Já takk, ég vil ferðast um Ísland! Marta Eiríksdóttir skrifar 14. apríl 2020 12:00 Auðvitað ætla ég að ferðast um landið mitt í sumar og hlakka mikið til að sjá gamla og nýja staði aftur. Suma staði hef ég ekki séð í nokkur ár því ég hef forðast að ferðast á eftirlætisstaðina mína Gullfoss, Geysi, Þingvelli og fleiri staði. Nú verður allt breytt því nú verður pláss fyrir mig í mínu eigin landi. Yndisleg tilhugsun. Nú ætla ég að ferðast að degi til eins og aðrir, en ekki á bjartri sumarnóttu þegar best var að heimsækja fjölfarna staði, á meðan túristarnir sváfu. Já Ísland er landið, mér þykir mjög vænt um að fá að upplifa landið mitt aftur í sumar. Rifja upp og sjá allt sem landið hefur að bjóða mér í dag. Náttúran kallar á mig, yndislega tæra náttúra Íslands en með færra fólki í sumar. Dásamlegt. Ég vona bara að ég fái að tala íslensku aftur þegar ég kem inn á veitingastaði eða hótel, kaupi mér pylsu í vegasjoppunni eða bensín á bílinn. Ég vona einnig að ég fái að kaupa mér súkkulaðikökusneið á eðlilegu hóflegu verði sem passar buddunni minni en Íslendingar hafa þurft að þola ýmislegt undanfarin ár þegar græðgi staðarhaldara hefur séð til þess að fjölskylda búsett á Íslandi hefur ekki getað leyft sér þann munað að staldra við og njóta veitinga því allt hefur verið á uppsprengdu verði. Allir ætluðu að græða á útlendingunum en gleymdu þeim sem búa allt árið í landinu og starfa á íslenskum láglaunataxta. Ótrúlegt þetta græðgisgen í sumum, Kári mætti rannsaka það. Já, ég hlakka til að njóta lands míns og náttúru eins og ég gerði óáreitt hér áður fyrr þegar mér var fagnað á ferð minni um landið í sveitum og bæjum, þá sáu íbúarnir fáa aðra en eigin bæjarbúa yfir vetrartímann. Já, ég hlakka til að sjá hvernig landsmenn mínir hafa það, heyra íslenska tungu á vesturlandi, norðurlandi, austurlandi og suðurlandi. Mikið verður gaman að sjá aftur allt fólkið sem býr í landinu okkar. Nú býr hér allskonar fólk frá allskonar löndum allt árið um kring, yndælt fólk sem er að gera góða hluti hingað og þangað og talar meira að segja íslensku. Það er einn draumur sem ég veit ekki hvort ég fái að upplifa í sumar en það er langþráð heimsókn í Bláa lónið en eins og allir vita þá hefur verðlag þar aðeins passað buddu efnaðra Íslendinga eða útlendinga sem láta sig hafa það að borga himinhátt verð í eitt skipti. Ég er alin upp á Suðurnesjum og man vel þegar við, almenningur fórum fyrst frítt ofan í lónið. Seinna þegar rekstur var kominn utan um lónið, gátum við farið ofan í lónið á góðviðrisdögum án þess að borga mikið. Öll fjölskyldan samankomin með börn og nesti í þá daga enda ekkert veitingahús komið, sátum og sóluðum okkur í skeljasandinum sem var við lónið og dýfðum kroppnum ofan í heitt vatnið öðru hvoru. Þarna vorum við í nokkrar klukkustundir þegar vel viðraði. Þá var Bláa lónið fjölskylduvænt og notalegt umhverfi. Mikið var gaman þá, þegar græðgin og girndin í öllu sínu veldi var ekki mætt í Bláa lónið. Mig langar að fara aftur ofan í Bláa lónið í sumar og óska eftir ódýru tilboði þaðan fyrir mig og alla þjóðina. Mikið væri það fallega gert, takk. Ætli það sé ekki betra að fagna vel Íslendingum í sumar. Loksins! Lækka verðið og gera vel við þjóðina sem á það svo sannarlega skilið, búin að vera innilokuð í nokkrar vikur eða mánuði vegna veirunnar og hlýða Víði. Nú er lag fyrir ykkur sem eruð í ferðamannabransanum, að fá íslenska traffík í hús, taka hlýlega á móti okkur, því það fréttist fljótt hverjir gera vel við okkur. Hlakka til að heimsækja ykkur! Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Auðvitað ætla ég að ferðast um landið mitt í sumar og hlakka mikið til að sjá gamla og nýja staði aftur. Suma staði hef ég ekki séð í nokkur ár því ég hef forðast að ferðast á eftirlætisstaðina mína Gullfoss, Geysi, Þingvelli og fleiri staði. Nú verður allt breytt því nú verður pláss fyrir mig í mínu eigin landi. Yndisleg tilhugsun. Nú ætla ég að ferðast að degi til eins og aðrir, en ekki á bjartri sumarnóttu þegar best var að heimsækja fjölfarna staði, á meðan túristarnir sváfu. Já Ísland er landið, mér þykir mjög vænt um að fá að upplifa landið mitt aftur í sumar. Rifja upp og sjá allt sem landið hefur að bjóða mér í dag. Náttúran kallar á mig, yndislega tæra náttúra Íslands en með færra fólki í sumar. Dásamlegt. Ég vona bara að ég fái að tala íslensku aftur þegar ég kem inn á veitingastaði eða hótel, kaupi mér pylsu í vegasjoppunni eða bensín á bílinn. Ég vona einnig að ég fái að kaupa mér súkkulaðikökusneið á eðlilegu hóflegu verði sem passar buddunni minni en Íslendingar hafa þurft að þola ýmislegt undanfarin ár þegar græðgi staðarhaldara hefur séð til þess að fjölskylda búsett á Íslandi hefur ekki getað leyft sér þann munað að staldra við og njóta veitinga því allt hefur verið á uppsprengdu verði. Allir ætluðu að græða á útlendingunum en gleymdu þeim sem búa allt árið í landinu og starfa á íslenskum láglaunataxta. Ótrúlegt þetta græðgisgen í sumum, Kári mætti rannsaka það. Já, ég hlakka til að njóta lands míns og náttúru eins og ég gerði óáreitt hér áður fyrr þegar mér var fagnað á ferð minni um landið í sveitum og bæjum, þá sáu íbúarnir fáa aðra en eigin bæjarbúa yfir vetrartímann. Já, ég hlakka til að sjá hvernig landsmenn mínir hafa það, heyra íslenska tungu á vesturlandi, norðurlandi, austurlandi og suðurlandi. Mikið verður gaman að sjá aftur allt fólkið sem býr í landinu okkar. Nú býr hér allskonar fólk frá allskonar löndum allt árið um kring, yndælt fólk sem er að gera góða hluti hingað og þangað og talar meira að segja íslensku. Það er einn draumur sem ég veit ekki hvort ég fái að upplifa í sumar en það er langþráð heimsókn í Bláa lónið en eins og allir vita þá hefur verðlag þar aðeins passað buddu efnaðra Íslendinga eða útlendinga sem láta sig hafa það að borga himinhátt verð í eitt skipti. Ég er alin upp á Suðurnesjum og man vel þegar við, almenningur fórum fyrst frítt ofan í lónið. Seinna þegar rekstur var kominn utan um lónið, gátum við farið ofan í lónið á góðviðrisdögum án þess að borga mikið. Öll fjölskyldan samankomin með börn og nesti í þá daga enda ekkert veitingahús komið, sátum og sóluðum okkur í skeljasandinum sem var við lónið og dýfðum kroppnum ofan í heitt vatnið öðru hvoru. Þarna vorum við í nokkrar klukkustundir þegar vel viðraði. Þá var Bláa lónið fjölskylduvænt og notalegt umhverfi. Mikið var gaman þá, þegar græðgin og girndin í öllu sínu veldi var ekki mætt í Bláa lónið. Mig langar að fara aftur ofan í Bláa lónið í sumar og óska eftir ódýru tilboði þaðan fyrir mig og alla þjóðina. Mikið væri það fallega gert, takk. Ætli það sé ekki betra að fagna vel Íslendingum í sumar. Loksins! Lækka verðið og gera vel við þjóðina sem á það svo sannarlega skilið, búin að vera innilokuð í nokkrar vikur eða mánuði vegna veirunnar og hlýða Víði. Nú er lag fyrir ykkur sem eruð í ferðamannabransanum, að fá íslenska traffík í hús, taka hlýlega á móti okkur, því það fréttist fljótt hverjir gera vel við okkur. Hlakka til að heimsækja ykkur! Höfundur er kennari.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun