Rúmlega 20.000 hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2020 12:30 Á höfuðborgarsvæðinu er nú hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar á þremur stöðum – á 1. og 2. hæð í Smáralind í Kópavogi og undir stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Vísir/Jóhann k. Forsetakosningar fara fram eftir viku. Tveir eru í framboði til forseta Íslands. Þeir eru Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson. Alls hafa rúmlega tuttugu þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar þegar þessi frétt er skrifuð. Fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu kjöri enn sem komið er, er umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið árið 2016. Þá greiddu í heildina 27 þúsund manns atkvæði utan kjörfundar og þar af um 15 þúsund síðustu þrjá daga fyrir kjördag. Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson eru í framboði.Vísir/Sigurjón Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi og í stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir ýmsa þætti valda því að margir kjósi nú utan kjörfundar. „Faraldur kórónuveirunnar hefur sjálfsagt eitthvað um þetta að segja. Einnig virðist vera að landinn ætli að vera úti á landi um kosningahelgina,“ sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning utan kjörfunar atkvæðagreiðslu hafi eflaust áhrif, en hún fer meðal annars fram í Smáralind líkt og áður hefur komið fram. „Það er staður sem margir koma á og það virðist vera að fólki líti svo á að auðvelt sé að koma við og ljúka þessu af,“ sagði Bergþóra. Fram að föstudeginum 26. júní er hægt að kjósa utan kjörfundar frá klukkan tíu til 22. „Á laugardeginum þann 27. júní geta þeir sem búa utan Höfuðborgarsvæðisins komið og kosið í Smáralind á fyrstu hæð frá klukkan 10-17,“ sagði Bergþóra. Sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu. Hún brýnir þó fyrir þeim sem búa í Norðaustur kjördæmi og ætla að kjósa utan kjörfundar að koma fyrir klukkan hálf þrjú á kjördag þar sem síðasta flug norður er um klukkan 17. Samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið styðja alls um 92 prósent Guðna Th. Jóhannesson en um átta prósent Guðmund Franklín Jónsson. Í könnuninni var einnig spurt hversu ólíklegt eða líklegt fólk væri til að kjósa. 92 prósent svarenda telja líklegt að öruggt að þeir kjósi. Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 18. júní. Í úrtakinu voru 2.500 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 50,5 prósent samkvæmt Fréttablaðinu. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Forsetakosningar fara fram eftir viku. Tveir eru í framboði til forseta Íslands. Þeir eru Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson. Alls hafa rúmlega tuttugu þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar þegar þessi frétt er skrifuð. Fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu kjöri enn sem komið er, er umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið árið 2016. Þá greiddu í heildina 27 þúsund manns atkvæði utan kjörfundar og þar af um 15 þúsund síðustu þrjá daga fyrir kjördag. Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson eru í framboði.Vísir/Sigurjón Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi og í stúku Laugardalsvallar í Reykjavík. Kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir ýmsa þætti valda því að margir kjósi nú utan kjörfundar. „Faraldur kórónuveirunnar hefur sjálfsagt eitthvað um þetta að segja. Einnig virðist vera að landinn ætli að vera úti á landi um kosningahelgina,“ sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning utan kjörfunar atkvæðagreiðslu hafi eflaust áhrif, en hún fer meðal annars fram í Smáralind líkt og áður hefur komið fram. „Það er staður sem margir koma á og það virðist vera að fólki líti svo á að auðvelt sé að koma við og ljúka þessu af,“ sagði Bergþóra. Fram að föstudeginum 26. júní er hægt að kjósa utan kjörfundar frá klukkan tíu til 22. „Á laugardeginum þann 27. júní geta þeir sem búa utan Höfuðborgarsvæðisins komið og kosið í Smáralind á fyrstu hæð frá klukkan 10-17,“ sagði Bergþóra. Sagði Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu. Hún brýnir þó fyrir þeim sem búa í Norðaustur kjördæmi og ætla að kjósa utan kjörfundar að koma fyrir klukkan hálf þrjú á kjördag þar sem síðasta flug norður er um klukkan 17. Samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið styðja alls um 92 prósent Guðna Th. Jóhannesson en um átta prósent Guðmund Franklín Jónsson. Í könnuninni var einnig spurt hversu ólíklegt eða líklegt fólk væri til að kjósa. 92 prósent svarenda telja líklegt að öruggt að þeir kjósi. Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 18. júní. Í úrtakinu voru 2.500 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 50,5 prósent samkvæmt Fréttablaðinu.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Rúmlega 16 þúsund búin að greiða atkvæði Ljóst er að fjöldi þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar í þessu forsetakjöri sé umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir forsetakjörið 2016. 18. júní 2020 10:54