Svona er skimunaraðstaðan á Keflavíkurflugvelli Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 14:47 Tíu básar verða settir upp í fyrstu og verður hægt að skima tvö þúsund farþega á sólarhring. Vísir/Einar Verið er að leggja lokahönd á uppsetningu skimunaraðstöðunnar á Keflavíkurflugvelli. Skimunin mun hefjast á mánudag þegar landið verður opnað fyrir ferðamönnum innan Schengen á ný. Stefnt er að því að skima alla ferðamenn sem koma hingað til lands en börn fædd 2005 og seinna munu ekki þurfa að fara í skimun. Skimunin verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en mun eftir það kosta 15 þúsund krónur. Frá Leifsstöð í dag.Vísir/Einar Búnaðurinn var prufukeyrður í dag og voru Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir viðstödd. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra segir daginn í dag fara í prófanir og kannað verði hvort leiðirnar í gegnum flugstöðina séu skýrar. Frá og með morgundeginum verða allir farþegar skimaðir við komuna hingað til lands.Vísir/Einar Von er á nokkur hundruð farþegum á mánudag í sjö vélum. Flestir koma frá Kaupmannahöfn og þá helst Íslendingar að koma heim í frí. Vísir/Einar Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. Fyrstu farþegarnir sem verða skimaðir á vellinum koma með vél SAS frá Kaupmannahöfn og lenda um klukkan hálf ellefu. Aðrar vélar koma frá Osló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt í Þýskalandi. Farþegar munu hafa val um að fara í skimun eða þá tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Niðurstöður úr skimun munu liggja fyrir innan sólarhrings frá því þeir komu til landsins. Vísir/Einar Vísir/Einar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir, flugfélögin renna blint í sjóinn með flugframboðið. Áhuginn sé þó meiri en reiknað var með eftir að áætlanir um opnun voru fyrst kynntar. „Þá fyrst voru ekki nema þrjár vélar á áætlun en sætanýtingin í þessum vélum er afskaplega lág og við eigum ekki von á nema einhverjum hundruðum farþega á mánudaginn. Þannig það er gott að geta prufukeyrt þetta með minni hóp," segir Víðir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Von á sjö vélum til Keflavíkur á mánudag Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. 13. júní 2020 10:03 Allir þurfa að vera með andlitsgrímur Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð. 12. júní 2020 18:25 Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. júní 2020 11:22 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Sjá meira
Verið er að leggja lokahönd á uppsetningu skimunaraðstöðunnar á Keflavíkurflugvelli. Skimunin mun hefjast á mánudag þegar landið verður opnað fyrir ferðamönnum innan Schengen á ný. Stefnt er að því að skima alla ferðamenn sem koma hingað til lands en börn fædd 2005 og seinna munu ekki þurfa að fara í skimun. Skimunin verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en mun eftir það kosta 15 þúsund krónur. Frá Leifsstöð í dag.Vísir/Einar Búnaðurinn var prufukeyrður í dag og voru Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir viðstödd. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra segir daginn í dag fara í prófanir og kannað verði hvort leiðirnar í gegnum flugstöðina séu skýrar. Frá og með morgundeginum verða allir farþegar skimaðir við komuna hingað til lands.Vísir/Einar Von er á nokkur hundruð farþegum á mánudag í sjö vélum. Flestir koma frá Kaupmannahöfn og þá helst Íslendingar að koma heim í frí. Vísir/Einar Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. Fyrstu farþegarnir sem verða skimaðir á vellinum koma með vél SAS frá Kaupmannahöfn og lenda um klukkan hálf ellefu. Aðrar vélar koma frá Osló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt í Þýskalandi. Farþegar munu hafa val um að fara í skimun eða þá tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Niðurstöður úr skimun munu liggja fyrir innan sólarhrings frá því þeir komu til landsins. Vísir/Einar Vísir/Einar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir, flugfélögin renna blint í sjóinn með flugframboðið. Áhuginn sé þó meiri en reiknað var með eftir að áætlanir um opnun voru fyrst kynntar. „Þá fyrst voru ekki nema þrjár vélar á áætlun en sætanýtingin í þessum vélum er afskaplega lág og við eigum ekki von á nema einhverjum hundruðum farþega á mánudaginn. Þannig það er gott að geta prufukeyrt þetta með minni hóp," segir Víðir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Von á sjö vélum til Keflavíkur á mánudag Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. 13. júní 2020 10:03 Allir þurfa að vera með andlitsgrímur Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð. 12. júní 2020 18:25 Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. júní 2020 11:22 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Sjá meira
Von á sjö vélum til Keflavíkur á mánudag Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. 13. júní 2020 10:03
Allir þurfa að vera með andlitsgrímur Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð. 12. júní 2020 18:25
Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. júní 2020 11:22