Ertu mandla? Friðrik Agni Árnason skrifar 10. júní 2020 10:30 Ég var að pæla eftir að hafa lesið í einni bók. Hefur þú átt hugmynd að einhverju verkefni eða framtaki sem þú veist innst inni að þjónar miklum tilgangi og gæti snert við fólki, hugmynd að einhverju sem gæti haft áhrif, hugmynd sem fyllir hjartað þitt tilgangi? Hefur þú einhverntímann fengið tækifæri sem kallar á hjartað þitt en gefur þér um leið fiðring í magann af bæði spennu og kvíða? Hefur þú fundið ástæðu til að láta tækifærið mistakast eða einfaldlega ekki tekið því? Hefur þú afsakað þig burt frá aðstæðum svo að þú þurfir ekki að láta til þín taka og hugsað: Ehhh, ég er hvort sem er ekki að fara gera þetta nógu vel svo af hverju að eyða tímanum mínum? Á meðan er samt sem áður stingur inn í maganum sem gnístir inn að beini og öskrar á heilann þinn að taka stökkið og æða af stað út í óvissuna. Þú þráir það af öllum krafti. Ert þú að taka ákvarðanir eða réttara sagt ,,ekki ákvarðanir” út frá ótta og efa? Erum við flest í rauninni eins og litlu dýrin. Húsflugur í viðbragðsstöðu, svífandi um stefnulaust í ótta um að vera feykt um koll eða kramin undir lífsins ólgusjó? Heilinn er magnað fyrirbæri og hefur eitthvað í sér alveg síðan frá upphafs- og þróunarárum mannkyns sem kallast Mandla (e. Amygdala) og er hluti af randkerfi heilans. Þessi hluti hefur miklu að stjórna þegar kemur að tilfinningalegu atferli. Mandlan varar okkur við hættuástandi og þjónaði því miklum tilgangi þegar heimurinn var mun skæðari en hann er núna þegar menn voru ekki jafn þróaðir vitsmunalega og jafn vel til varna búnir og voru ætíð í einhverskonar viðbragðsstöðu. En mandlan er ennþá þarna og í raun triggerar hún ennþá ótta dags daglega en ekki alltaf í raunverulegum hættuaðstæðum. Mandlan fer af stað í óttasköpun fyrir okkur þegar við finnum að við erum í lausu lofti. T.d. þegar við erum að bíða eftir svörum vegna vinnu sem okkur dauðlangar í, þegar við erum í óvissu. Heilinn vill ekki að við séum í óvissuástandi þannig hann fer að búa til leiðir fyrir okkur sem koma okkur frá ástandinu. Það er eðlilegt og við gefum sennilega oftast undan. Það er vegna þess við höfum ekki þjálfað aðra hluta heilans sem hefur þó getuna til að vinna gegn óttanum. Það er auðveldara að láta undan. En erum við þá á sama tíma að fórna því sem hjartað og sálin þráir? Erum við alltaf að staðfesta meira og meira meðalmennsku okkar með því að láta stjórnast af möndlunni okkar? Um leið og smjörþefurinn af góðu tækifæri er nærri þá byrjar heilinn að finna upp ástæður til að bakka út úr aðstæðum. Maður finnur afsakanir til að halda ekki áfram eins og: Hvað ef þetta verður tímasóun, of mikil vinna fyrir ekkert, ég er ekki nógu góð/ur, þessi og hin eru ekki að svara mér og ég verð að fá þeirra samþykki til að framkvæma. Þetta síðastnefnda er mjög hættuleg hugsun því hún setur svo mikið hamingjuvald í hendur annarra og við ein eigum okkar hamingju þó svo að það séu margir áhrifavaldar sem stuðla að henni. En allt eru þetta triggerandi hugsanir frá möndlunni sem verða til þess að útkoman okkar verður ekki góð. Þ.e.a.s. ef við hlustum á þessar hugsanir og látum stjórnast af þeim. Þær koma í veg fyrir að við séum sú geislandi mannvera sem okkur er ætlað að vera. Til að koma í veg fyrir að láta stjórnast af þeim þá verðum við að breyta einhverju væntanlega. Ef við viljum ekki hanga í sama þankafari þá er augljóst að við þurfum að breyta miklu. Hegðun og hugsanir breytast ekki á sjálfu sér eða með því að lesa eina bók. Hinsvegar getur það verið íkveikjan sem hrindir af stað breytingum. Heilinn, hjartað og sálin hafa getu til að gera ótrúlega hluti þegar allir þættir eru gerðir virkir í ákveðnum tilgangi, með æfingu og ásetningi. Flest okkar erum bara ekki að gefa okkur nægilegan tíma til að þjálfa þennan hluta heilans því það er svo mikið mál, svo mikil vinna, það er erfitt. Já það er erfitt. En ætlar þú að vera mandla og lifa samkvæmt efa og ótta? Eða, ætlar þú að vera geislandi mannvera sem gerir sitt besta á hverjum degi til að lifa lífinu lifandi? Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri. P.S. ef eitthvað að ofan er vitlaust í líffræðilegum skilningi þá má endilega benda mér á það og leiðrétta. Efnið um heilann er tekið af Vísindavefnum og út frá bókinni The 5 a.m. Club. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var að pæla eftir að hafa lesið í einni bók. Hefur þú átt hugmynd að einhverju verkefni eða framtaki sem þú veist innst inni að þjónar miklum tilgangi og gæti snert við fólki, hugmynd að einhverju sem gæti haft áhrif, hugmynd sem fyllir hjartað þitt tilgangi? Hefur þú einhverntímann fengið tækifæri sem kallar á hjartað þitt en gefur þér um leið fiðring í magann af bæði spennu og kvíða? Hefur þú fundið ástæðu til að láta tækifærið mistakast eða einfaldlega ekki tekið því? Hefur þú afsakað þig burt frá aðstæðum svo að þú þurfir ekki að láta til þín taka og hugsað: Ehhh, ég er hvort sem er ekki að fara gera þetta nógu vel svo af hverju að eyða tímanum mínum? Á meðan er samt sem áður stingur inn í maganum sem gnístir inn að beini og öskrar á heilann þinn að taka stökkið og æða af stað út í óvissuna. Þú þráir það af öllum krafti. Ert þú að taka ákvarðanir eða réttara sagt ,,ekki ákvarðanir” út frá ótta og efa? Erum við flest í rauninni eins og litlu dýrin. Húsflugur í viðbragðsstöðu, svífandi um stefnulaust í ótta um að vera feykt um koll eða kramin undir lífsins ólgusjó? Heilinn er magnað fyrirbæri og hefur eitthvað í sér alveg síðan frá upphafs- og þróunarárum mannkyns sem kallast Mandla (e. Amygdala) og er hluti af randkerfi heilans. Þessi hluti hefur miklu að stjórna þegar kemur að tilfinningalegu atferli. Mandlan varar okkur við hættuástandi og þjónaði því miklum tilgangi þegar heimurinn var mun skæðari en hann er núna þegar menn voru ekki jafn þróaðir vitsmunalega og jafn vel til varna búnir og voru ætíð í einhverskonar viðbragðsstöðu. En mandlan er ennþá þarna og í raun triggerar hún ennþá ótta dags daglega en ekki alltaf í raunverulegum hættuaðstæðum. Mandlan fer af stað í óttasköpun fyrir okkur þegar við finnum að við erum í lausu lofti. T.d. þegar við erum að bíða eftir svörum vegna vinnu sem okkur dauðlangar í, þegar við erum í óvissu. Heilinn vill ekki að við séum í óvissuástandi þannig hann fer að búa til leiðir fyrir okkur sem koma okkur frá ástandinu. Það er eðlilegt og við gefum sennilega oftast undan. Það er vegna þess við höfum ekki þjálfað aðra hluta heilans sem hefur þó getuna til að vinna gegn óttanum. Það er auðveldara að láta undan. En erum við þá á sama tíma að fórna því sem hjartað og sálin þráir? Erum við alltaf að staðfesta meira og meira meðalmennsku okkar með því að láta stjórnast af möndlunni okkar? Um leið og smjörþefurinn af góðu tækifæri er nærri þá byrjar heilinn að finna upp ástæður til að bakka út úr aðstæðum. Maður finnur afsakanir til að halda ekki áfram eins og: Hvað ef þetta verður tímasóun, of mikil vinna fyrir ekkert, ég er ekki nógu góð/ur, þessi og hin eru ekki að svara mér og ég verð að fá þeirra samþykki til að framkvæma. Þetta síðastnefnda er mjög hættuleg hugsun því hún setur svo mikið hamingjuvald í hendur annarra og við ein eigum okkar hamingju þó svo að það séu margir áhrifavaldar sem stuðla að henni. En allt eru þetta triggerandi hugsanir frá möndlunni sem verða til þess að útkoman okkar verður ekki góð. Þ.e.a.s. ef við hlustum á þessar hugsanir og látum stjórnast af þeim. Þær koma í veg fyrir að við séum sú geislandi mannvera sem okkur er ætlað að vera. Til að koma í veg fyrir að láta stjórnast af þeim þá verðum við að breyta einhverju væntanlega. Ef við viljum ekki hanga í sama þankafari þá er augljóst að við þurfum að breyta miklu. Hegðun og hugsanir breytast ekki á sjálfu sér eða með því að lesa eina bók. Hinsvegar getur það verið íkveikjan sem hrindir af stað breytingum. Heilinn, hjartað og sálin hafa getu til að gera ótrúlega hluti þegar allir þættir eru gerðir virkir í ákveðnum tilgangi, með æfingu og ásetningi. Flest okkar erum bara ekki að gefa okkur nægilegan tíma til að þjálfa þennan hluta heilans því það er svo mikið mál, svo mikil vinna, það er erfitt. Já það er erfitt. En ætlar þú að vera mandla og lifa samkvæmt efa og ótta? Eða, ætlar þú að vera geislandi mannvera sem gerir sitt besta á hverjum degi til að lifa lífinu lifandi? Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri. P.S. ef eitthvað að ofan er vitlaust í líffræðilegum skilningi þá má endilega benda mér á það og leiðrétta. Efnið um heilann er tekið af Vísindavefnum og út frá bókinni The 5 a.m. Club.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun