Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2020 17:56 Stefnt er að því að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Vísir/Vilhelm Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. Þetta kemur fram í skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands. Verkefnisstjórnin skilaði skýrslu sinni í dag en þar er meðal annars fjallað um eftirfylgni og þjónustu við ferðamenn á meðan á dvöl þeirra stendur hér á landi. Í skýrslunni segir að ljóst sé að samvinna við fyrirtæki í ferðaþjónustu sé grundvallaratriði varðandi opnun landamæranna. Mikil ábyrgð muni hvíla á þeim og því þurfi kröfur til þeirra að vera afdráttarlausar og skýrar. „Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðeigandi viðbragðsáætlanir. Ferðaþjónustuaðilar munu einnig þurfa að gangast við ríkri eftirlitsskyldu gagnvart heilsufari ferðamanna og vera undir það búnirað senda þá í sýnatöku ef svo ber undir og jafnvel sinna þeim í sóttkví og/eða einangrun,“ segir í skýrslu verkefnastjórnarinnar. Verkferlar fyrir ferðaþjónustu og framlínustarfsfólk vegna Covid-19 séu nú þegar til staðar og aðgengilegir á heimasíðu landlæknis, en í forgrunni sé grundvallarsmitgát starfsfólks og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Mikilvægt sé að aðilar í ferðaþjónustu séu vel undirbúnir og hafi skýrar leiðbeiningar um það verklag sem þarf að hafa svo þeir geti sinnt hlutverki sínu á réttan hátt. Ýmsar leiðbeiningar fyrir ferðaþjónustuna varðandi smitgát og önnur viðbrögð við Covid-19 sé að finna á heimasíðu landlæknis. „Ferill erlendra ferðamanna um íslenskt heilbrigðiskerfi er sá sami og á við um íbúa á Íslandi. Hins vegar þarf að tryggja aðgengi þeirra að upplýsingum, þ.e. hvert og hvernig fólk leitar upplýsinga og leiðbeininga og hvernig það ber sig aðvið að leita heilbrigðisþjónustu. Geraþarf ráð fyrir að ferðafólk geti slasast eða veikst ótengt COVID-19 meðan á dvöl þeirra stendur. Taka þarf afstöðu til sóttvarnaráðstafana í sjúkraflutningum og innan heilbrigðisstofnana í ljósi þessa,“ segir í skýrslu verkefnisstjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43 Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Sjá meira
Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. Þetta kemur fram í skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands. Verkefnisstjórnin skilaði skýrslu sinni í dag en þar er meðal annars fjallað um eftirfylgni og þjónustu við ferðamenn á meðan á dvöl þeirra stendur hér á landi. Í skýrslunni segir að ljóst sé að samvinna við fyrirtæki í ferðaþjónustu sé grundvallaratriði varðandi opnun landamæranna. Mikil ábyrgð muni hvíla á þeim og því þurfi kröfur til þeirra að vera afdráttarlausar og skýrar. „Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðeigandi viðbragðsáætlanir. Ferðaþjónustuaðilar munu einnig þurfa að gangast við ríkri eftirlitsskyldu gagnvart heilsufari ferðamanna og vera undir það búnirað senda þá í sýnatöku ef svo ber undir og jafnvel sinna þeim í sóttkví og/eða einangrun,“ segir í skýrslu verkefnastjórnarinnar. Verkferlar fyrir ferðaþjónustu og framlínustarfsfólk vegna Covid-19 séu nú þegar til staðar og aðgengilegir á heimasíðu landlæknis, en í forgrunni sé grundvallarsmitgát starfsfólks og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Mikilvægt sé að aðilar í ferðaþjónustu séu vel undirbúnir og hafi skýrar leiðbeiningar um það verklag sem þarf að hafa svo þeir geti sinnt hlutverki sínu á réttan hátt. Ýmsar leiðbeiningar fyrir ferðaþjónustuna varðandi smitgát og önnur viðbrögð við Covid-19 sé að finna á heimasíðu landlæknis. „Ferill erlendra ferðamanna um íslenskt heilbrigðiskerfi er sá sami og á við um íbúa á Íslandi. Hins vegar þarf að tryggja aðgengi þeirra að upplýsingum, þ.e. hvert og hvernig fólk leitar upplýsinga og leiðbeininga og hvernig það ber sig aðvið að leita heilbrigðisþjónustu. Geraþarf ráð fyrir að ferðafólk geti slasast eða veikst ótengt COVID-19 meðan á dvöl þeirra stendur. Taka þarf afstöðu til sóttvarnaráðstafana í sjúkraflutningum og innan heilbrigðisstofnana í ljósi þessa,“ segir í skýrslu verkefnisstjórnarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43 Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Sjá meira
Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43
Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22