Hættur við forsetaframboð Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 14:49 Magnús Ingberg Jónsson. Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá í dag. „Það virðist ekki vera að þessi rafræna söfnun gangi upp fyrir þá sem eru ekki þjóðþekktir,“ segir Magnús. Hann kveðst í raun ekki hafa staðið í virku framboði og hafi ekki safnað undirskriftum upp á gamla mátann líkt og hann gerði þegar hann bauð sig fram í síðustu forsetakosningum árið 2016. „Síðast var ég að safna upp undir 150 á dag. En þetta er ekkert nálægt því. Ég ætlaði að láta reyna á þessa netsöfnun en hún virðist ekki virka. Þannig að ég leit svo á að þessu væri bara sjálfhætt.“ Magnús er fimmtugur fimm barna faðir búsettur á Selfossi. Hann er verktaki sem gerir út malarnámu með reynslu úr ferðaþjónustu og menntaður fiskeldisfræðingur. Líkt og áður segir bauð hann sig einnig fram til forseta fyrir fjórum árum en náði ekki nauðsynlegum undirskriftafjölda. Guðni Th. Jóhannesson, sem gegnt hefur forsetaembættinu síðustu fjögur ár, sækist eftir endurkjöri nú en auk hans og Magnúsar eru einnig í framboði þeir Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson og Kristján Örn Elíasson. Guðni safnaði tilskildum undirskriftum á klukkustund daginn sem hann tilkynnti um framboð sitt. RÚV greindi svo frá því í gær að Guðni og Guðmundur Franklín Jónsson hefðu báðir skilað inn meðmælendalistum til yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi vegna forsetaframboða sinna. Undirskriftasöfnun í ár er rafræn í fyrsta skipti vegna kórónuveirufaraldursins. Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní næstkomandi. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Fréttamenn rákust á Guðna Th. Jóhannesson þar sem hann spókaði sig við Reykjavíkurtjörn í góða veðrinu í dag. 15. maí 2020 19:04 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Tveir bætast í baráttuna um Bessastaði Nú hafa tveir karlmenn bæst við hóp þeirra sem sækjast eftir kjöri til embættis Forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara í júní, að því gefnu að fleiri nái tilskyldum fjölda meðmælenda en núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson. 13. maí 2020 23:20 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá í dag. „Það virðist ekki vera að þessi rafræna söfnun gangi upp fyrir þá sem eru ekki þjóðþekktir,“ segir Magnús. Hann kveðst í raun ekki hafa staðið í virku framboði og hafi ekki safnað undirskriftum upp á gamla mátann líkt og hann gerði þegar hann bauð sig fram í síðustu forsetakosningum árið 2016. „Síðast var ég að safna upp undir 150 á dag. En þetta er ekkert nálægt því. Ég ætlaði að láta reyna á þessa netsöfnun en hún virðist ekki virka. Þannig að ég leit svo á að þessu væri bara sjálfhætt.“ Magnús er fimmtugur fimm barna faðir búsettur á Selfossi. Hann er verktaki sem gerir út malarnámu með reynslu úr ferðaþjónustu og menntaður fiskeldisfræðingur. Líkt og áður segir bauð hann sig einnig fram til forseta fyrir fjórum árum en náði ekki nauðsynlegum undirskriftafjölda. Guðni Th. Jóhannesson, sem gegnt hefur forsetaembættinu síðustu fjögur ár, sækist eftir endurkjöri nú en auk hans og Magnúsar eru einnig í framboði þeir Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson og Kristján Örn Elíasson. Guðni safnaði tilskildum undirskriftum á klukkustund daginn sem hann tilkynnti um framboð sitt. RÚV greindi svo frá því í gær að Guðni og Guðmundur Franklín Jónsson hefðu báðir skilað inn meðmælendalistum til yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi vegna forsetaframboða sinna. Undirskriftasöfnun í ár er rafræn í fyrsta skipti vegna kórónuveirufaraldursins. Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní næstkomandi.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Fréttamenn rákust á Guðna Th. Jóhannesson þar sem hann spókaði sig við Reykjavíkurtjörn í góða veðrinu í dag. 15. maí 2020 19:04 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Tveir bætast í baráttuna um Bessastaði Nú hafa tveir karlmenn bæst við hóp þeirra sem sækjast eftir kjöri til embættis Forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara í júní, að því gefnu að fleiri nái tilskyldum fjölda meðmælenda en núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson. 13. maí 2020 23:20 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Fréttamenn rákust á Guðna Th. Jóhannesson þar sem hann spókaði sig við Reykjavíkurtjörn í góða veðrinu í dag. 15. maí 2020 19:04
Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00
Tveir bætast í baráttuna um Bessastaði Nú hafa tveir karlmenn bæst við hóp þeirra sem sækjast eftir kjöri til embættis Forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara í júní, að því gefnu að fleiri nái tilskyldum fjölda meðmælenda en núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson. 13. maí 2020 23:20