Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2020 22:35 Joe Exotic og Carole Baskin áttu í áralöngum deilum. Exotic afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að láta ráða Baskin af dögum. Netflix Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. Hann segir um að ræða „launráð“ sem verði að stöðva. Dómari úrskurðaði í byrjun vikunnar að Baskin skyldi eignast dýragarðinn auk eigna tengdum honum. Þau Joe Exotic og Baskin urðu heimsfræg á einni nóttu eftir að heimildaþáttaröðin Tiger King, sem fjallar um ævi, störf og ástir tígrisdýrahirða í Bandaríkjunum, var frumsýnd á Netflix fyrr á árinu. Exotic afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til að ráða áðurnefnda Baskin af dögum. Hann segir í yfirlýsingu sem birt var fyrir hans hönd í fyrradag að úrskurður dómarans sé „enn eitt tilfinningalega höggið“ sem ríður yfir hann, mann sem „þegar er í viðkvæmu ástandi“. Exotic hafi verið í einangrun í fangelsi síðastliðna þrjá mánuði og geti þannig ekki haldið uppi málsvörn. "The ruling is yet another emotional blow to an already fragile Joe, who has spent the past 3 straight months in solitary confinement."Joe has issued his official response to a Carole Baskin taking the zoo. He is suffering, help us end it. #helpfreejoe https://t.co/7K6CHyBaEP— Joe Exotic (@joe_exotic) June 4, 2020 „Við erum meðvituð um nú sé tímabært að biðja fyrir réttlæti fyrir fjölskyldu George Floyd, sem og að bundinn verði endi á kerfisbundna kynþáttafordóma, en á sama tíma verðum við að svara fyrir launráð Carol Baskin áður en þau ná óhindruð fram að ganga,“ segir í yfirlýsingunni. „Þó að þessar fréttir séu þungbærar ætlum við ekki að sætta okkur við ósigur. Á sama tíma og þessi skilaboð eru rituð er lögmannateymi Joe að fara fram á áfrýjun og samfélagsmiðlateymi hans fær almenning með okkur í lið.“ Forsaga málsins er sú að Baskin stefndi Joe Exotic fyrir brot á höfundarréttarlögum árið 2013. Svo fór að Exotic var gert að greiða Baskin tæpa milljón Bandaríkjadali. Hann reiddi þó upphæðina aldrei fram. Jeff Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, hefur með dómsúrskurðinum verið gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga. Bandaríkin Dýr Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. Hann segir um að ræða „launráð“ sem verði að stöðva. Dómari úrskurðaði í byrjun vikunnar að Baskin skyldi eignast dýragarðinn auk eigna tengdum honum. Þau Joe Exotic og Baskin urðu heimsfræg á einni nóttu eftir að heimildaþáttaröðin Tiger King, sem fjallar um ævi, störf og ástir tígrisdýrahirða í Bandaríkjunum, var frumsýnd á Netflix fyrr á árinu. Exotic afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til að ráða áðurnefnda Baskin af dögum. Hann segir í yfirlýsingu sem birt var fyrir hans hönd í fyrradag að úrskurður dómarans sé „enn eitt tilfinningalega höggið“ sem ríður yfir hann, mann sem „þegar er í viðkvæmu ástandi“. Exotic hafi verið í einangrun í fangelsi síðastliðna þrjá mánuði og geti þannig ekki haldið uppi málsvörn. "The ruling is yet another emotional blow to an already fragile Joe, who has spent the past 3 straight months in solitary confinement."Joe has issued his official response to a Carole Baskin taking the zoo. He is suffering, help us end it. #helpfreejoe https://t.co/7K6CHyBaEP— Joe Exotic (@joe_exotic) June 4, 2020 „Við erum meðvituð um nú sé tímabært að biðja fyrir réttlæti fyrir fjölskyldu George Floyd, sem og að bundinn verði endi á kerfisbundna kynþáttafordóma, en á sama tíma verðum við að svara fyrir launráð Carol Baskin áður en þau ná óhindruð fram að ganga,“ segir í yfirlýsingunni. „Þó að þessar fréttir séu þungbærar ætlum við ekki að sætta okkur við ósigur. Á sama tíma og þessi skilaboð eru rituð er lögmannateymi Joe að fara fram á áfrýjun og samfélagsmiðlateymi hans fær almenning með okkur í lið.“ Forsaga málsins er sú að Baskin stefndi Joe Exotic fyrir brot á höfundarréttarlögum árið 2013. Svo fór að Exotic var gert að greiða Baskin tæpa milljón Bandaríkjadali. Hann reiddi þó upphæðina aldrei fram. Jeff Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, hefur með dómsúrskurðinum verið gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira