Hoppaðu á ljósmæðra-vagninn Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 25. júní 2020 07:00 Nú hringsólar um göturnar grænn strætisvagn skreyttur allsnöktum fæðandi konum, dularfullum höndum og slagorðinu „við tökum vel á móti þér“. En hvers vegna? Ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra Á síðasta þingi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, var helsta umræðuefnið hvernig hægt væri að bjarga lífum og stuðla að betri velferð kvenna og barna. Viðfangsefnið að þessu sinni var „gæða-ljósmæðraþjónusta“. Einnig ákvað WHO að tileinka hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum árið 2020 en þá eru einnig liðin 200 ár frá fæðingu Florence Nightingale, helsta frumkvöðul nútíma-hjúkrunarfræði . Með þessu vildi stofnunin vekja athygli á því hversu mikilvægu hlutverki hjúkrunarfræðingar og ljósmæður gegna í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu í heild. WHO hefur áður hvatt þjóðir heimsins til að hámarka framlag þessara tveggja starfsstétta í samfélaginu, fjárfesta af meiri krafti í hjúkrun og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Nú er því tilefni fyrir Ísland, sem og samfélög víða um heim, til að einbeita sér að því að veita vandaða hjúkrunar- og ljósmæðraþjónustu til allra kvenna, nýbura og fjölskyldna þeirra. Hvers vegna er ljósmæðraþjónusta mikilvæg? Ljósmæður eru ábyrgir fagaðilar sem sinna konum og fjölskyldum í gegnum allt barneignarferlið. Sérþekking þeirra snýr að eðlilegu ferli. Við búum svo vel hér á landi að ef konur eru heilbrigðar á meðgöngunni og eiga von á heilbrigðu barni, getur ljósmóðir verið eini fagaðilinn sem foreldrar hitta í gegnum allt ferlið. Ljósmæður líta á fæðingu barns í heiminn sem fjölskylduviðburð og eðlilegt ferli, þar til annað kemur í ljós. Þær hafa hins vegar þekkingu og reynslu til að koma auga á hið óeðlilega og blanda þá viðeigandi fagaðila í málið þegar þörf er á. Ljósmæður sinna einnig fræðslu og veita þjónustu tengda heilbrigði, kvenheilsu og kvenlíkamanum. Þær starfa hvar sem er, meðal annars í heimahúsum, úti í samfélaginu, á sjúkrahúsum, á einkastofum eða á heilsugæslustöðvum. Fleiri sjónarmið í mótun heilbrigðisstefnu Skapa þarf öflugan vettvang fyrir ljósmæður og hjúkrunarfræðinga til að taka þátt stefnumótun í heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að þar sem ljósmæður sinna barneignarþjónustu dregur úr líkum á dánartíðni og sjúkdómum hjá móður og barni um rúm 80% og fyrirburafæðingum um 24%. Að auki eru fleiri konur með börn sín á brjósti þar sem ljósmæður veita umönnun, sálfélagsleg líðan kvenna er betri og inngrip í fæðingu eru færri, sérstaklega keisaraskurðir. Starf ljósmæðra er því óumdeilanlega mikilvægt fyrir velferð nýbura og kvenna en ungbarnadauði hérlendis er með þeim lægsta í heiminum. Af þessu tilefni vildi Ljósmæðrafélag Íslands nýta tækifærið, minna á sig og þannig ítreka mikilvægi ljósmæðraþjónustu hér á landi. Þrátt fyrir góðan árangur er alltaf hægt að gera betur. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Nú hringsólar um göturnar grænn strætisvagn skreyttur allsnöktum fæðandi konum, dularfullum höndum og slagorðinu „við tökum vel á móti þér“. En hvers vegna? Ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra Á síðasta þingi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, var helsta umræðuefnið hvernig hægt væri að bjarga lífum og stuðla að betri velferð kvenna og barna. Viðfangsefnið að þessu sinni var „gæða-ljósmæðraþjónusta“. Einnig ákvað WHO að tileinka hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum árið 2020 en þá eru einnig liðin 200 ár frá fæðingu Florence Nightingale, helsta frumkvöðul nútíma-hjúkrunarfræði . Með þessu vildi stofnunin vekja athygli á því hversu mikilvægu hlutverki hjúkrunarfræðingar og ljósmæður gegna í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu í heild. WHO hefur áður hvatt þjóðir heimsins til að hámarka framlag þessara tveggja starfsstétta í samfélaginu, fjárfesta af meiri krafti í hjúkrun og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Nú er því tilefni fyrir Ísland, sem og samfélög víða um heim, til að einbeita sér að því að veita vandaða hjúkrunar- og ljósmæðraþjónustu til allra kvenna, nýbura og fjölskyldna þeirra. Hvers vegna er ljósmæðraþjónusta mikilvæg? Ljósmæður eru ábyrgir fagaðilar sem sinna konum og fjölskyldum í gegnum allt barneignarferlið. Sérþekking þeirra snýr að eðlilegu ferli. Við búum svo vel hér á landi að ef konur eru heilbrigðar á meðgöngunni og eiga von á heilbrigðu barni, getur ljósmóðir verið eini fagaðilinn sem foreldrar hitta í gegnum allt ferlið. Ljósmæður líta á fæðingu barns í heiminn sem fjölskylduviðburð og eðlilegt ferli, þar til annað kemur í ljós. Þær hafa hins vegar þekkingu og reynslu til að koma auga á hið óeðlilega og blanda þá viðeigandi fagaðila í málið þegar þörf er á. Ljósmæður sinna einnig fræðslu og veita þjónustu tengda heilbrigði, kvenheilsu og kvenlíkamanum. Þær starfa hvar sem er, meðal annars í heimahúsum, úti í samfélaginu, á sjúkrahúsum, á einkastofum eða á heilsugæslustöðvum. Fleiri sjónarmið í mótun heilbrigðisstefnu Skapa þarf öflugan vettvang fyrir ljósmæður og hjúkrunarfræðinga til að taka þátt stefnumótun í heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að þar sem ljósmæður sinna barneignarþjónustu dregur úr líkum á dánartíðni og sjúkdómum hjá móður og barni um rúm 80% og fyrirburafæðingum um 24%. Að auki eru fleiri konur með börn sín á brjósti þar sem ljósmæður veita umönnun, sálfélagsleg líðan kvenna er betri og inngrip í fæðingu eru færri, sérstaklega keisaraskurðir. Starf ljósmæðra er því óumdeilanlega mikilvægt fyrir velferð nýbura og kvenna en ungbarnadauði hérlendis er með þeim lægsta í heiminum. Af þessu tilefni vildi Ljósmæðrafélag Íslands nýta tækifærið, minna á sig og þannig ítreka mikilvægi ljósmæðraþjónustu hér á landi. Þrátt fyrir góðan árangur er alltaf hægt að gera betur. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun