Nimbyismi Marín Þórsdóttir skrifar 16. júní 2020 13:30 „Auðvitað þurfa allir að eiga heima einhverstaðar, en þetta fólk á ekki heima í mínu hverfi!“ Þetta er Nimbyismi, ég vil að eitthvað sé gert en bara not in my back yard eða upp á íslensku, bara ekki í mínum bakgarði. Nýlega mótmæltu íbúar og fyrirtæki í Grafarvogi smáhýsum við Stórhöfða skammt frá Gullinbrú í verslunar- og skrifstofuhverfi handan við voginn. Einnig var smáhýsum mótmælt sem reisa átti við Guðrúnartún og í Hlíðarhverfi sem og á Höfðabakka. Verið er að reyna að mæta borgarbúum með fjölbreytt búsetuúrræði, húsnæðið er klárt en ekki fæst staður í borgarlandinu því enginn vill fá úrræðin í hverfið sitt. Mikilvægi þess að eiga heimili er vel þekkt. Heimili er undirstaða velferðar fólks. Hvernig er hægt að byrja að takast á við áföll lífsins, „ná sér á strik“ eða hefja bataferli að einhverju tagi, ef einstaklingar þurfa stöðugt að huga að því hvar næsti næturstaður verður? Enginn staður til að geyma eigur sínar, enginn staður til að vera ein/n í friði, loka að sér og fá næði. Þegar flakkað er á milli neyðarskýla eða gist á sófa upp á náð og miskun samferðafólksins, misvelkomið, er erfitt að hefja bataferli. Það er erfitt að gera nokkuð. Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu sinnir skjólstæðingum sem margir hverjir eiga ekkert heimili, í Konukoti sem og Frú Ragnheiði. Í starfi okkar sjáum við hversu mikilvægt það er að eiga samastað og rannsóknir hafa sýnt að ef fólk á ekki heimili er erfitt að gera nokkrar aðrar breytingar á lífi sínu. Velferðasvið Reykjavíkurborgar er tilbúið með smáhýsi til notkunar fyrir einstaklinga á jaðrinum. Einstaklinga sem hafa það verr en við flest. Eiga ekki heimili. Sum ef til vill í neyslu, önnur ekki. Einstaklinga sem þurfa húsnæði nálægt ýmissi þjónustu, en það hentar þeim jafnvel betur að vera ekki inni í miðju íbúðarhverfi, heldur á jaðri hverfisins. En jafnvel þar er þeim mótmælt, því að mögulega og ef til vill verður af þeim ónæði því gönguleiðin þar framhjá er svo falleg. Það er mögulegt að þessir einstaklingar eignist betra líf en þeir lifa nú með tilkomu eigin húsnæðis. Eitthvað sem hægt er að kalla heima. Samfélagsleg vandamál hverfa ekki þegar við lokum augunum fyrir þeim. Sem samfélag þurfum við að horfast í augu við að við erum ekki öll eins, við þurfum ólíka þjónustu og ólík úrræði. Smáhýsin skapa ekki vandamál, þau leysa þau. Einstaklingar sem geta nýtt sér úrræðin eru þátttakendur í samfélaginu okkar í dag, það er fólkið sem þú mætir í göngutúrnum þínum eða í versluninni. Einstaklingarnir hverfa ekki þó svo þjónustan við þau sé bætt, lífsgæði þeirra hinsvegar batna og samfélagið okkar verður örlítið betra. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Reykjavík Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
„Auðvitað þurfa allir að eiga heima einhverstaðar, en þetta fólk á ekki heima í mínu hverfi!“ Þetta er Nimbyismi, ég vil að eitthvað sé gert en bara not in my back yard eða upp á íslensku, bara ekki í mínum bakgarði. Nýlega mótmæltu íbúar og fyrirtæki í Grafarvogi smáhýsum við Stórhöfða skammt frá Gullinbrú í verslunar- og skrifstofuhverfi handan við voginn. Einnig var smáhýsum mótmælt sem reisa átti við Guðrúnartún og í Hlíðarhverfi sem og á Höfðabakka. Verið er að reyna að mæta borgarbúum með fjölbreytt búsetuúrræði, húsnæðið er klárt en ekki fæst staður í borgarlandinu því enginn vill fá úrræðin í hverfið sitt. Mikilvægi þess að eiga heimili er vel þekkt. Heimili er undirstaða velferðar fólks. Hvernig er hægt að byrja að takast á við áföll lífsins, „ná sér á strik“ eða hefja bataferli að einhverju tagi, ef einstaklingar þurfa stöðugt að huga að því hvar næsti næturstaður verður? Enginn staður til að geyma eigur sínar, enginn staður til að vera ein/n í friði, loka að sér og fá næði. Þegar flakkað er á milli neyðarskýla eða gist á sófa upp á náð og miskun samferðafólksins, misvelkomið, er erfitt að hefja bataferli. Það er erfitt að gera nokkuð. Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu sinnir skjólstæðingum sem margir hverjir eiga ekkert heimili, í Konukoti sem og Frú Ragnheiði. Í starfi okkar sjáum við hversu mikilvægt það er að eiga samastað og rannsóknir hafa sýnt að ef fólk á ekki heimili er erfitt að gera nokkrar aðrar breytingar á lífi sínu. Velferðasvið Reykjavíkurborgar er tilbúið með smáhýsi til notkunar fyrir einstaklinga á jaðrinum. Einstaklinga sem hafa það verr en við flest. Eiga ekki heimili. Sum ef til vill í neyslu, önnur ekki. Einstaklinga sem þurfa húsnæði nálægt ýmissi þjónustu, en það hentar þeim jafnvel betur að vera ekki inni í miðju íbúðarhverfi, heldur á jaðri hverfisins. En jafnvel þar er þeim mótmælt, því að mögulega og ef til vill verður af þeim ónæði því gönguleiðin þar framhjá er svo falleg. Það er mögulegt að þessir einstaklingar eignist betra líf en þeir lifa nú með tilkomu eigin húsnæðis. Eitthvað sem hægt er að kalla heima. Samfélagsleg vandamál hverfa ekki þegar við lokum augunum fyrir þeim. Sem samfélag þurfum við að horfast í augu við að við erum ekki öll eins, við þurfum ólíka þjónustu og ólík úrræði. Smáhýsin skapa ekki vandamál, þau leysa þau. Einstaklingar sem geta nýtt sér úrræðin eru þátttakendur í samfélaginu okkar í dag, það er fólkið sem þú mætir í göngutúrnum þínum eða í versluninni. Einstaklingarnir hverfa ekki þó svo þjónustan við þau sé bætt, lífsgæði þeirra hinsvegar batna og samfélagið okkar verður örlítið betra. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun