Sveitin verði mataráfangastaður á heimsvísu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2020 09:00 Karl Jónsson er verkefnastjóri Matarstígsins. Vísir/Tryggvi Páll Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafjarðarsveit láta ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa áætlanir um að gera sveitina að mataráfangastað á heimsvísu. Unnið er verkefni sen nefnist Matarstígur Helga magra og á hann að laða ferðamenn, innlenda sem erlenda, í sveitina. Verkefnið er nefnt eftir landnámsmanni Eyjafjarðar, og hefur verið í bígerð frá árinu 2015 í Eyjafjarðarsveit, en er nú að líta dagsins ljós. „Grunnpælingin er sú að við ætlum að sameina hér matvælaframleiðendur, veitingaaðilar og ferðaþjónustuaðila í eitt verkefni og með þann tilgang að búa hér til mataráfangastað á heimsvísu,“ segir Karl Jónsson, verkefnastjóri Matarstígsins en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. Þannig eiga ferðamenn, íslenskir sem erlendir, að geta kynnst matarhefðum svæðisins. „Það væri í fyrsta lagi að þú gætir tekið hérna hring og þú gætir stoppað á skilgreindum þáttökustöðum í matarstígnum. Þú gætir fengið smakk á þessum stöðum, eitthvað úr sérstöðu viðkomandi staðar og ekki síst gætir þú í rauninni bara notið ferðaþjónustunnar í heild sinni hvort sem þú ert að fara á eigin vegum eða með skipulögðum hætti. Við stefnum á í sumar verði prufukeyrðar fastar matarstígshringferðir. Þá áttu að geta fengið að smakka á því helsta sem er framleitt hérna á veitingastöðunum, á búum og kaffihúsum,“ segir Karl. Með þessu er vonast til þess að hægt sé að fjölga ferðamönnum en kannski ekki síst að vænka hag bænda á svæðinu. „Síðan er kannski stóra markmiðið líka snýr að matvælaframleiðendum, kannski bændum, að við getum notað matarstíginn sem svona platform fyrir þá til að auka verðmæti sín og bæta sinn hag og svo náttúrulega bara að fjölga ferðamönnum, búa til vöru sem við getum selt ferðina,“ segir Karl. Innviðirnir eru þegar til staðar enda gróskumikil ferðaþjónusta í sveitinni, og mikil matvælaframleiðsla. „Hérna eru gríðarlegar matarhefðir og veitiingahúsaflóra sem við erum bara að ramma inn. Við höfum þá trú að ferðamennskan sé að breytast í ljósi ýmissa atburða, að fólk vilji dvelja lengur og það vilji njóta meira og betur þess sem hvert svæði hefur upp á að bjóða,“ segir Karl. „Við gerum það. Það er rosalega mikil samvinna og slagkraftur á meðal ferðaþjónustuaðila hérna ísveitinni. Einhvern veginn er það þannig að þegar eitthvað bjátar á eins og hefur gert undanfarið þá er eins og það komi einhver ofboðslega skemmtilegir frumkraftur og skemmtileg stemmning að rífa sig upp úr þessu og vera tilbúinn þegar opnast aftur.“ Fjallað var um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þá frétt má sjá hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Eyjafjarðarsveit Matur Landbúnaður Veitingastaðir Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafjarðarsveit láta ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa áætlanir um að gera sveitina að mataráfangastað á heimsvísu. Unnið er verkefni sen nefnist Matarstígur Helga magra og á hann að laða ferðamenn, innlenda sem erlenda, í sveitina. Verkefnið er nefnt eftir landnámsmanni Eyjafjarðar, og hefur verið í bígerð frá árinu 2015 í Eyjafjarðarsveit, en er nú að líta dagsins ljós. „Grunnpælingin er sú að við ætlum að sameina hér matvælaframleiðendur, veitingaaðilar og ferðaþjónustuaðila í eitt verkefni og með þann tilgang að búa hér til mataráfangastað á heimsvísu,“ segir Karl Jónsson, verkefnastjóri Matarstígsins en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. Þannig eiga ferðamenn, íslenskir sem erlendir, að geta kynnst matarhefðum svæðisins. „Það væri í fyrsta lagi að þú gætir tekið hérna hring og þú gætir stoppað á skilgreindum þáttökustöðum í matarstígnum. Þú gætir fengið smakk á þessum stöðum, eitthvað úr sérstöðu viðkomandi staðar og ekki síst gætir þú í rauninni bara notið ferðaþjónustunnar í heild sinni hvort sem þú ert að fara á eigin vegum eða með skipulögðum hætti. Við stefnum á í sumar verði prufukeyrðar fastar matarstígshringferðir. Þá áttu að geta fengið að smakka á því helsta sem er framleitt hérna á veitingastöðunum, á búum og kaffihúsum,“ segir Karl. Með þessu er vonast til þess að hægt sé að fjölga ferðamönnum en kannski ekki síst að vænka hag bænda á svæðinu. „Síðan er kannski stóra markmiðið líka snýr að matvælaframleiðendum, kannski bændum, að við getum notað matarstíginn sem svona platform fyrir þá til að auka verðmæti sín og bæta sinn hag og svo náttúrulega bara að fjölga ferðamönnum, búa til vöru sem við getum selt ferðina,“ segir Karl. Innviðirnir eru þegar til staðar enda gróskumikil ferðaþjónusta í sveitinni, og mikil matvælaframleiðsla. „Hérna eru gríðarlegar matarhefðir og veitiingahúsaflóra sem við erum bara að ramma inn. Við höfum þá trú að ferðamennskan sé að breytast í ljósi ýmissa atburða, að fólk vilji dvelja lengur og það vilji njóta meira og betur þess sem hvert svæði hefur upp á að bjóða,“ segir Karl. „Við gerum það. Það er rosalega mikil samvinna og slagkraftur á meðal ferðaþjónustuaðila hérna ísveitinni. Einhvern veginn er það þannig að þegar eitthvað bjátar á eins og hefur gert undanfarið þá er eins og það komi einhver ofboðslega skemmtilegir frumkraftur og skemmtileg stemmning að rífa sig upp úr þessu og vera tilbúinn þegar opnast aftur.“ Fjallað var um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þá frétt má sjá hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Eyjafjarðarsveit Matur Landbúnaður Veitingastaðir Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira