Ferðabókafrömuður lofsamar ferðalög til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2020 11:09 Rick Steves virðist afar hrifinn af Íslandi ef marka má skrif hans. Vísir/Getty/Samsett „Frá ferðum inn í eldfjallsali til dýfu í jarðvarmalaugar. Ísland býður upp á ævintýri ólíkt öllum öðrum stöðum.“ Svona hljómar inngangur pistils sem rithöfundurinn Rick Steves, ferðafrömuður sem skrifað hefur fjölda leiðsögubóka og framleitt útvarps- og sjónvarpsþætti um ferðalög, birti í gær. Í pistlinum mælir hann með ferðalögum til Íslands og mærir íslenska náttúru eins og enginn sé morgundagurinn. „Ísland, með sitt kvikmyndalega landslag sem sýnir náttúruna í sínu hráasta formi, höfðar til ferðalanga sem vilja vera utandyra. Þrátt fyrir að vera þekkt fyrir miðnætursólina og norðurljós, er þessi eyja jafn rómuð fyrir stórfenglega jökla sína og eldfjöll. Steves fjallar sérstaklega um ferð sína „inn í eldfjallið“ (e. Inside the Volcano) þar sem fólki býðst að ferðast með lyftu inn í Þríhnúkagíg. Hann lýsir ferðinni og því sem fyrir augu ber. „Hægt er að ferðast með lyftu í gegnum lítið op efst á eldfjallinu, og þaðan 122 metra niður í víðfeman salinn. Þar inni lýsa lampar upp pastelliti og vatn sem drýpur niður hellisloftið.“ Þá fjallar Steves einnig um Raufarhólshelli, þar sem hægt er að ferðast inn í „hraungöng“ (e. lava tunnel). Fjallar hann sérstaklega um hversu nálægt Reykjavík hellirinn er. Það segir hann þægilegt. Steves víkur einnig að Þórsmörk, og þá sérstaklega Valahnúk. Eins víkur hann að Eyjafjallajökli, og rifjar meðal annars upp eldgosið árið 2010 og hvernig það tók „evrópskar flugsamgöngur kyrkingartaki.“ Eins talar Steves vel um skipulagðar hestaferðir, sem mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa boðið upp á, sem og hvalaskoðunarferðir. Hann segir bestu hvalaskoðunarferðirnar gerðar út frá Húsavík. Steves talar meðal annars vel um hvalaskoðun.Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir alla sína hörku hefur Ísland einnig upp á þægindi að bjóða. Ofgnótt jarðhitalauga sem hituð eru af jarðvarma eyjunnar,“ skrifar Steves og segir böðin teygja sig yfir allan lúxusskalann. Allt frá „lúxusböðum“ á borð við Bláa lónið til lítilla bæjarlauga, sem heimamennirnir stunda mikið. Þar á Steves við almennar sundlaugar, sem Íslendingar myndu líklega seint kalla „jarðhitalaugar.“ Steves hefur áður fjallað um Ísland í skrifum sínum, en hann hefur meðal annars mælt með því við ferðamenn sem koma hingað til lands að sleppa Bláa Lóninu og fara frekar í sund. Hér má lesa pistil Steves í heild sinni. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Nytjamarkaðinum á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Sjá meira
„Frá ferðum inn í eldfjallsali til dýfu í jarðvarmalaugar. Ísland býður upp á ævintýri ólíkt öllum öðrum stöðum.“ Svona hljómar inngangur pistils sem rithöfundurinn Rick Steves, ferðafrömuður sem skrifað hefur fjölda leiðsögubóka og framleitt útvarps- og sjónvarpsþætti um ferðalög, birti í gær. Í pistlinum mælir hann með ferðalögum til Íslands og mærir íslenska náttúru eins og enginn sé morgundagurinn. „Ísland, með sitt kvikmyndalega landslag sem sýnir náttúruna í sínu hráasta formi, höfðar til ferðalanga sem vilja vera utandyra. Þrátt fyrir að vera þekkt fyrir miðnætursólina og norðurljós, er þessi eyja jafn rómuð fyrir stórfenglega jökla sína og eldfjöll. Steves fjallar sérstaklega um ferð sína „inn í eldfjallið“ (e. Inside the Volcano) þar sem fólki býðst að ferðast með lyftu inn í Þríhnúkagíg. Hann lýsir ferðinni og því sem fyrir augu ber. „Hægt er að ferðast með lyftu í gegnum lítið op efst á eldfjallinu, og þaðan 122 metra niður í víðfeman salinn. Þar inni lýsa lampar upp pastelliti og vatn sem drýpur niður hellisloftið.“ Þá fjallar Steves einnig um Raufarhólshelli, þar sem hægt er að ferðast inn í „hraungöng“ (e. lava tunnel). Fjallar hann sérstaklega um hversu nálægt Reykjavík hellirinn er. Það segir hann þægilegt. Steves víkur einnig að Þórsmörk, og þá sérstaklega Valahnúk. Eins víkur hann að Eyjafjallajökli, og rifjar meðal annars upp eldgosið árið 2010 og hvernig það tók „evrópskar flugsamgöngur kyrkingartaki.“ Eins talar Steves vel um skipulagðar hestaferðir, sem mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa boðið upp á, sem og hvalaskoðunarferðir. Hann segir bestu hvalaskoðunarferðirnar gerðar út frá Húsavík. Steves talar meðal annars vel um hvalaskoðun.Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir alla sína hörku hefur Ísland einnig upp á þægindi að bjóða. Ofgnótt jarðhitalauga sem hituð eru af jarðvarma eyjunnar,“ skrifar Steves og segir böðin teygja sig yfir allan lúxusskalann. Allt frá „lúxusböðum“ á borð við Bláa lónið til lítilla bæjarlauga, sem heimamennirnir stunda mikið. Þar á Steves við almennar sundlaugar, sem Íslendingar myndu líklega seint kalla „jarðhitalaugar.“ Steves hefur áður fjallað um Ísland í skrifum sínum, en hann hefur meðal annars mælt með því við ferðamenn sem koma hingað til lands að sleppa Bláa Lóninu og fara frekar í sund. Hér má lesa pistil Steves í heild sinni.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Nytjamarkaðinum á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Sjá meira