Ferðamenn fái niðurstöður skimunar í gegnum appið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2020 14:51 Frá fundi dagsins. Vísir/Sigurjón Stefnt er að því að koma niðurstöðum úr skimunum fyrir kórónuveirunni á landamærum hér á landi til ferðamanna í gegnum smitrakningarappið Rakning C-19. Þá er verið að skoða hvort að bæta ætti við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Ferðamönnum sem hingað koma verður ekki gert skylt að hlaða niður appinu, frekar verður höfðað til skynsemi þeirra. „Það er stefnt að því að það verði ný útgáfa tilbúinn á mánudaginn þegar sýnataka hefst á Keflavíkurflugvelli. Markmiðið er meðal annars að koma niðurstöðum til ferðamanna og það er líka verið að þróa virkni í appinu sem að auðveldar ferðamönnum að komast í samband við heilsugæsluna hérlendis ef þeir finna fyrir einkennum“, sagði Alma. Appið geti leikið lykilhlutverk komi upp smit. „Við teljum að skilvirk upplýsingamiðlun til ferðamanna sé lykilatriði því að við vitum að neikvætt svar úr sýnatöku er ekki óyggjandi niðurstaða. Þess vegna er svo mikilvægt að bregðast skjótt við ef að veikindi koma upp. Við teljum ekki rétt eða gerlegt að skylda ferðamenn til að sækja appið, heldur frekar höfðum við til skynsemi og þess að það verður virði í því fólgið að hafa appið,“ sagði Alma. Tungumálum í appinu verður fjölgað og boðið verður upp á þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku auk íslensku, ensku og pólsku sem þegar eru í boði. Þá er til skoðunar að bæta við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. „Það er til skoðunar að bæta svokallaðri Bluetooth-virkni við. Þá er hægt að senda skilaboð til þeirra sem hafa verið í grennd við smitaðan einstakling. Í slíku tilfelli þá myndu hluteigandi fá skilaboð frá rakningarteyminu um að hringja og þá yrði skoðað hvort að frekari aðgerða væri þörf. Þessi virkni er enn sem komið er einungis á teikniborðinu og slík lausn yrði aldrei innleitt nema að fengnum tilskyldum leyfum og með kynningu og upplýsingagjöf til almennings hér og til ferðamanna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Stefnt er að því að koma niðurstöðum úr skimunum fyrir kórónuveirunni á landamærum hér á landi til ferðamanna í gegnum smitrakningarappið Rakning C-19. Þá er verið að skoða hvort að bæta ætti við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Ferðamönnum sem hingað koma verður ekki gert skylt að hlaða niður appinu, frekar verður höfðað til skynsemi þeirra. „Það er stefnt að því að það verði ný útgáfa tilbúinn á mánudaginn þegar sýnataka hefst á Keflavíkurflugvelli. Markmiðið er meðal annars að koma niðurstöðum til ferðamanna og það er líka verið að þróa virkni í appinu sem að auðveldar ferðamönnum að komast í samband við heilsugæsluna hérlendis ef þeir finna fyrir einkennum“, sagði Alma. Appið geti leikið lykilhlutverk komi upp smit. „Við teljum að skilvirk upplýsingamiðlun til ferðamanna sé lykilatriði því að við vitum að neikvætt svar úr sýnatöku er ekki óyggjandi niðurstaða. Þess vegna er svo mikilvægt að bregðast skjótt við ef að veikindi koma upp. Við teljum ekki rétt eða gerlegt að skylda ferðamenn til að sækja appið, heldur frekar höfðum við til skynsemi og þess að það verður virði í því fólgið að hafa appið,“ sagði Alma. Tungumálum í appinu verður fjölgað og boðið verður upp á þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku auk íslensku, ensku og pólsku sem þegar eru í boði. Þá er til skoðunar að bæta við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. „Það er til skoðunar að bæta svokallaðri Bluetooth-virkni við. Þá er hægt að senda skilaboð til þeirra sem hafa verið í grennd við smitaðan einstakling. Í slíku tilfelli þá myndu hluteigandi fá skilaboð frá rakningarteyminu um að hringja og þá yrði skoðað hvort að frekari aðgerða væri þörf. Þessi virkni er enn sem komið er einungis á teikniborðinu og slík lausn yrði aldrei innleitt nema að fengnum tilskyldum leyfum og með kynningu og upplýsingagjöf til almennings hér og til ferðamanna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira