Svona fer skimun fram á Keflavíkurflugvelli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2020 20:00 Undirbúningur fyrir skimun á Keflavíkurflugvelli er á lokastigi. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Í dag fór fram sýnatökuæfing á Keflavíkurflugvelli til að sjá hvort allt sé tilbúið fyrir skimun á vellinum. Stór dagur er á mánudaginn þegar landamæri Íslands verða formlega opnuð ferðamönnum. Búið er að setja upp tíu sýnatökubása á flugvellinum. „Þegar farþegar lenda hér á Keflavíkurflugvelli er fyrsta skref að mæta hingað í sýnatöku. Farþeginn sest niður og tekur sýnatakan einungis um tvær mínutur. Heilsufarsupplýsingar eru teknar niður og svo gengur farþeginn út.“ Skimunarbás á Keflavíkurflugvelli.ELISABET INGA Um 60 manns koma með beinum hætti að skimuninni. „Það þarf að tvímanna básana og svo er fólk til skiptanna þannig það eru um 30 manns á hverri vakt,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Búið er að reikna út að biðin í röð eftir sýnatöku ætti lengst að vera um 33 mínútur. Hart er brugðist við neiti farþegi að fylgja reglum um sýnatöku eða sóttkví. „Þá er viðbúið að þeim verði bara brottvísað úr landinu. Fái ekki að koma inn í landið,“ sagði Rögnvaldur. „Það sem kannski er mesta óvissan það er hver verður farþegafjöldinn á mánudag og næstu daga. Við eigum að geta keyrt í gegn á klukkustund 200 farþega,“ sagði Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Ekki er vitað hve margir farþegar koma til landsins á mánudag, en samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur. Er þetta mesta umferð um völlinn í nokkuð langan tíma en til samanburðar er einungis von á einni vél frá Lundúnum á morgun. Fyrsta vélin sem kemur á vegum SAS frá Kaupmannahöfn lendir um klukkan hálf ellefu á mánudag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Undirbúningur fyrir skimun á Keflavíkurflugvelli er á lokastigi. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Í dag fór fram sýnatökuæfing á Keflavíkurflugvelli til að sjá hvort allt sé tilbúið fyrir skimun á vellinum. Stór dagur er á mánudaginn þegar landamæri Íslands verða formlega opnuð ferðamönnum. Búið er að setja upp tíu sýnatökubása á flugvellinum. „Þegar farþegar lenda hér á Keflavíkurflugvelli er fyrsta skref að mæta hingað í sýnatöku. Farþeginn sest niður og tekur sýnatakan einungis um tvær mínutur. Heilsufarsupplýsingar eru teknar niður og svo gengur farþeginn út.“ Skimunarbás á Keflavíkurflugvelli.ELISABET INGA Um 60 manns koma með beinum hætti að skimuninni. „Það þarf að tvímanna básana og svo er fólk til skiptanna þannig það eru um 30 manns á hverri vakt,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Búið er að reikna út að biðin í röð eftir sýnatöku ætti lengst að vera um 33 mínútur. Hart er brugðist við neiti farþegi að fylgja reglum um sýnatöku eða sóttkví. „Þá er viðbúið að þeim verði bara brottvísað úr landinu. Fái ekki að koma inn í landið,“ sagði Rögnvaldur. „Það sem kannski er mesta óvissan það er hver verður farþegafjöldinn á mánudag og næstu daga. Við eigum að geta keyrt í gegn á klukkustund 200 farþega,“ sagði Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Ekki er vitað hve margir farþegar koma til landsins á mánudag, en samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur. Er þetta mesta umferð um völlinn í nokkuð langan tíma en til samanburðar er einungis von á einni vél frá Lundúnum á morgun. Fyrsta vélin sem kemur á vegum SAS frá Kaupmannahöfn lendir um klukkan hálf ellefu á mánudag
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira