir það að verkum að hindrunin sem felst í að festa fjármagn til langs tíma verður minni. Þetta hjálpar fyrirtækjum að fjármagna sig og getur skipt sérstaklega miklu máli fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Reynsla Svía af þessum málum, þar sem mikill fjöldi nýsköpunarfyrirtækja hefur farið á markað og náð að vaxa og skapa störf sem almenningshlutafélög, sýnir þetta svart á hvítu. Við viljum hvorki hafa of margar köngulær né of mikla spákaupmennsku. Að sama skapi er rétt að hafa eftirlit bæði með köngulóm og spákaupmönnum, setja þeim ákveðin mörk. Taka á fjárfestum sem virða ekki lög og reglur og fjarlægja eitraðar köngulær af heimilum okkar. En án köngulóa og spákaupmanna nær hvorki garðurinn okkar né efnahagslífið að blómstra eins vel og það gæti annars gert. Spákaupmenn eru ekki að reyna að skapa samfélagsleg verðmæti, þeir eru að reyna að græða. En rétt eins og köngulærnar geta þeir gert mikið gagn í vistkerfi efnahagslífsins. Meginatriðið er að við þurfum ekki að vera hrifin af þeim til að átta okkur á mikilvægi þeirra. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Markaðir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi haft þá tilgátu að köngulær borði eitt og eitt skordýr til þess eins að koma í veg fyrir að við útrýmum þeim. Að þær séu búnar að klófesta okkur í lygavef sínum, hafandi talið okkur trú um að þær geri eitthvað gagn þegar þær nærast í reynd á hræðslu fólks. Leit mín að rannsóknum sem styðja þessa tilgátu hefur ekki borið árangur. Ég hef því játað mig sigraðan og þurft að viðurkenna að köngulær eru ekki einungis gagnlegar heldur beinlínis nauðsynlegur hluti af vistkerfinu okkar, þrátt fyrir að vera bæði viðbjóðslegar og óþolandi. Ég fæ stundum á tilfinninguna að sumt fólk líti spákaupmenn á hlutabréfamarkaði sömu augum og ég lít köngulær. Fólk sem hugsar bara um að græða pening á skammtímasveiflum á hlutabréfaverði, alætur sem skapa ekki nein verðmæti. Það er ekki laust við að maður skynji ákveðna þórðargleði yfir þeim verðlækkunum og verðsveiflum sem hafa orðið vegna COVID-19, þegar fjöldi fjárfesta hefur tapað háum fjárhæðum. Raunverulegur tilgangur hlutabréfamarkaða, að stuðla að efnahagslegri velferð og veita frumkvöðlum aðgang að fjármagni til að ná sínum ítrustu markmiðum, verður oft undir í allri umfjöllun um daglegt amstur á mörkuðum. Í stuttu máli virkar þetta svona: Fyrirtæki skuldbindur sig til að starfa við ákveðið gagnsæi, getur í krafti þess boðið hverjum sem er að ganga í hluthafahópinn, fær aðgang að fjármagni, öðlast meira traust og sýnileika og nær vonandi að vaxa og skapa störf. Fjárfesting í almenningshlutafélagi er fjárfesting í framtíð þess. Þau fyrirtæki sem hafa hvað mesta burði til þess að skapa langtíma verðmæti fyrir hluthafa og samfélagið eru flest í einhverskonar nýsköpun. Slík fyrirtæki geta þurft að leggja í mikla rannsóknar- og þróunarvinnu áður en tekjuöflun hefst af alvöru. Það er ekki óalgengt að nýsköpunarfyrirtæki séu rekin með tapi í mörg ár og jafnvel áratugi áður en þau byrja að blómstra. Fyrir slík fyrirtæki skiptir öllu máli að geta nálgast fjárfesta sem styðja við langtímasýn þeirra og eru tilbúnir til að gefa eftir vonina um arð á komandi árum, í skiptum fyrir möguleikann á vexti í framtíðinni. Það er ekki auðveld ákvörðun að binda fé til svo langs tíma. Jafnvel þó það sé svigrúm til þess í dag geta aðstæður breyst fljótt og þá getur verið óheppilegt að vera fastur inni með mikið fjármagn. Þessi staða stuðlar m.a. að því að of litlu fjármagni er varið í þau verkefni sem skipta okkur mestu máli. Þar kemur spákaupmennska m.a. til sögunnar. Með því að vera stöðugt að kaupa og selja hlutbréf stuðlar spákaupmennska að aðstæðum þar sem það er alltaf einhver viljugur til að eiga viðskipti. Þetta kallast seljanleiki (e. liquidity). Seljanleiki hefur þau áhrif að fjárfestar geta keypt eða selt í almenningshlutafélagi þegar þeim sýnist, án þess að verða fyrir óþarflega miklum viðskiptakostnaði. Aukinn seljanleiki gerir það að verkum að hindrunin sem felst í að festa fjármagn til langs tíma verður minni. Þetta hjálpar fyrirtækjum að fjármagna sig og getur skipt sérstaklega miklu máli fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Reynsla Svía af þessum málum, þar sem mikill fjöldi nýsköpunarfyrirtækja hefur farið á markað og náð að vaxa og skapa störf sem almenningshlutafélög, sýnir þetta svart á hvítu. Við viljum hvorki hafa of margar köngulær né of mikla spákaupmennsku. Að sama skapi er rétt að hafa eftirlit bæði með köngulóm og spákaupmönnum, setja þeim ákveðin mörk. Taka á fjárfestum sem virða ekki lög og reglur og fjarlægja eitraðar köngulær af heimilum okkar. En án köngulóa og spákaupmanna nær hvorki garðurinn okkar né efnahagslífið að blómstra eins vel og það gæti annars gert. Spákaupmenn eru ekki að reyna að skapa samfélagsleg verðmæti, þeir eru að reyna að græða. En rétt eins og köngulærnar geta þeir gert mikið gagn í vistkerfi efnahagslífsins. Meginatriðið er að við þurfum ekki að vera hrifin af þeim til að átta okkur á mikilvægi þeirra. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Nasdaq Iceland.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun