Nimbyismi Marín Þórsdóttir skrifar 16. júní 2020 13:30 „Auðvitað þurfa allir að eiga heima einhverstaðar, en þetta fólk á ekki heima í mínu hverfi!“ Þetta er Nimbyismi, ég vil að eitthvað sé gert en bara not in my back yard eða upp á íslensku, bara ekki í mínum bakgarði. Nýlega mótmæltu íbúar og fyrirtæki í Grafarvogi smáhýsum við Stórhöfða skammt frá Gullinbrú í verslunar- og skrifstofuhverfi handan við voginn. Einnig var smáhýsum mótmælt sem reisa átti við Guðrúnartún og í Hlíðarhverfi sem og á Höfðabakka. Verið er að reyna að mæta borgarbúum með fjölbreytt búsetuúrræði, húsnæðið er klárt en ekki fæst staður í borgarlandinu því enginn vill fá úrræðin í hverfið sitt. Mikilvægi þess að eiga heimili er vel þekkt. Heimili er undirstaða velferðar fólks. Hvernig er hægt að byrja að takast á við áföll lífsins, „ná sér á strik“ eða hefja bataferli að einhverju tagi, ef einstaklingar þurfa stöðugt að huga að því hvar næsti næturstaður verður? Enginn staður til að geyma eigur sínar, enginn staður til að vera ein/n í friði, loka að sér og fá næði. Þegar flakkað er á milli neyðarskýla eða gist á sófa upp á náð og miskun samferðafólksins, misvelkomið, er erfitt að hefja bataferli. Það er erfitt að gera nokkuð. Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu sinnir skjólstæðingum sem margir hverjir eiga ekkert heimili, í Konukoti sem og Frú Ragnheiði. Í starfi okkar sjáum við hversu mikilvægt það er að eiga samastað og rannsóknir hafa sýnt að ef fólk á ekki heimili er erfitt að gera nokkrar aðrar breytingar á lífi sínu. Velferðasvið Reykjavíkurborgar er tilbúið með smáhýsi til notkunar fyrir einstaklinga á jaðrinum. Einstaklinga sem hafa það verr en við flest. Eiga ekki heimili. Sum ef til vill í neyslu, önnur ekki. Einstaklinga sem þurfa húsnæði nálægt ýmissi þjónustu, en það hentar þeim jafnvel betur að vera ekki inni í miðju íbúðarhverfi, heldur á jaðri hverfisins. En jafnvel þar er þeim mótmælt, því að mögulega og ef til vill verður af þeim ónæði því gönguleiðin þar framhjá er svo falleg. Það er mögulegt að þessir einstaklingar eignist betra líf en þeir lifa nú með tilkomu eigin húsnæðis. Eitthvað sem hægt er að kalla heima. Samfélagsleg vandamál hverfa ekki þegar við lokum augunum fyrir þeim. Sem samfélag þurfum við að horfast í augu við að við erum ekki öll eins, við þurfum ólíka þjónustu og ólík úrræði. Smáhýsin skapa ekki vandamál, þau leysa þau. Einstaklingar sem geta nýtt sér úrræðin eru þátttakendur í samfélaginu okkar í dag, það er fólkið sem þú mætir í göngutúrnum þínum eða í versluninni. Einstaklingarnir hverfa ekki þó svo þjónustan við þau sé bætt, lífsgæði þeirra hinsvegar batna og samfélagið okkar verður örlítið betra. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Reykjavík Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
„Auðvitað þurfa allir að eiga heima einhverstaðar, en þetta fólk á ekki heima í mínu hverfi!“ Þetta er Nimbyismi, ég vil að eitthvað sé gert en bara not in my back yard eða upp á íslensku, bara ekki í mínum bakgarði. Nýlega mótmæltu íbúar og fyrirtæki í Grafarvogi smáhýsum við Stórhöfða skammt frá Gullinbrú í verslunar- og skrifstofuhverfi handan við voginn. Einnig var smáhýsum mótmælt sem reisa átti við Guðrúnartún og í Hlíðarhverfi sem og á Höfðabakka. Verið er að reyna að mæta borgarbúum með fjölbreytt búsetuúrræði, húsnæðið er klárt en ekki fæst staður í borgarlandinu því enginn vill fá úrræðin í hverfið sitt. Mikilvægi þess að eiga heimili er vel þekkt. Heimili er undirstaða velferðar fólks. Hvernig er hægt að byrja að takast á við áföll lífsins, „ná sér á strik“ eða hefja bataferli að einhverju tagi, ef einstaklingar þurfa stöðugt að huga að því hvar næsti næturstaður verður? Enginn staður til að geyma eigur sínar, enginn staður til að vera ein/n í friði, loka að sér og fá næði. Þegar flakkað er á milli neyðarskýla eða gist á sófa upp á náð og miskun samferðafólksins, misvelkomið, er erfitt að hefja bataferli. Það er erfitt að gera nokkuð. Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu sinnir skjólstæðingum sem margir hverjir eiga ekkert heimili, í Konukoti sem og Frú Ragnheiði. Í starfi okkar sjáum við hversu mikilvægt það er að eiga samastað og rannsóknir hafa sýnt að ef fólk á ekki heimili er erfitt að gera nokkrar aðrar breytingar á lífi sínu. Velferðasvið Reykjavíkurborgar er tilbúið með smáhýsi til notkunar fyrir einstaklinga á jaðrinum. Einstaklinga sem hafa það verr en við flest. Eiga ekki heimili. Sum ef til vill í neyslu, önnur ekki. Einstaklinga sem þurfa húsnæði nálægt ýmissi þjónustu, en það hentar þeim jafnvel betur að vera ekki inni í miðju íbúðarhverfi, heldur á jaðri hverfisins. En jafnvel þar er þeim mótmælt, því að mögulega og ef til vill verður af þeim ónæði því gönguleiðin þar framhjá er svo falleg. Það er mögulegt að þessir einstaklingar eignist betra líf en þeir lifa nú með tilkomu eigin húsnæðis. Eitthvað sem hægt er að kalla heima. Samfélagsleg vandamál hverfa ekki þegar við lokum augunum fyrir þeim. Sem samfélag þurfum við að horfast í augu við að við erum ekki öll eins, við þurfum ólíka þjónustu og ólík úrræði. Smáhýsin skapa ekki vandamál, þau leysa þau. Einstaklingar sem geta nýtt sér úrræðin eru þátttakendur í samfélaginu okkar í dag, það er fólkið sem þú mætir í göngutúrnum þínum eða í versluninni. Einstaklingarnir hverfa ekki þó svo þjónustan við þau sé bætt, lífsgæði þeirra hinsvegar batna og samfélagið okkar verður örlítið betra. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun