Næst á dagskrá: Hringrásarhagkerfið Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2020 08:00 Kórónuveirufaraldurinn verður því miður ekki eina krísan sem mannkyn mun þurfa að kljást við á tuttugustu og fyrstu öldinni. Vonandi tekst okkur að komast farsællega í gegnum áskoranir faraldursins, en enn stöndum við frammi fyrir risavaxinni áskorun sem ekki er hægt að ýta á undan sér. Loftslagsváin er ekki horfin. Hún kallar á byltingu í rekstri heimila og fyrirtækja um allan heim. Það er ekki óvitlaust að reyna að nýta rótið sem faraldurinn hefur skapað til þess að endurhugsa samfélagið og taka ákvarðanir sem gera okkur betur í stakk búin til þess að mæta breyttum og hlýnandi heimi. Við þurfum að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa, þyngja áhersluna á græna nýsköpun sem býr til nýjar lausnir og við þurfum að hugsa meira í hring. Stefnan sem þarf að marka er að hér skuli rísa grænt og öflugt hringrásarhagkerfi. Hugsun lífríkisins Við Íslendingar erum svo lánsöm að hér eru orkufyrirtæki sem útvega okkur öllum hreina orku, sem er ekki fengin með brennslu kola eða jarðgass. Þetta þýðir þó ekki að á Íslandi sé ekki gríðarlegt verk að vinna í því að gjörbylta neyslu, framleiðsluháttum og efnahagslífinu svo að samfélagið þróist hratt í átt að kolefnishlutleysi. Orkufyrirtækin, eins og Orka náttúrunnar, gegna þar lykilhlutverki, ekki síst sem áhrifavaldar og aflgjafar grænnar nýsköpunar og breyttrar hugsunar. Hringrásarhagkerfið snýst um það að enginn skilji neitt eftir sig, að allt sé notað, að allt sé verðmæti og að engin skaði verði á umhverfi okkar út af því sem við framleiðum, neytum eða gerum. Ekkert er lengur rusl. Allt sem við látum frá okkur þarf að koma aftur til okkar, verða meinlaust eða gagnast annars staðar. Þessi hugsun er auðvitað innblásin af sjálfu lífríkinu þar sem jurtir vaxa, þær deyja, verða að mold og aðrir jurtir vaxa í þeirri mold. Vandræði mannskepnunnar og hin sívaxandi vá í loftslagsmálum helgast einkum af því að mannkyn hefur fjarlægst mjög þessa heilbrigðu nálgun á vistkerfið. Mesti háskinn felst í því ógnarmagni af CO2 sem við dælum á degi hverjum út í andrúmsloftið þar sem magnið, sem er miklu meira en lífríkið þarf, veldur stigvaxandi skaða í formi hlýnunar lofthjúpsins. Koltvísýringur er dæmi um úrgang af manna völdum sem hefur safnast upp, í anda hins úrelta línulega hagkerfis — framleiða, nota, henda — þar sem ekki er skeytt nægilega um afleiðingar framleiðsluhátta og neyslu. Það er áhyggjuefni að nýjasta umhverfiskönnun Gallup sýni að hátt hlutfall Íslendinga telji að hlýnun andrúmsloftsins sé ekki af manna völdum og telji jafnframt umræðuna um hamfarahlýnun ýkta. Engar ýkjur eru á ferðinni og alvarleikinn er mikill. Að öllu óbreyttu og án allra aðgerða er ekki ólíklegt, samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofnuninni (WMO) og Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC), að andrúmsloftið hafi hlýnað um þrjár til fjórar gráður að jafnaði fyrir aldarlok, jafnvel meira, miðað við hitastig fyrir iðnvæðingu. Ef það gengur eftir mun það hafa skelfileg áhrif á lífsskilyrði mannkyns, afkomendur okkar og lífríkið allt. Hvað erum við að gera? Innleiðing og efling hringrásarhagkerfisins er forgangsatriði hjá íslenskum stjórnvöldum eins og sjá má í nýrri Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem lögð var fram nú í júnímánuði. Við hjá Orku náttúrunnar getum ekki sagt að starfsemi okkar einkennist algjörlega af hringrásarhugsuninni enn sem komið er en við þokumst markvisst í rétta átt og reynum jafnframt að stuðla að því að heimili og fyrirtæki geti tileinkað sér slíka hugsun. Þá vinna nýsköpunarfyrirtæki í Jarðhitagarði ON nú hörðum höndum að því að þróa aðferðir við að ná koltvísýringi úr útblæstri og úr andrúmsloftinu, bæði með því að hagnýta hann, til dæmis við matvælaframleiðslu, og með því að koma honum úr umferð með því t.d. að breyta honum í stein. Sem betur fer hefur tækninni fleygt þannig fram á undanförnum árum að koltvísýringur þarf ekki að streyma út í andrúmsloftið án umhverfislegrar ábyrgðar. Lausnir eru í sjónmáli og það þarf að grípa þær, þróa og efla. Við stefnum að kolefnishlutleysi árið 2030 og ein mikilvægasta leið okkar að því marki er nýting kolefnisförgunartækni, Carbfix, sem þróuð var af vísindafólki Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands og fleiri stofnana. Orka náttúrunnar tók frumkvæði að því að koma upp hleðslustöðum fyrir rafbíla um land allt og nú er hlöðunetið orðið svo víðfeðmt að hægt er að ferðast um landið allt á rafmagnsbíl. Þróunin er mjög ánægjuleg: Árið 2014 voru einungis um 100 rafbílar á Íslandi en nú skipta þeir þúsundum og mun fleiri fyrirtæki eru komin að rafbílavæðingunni sem er jákvæð og nauðsynleg þróun. Metan og vetni munu vafalítið gegna stóru hlutverki í samgöngum framtíðar auk rafmagnsins. Eitt af verkefnum ON er að framleiða vetni við Hellisheiðarvirkjun en vetni hentar vel sem orkugjafi við þungaflutninga og jafnvel til að knýja skip og flugvélar. Finnska leiðin Þegar kemur að innleiðingu hringrásarhugsunarinnar þurfum við Íslendingar sem betur fer ekki að finna upp hjólið sjálf. Eins og oft áður er gagnlegt að horfa til nágrannaþjóða. Finnar hafa einsett sér að verða leiðandi í hringrásarhugsuninni á heimsvísu árið 2025 og hafa skilgreint markvissar aðgerðir á nokkrum lykilsviðum samfélagsins, eins og varðandi samgöngur, tækni, auðlindanýtingu og matvælaframleiðslu. Ástæðurnar fyrir þessari stefnumörkun liggja ekki bara í því að nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að bjarga mannkyni frá aðsteðjandi vanda, heldur hafa Finnar líka komist að þeirri niðurstöðu að í uppbyggingu hringrásarhagkerfisins liggi einhver stærstu efnahagslegu tækifæri þjóðarinnar og stærstu tækifæri til vaxtar á vinnumarkaði. Samfélagslegur, umhverfislegur og efnahagslegur ávinningur fer saman. Áætlað er að hringrásarhagkerfið geti skapað Finnum um um 75 þúsund ný störf fyrir 2030 og hundruð milljarða króna í tekjur.[1] Lærdómurinn af þessu er mikilvægur fyrir okkur Íslendinga sem glímum nú við tröllaukinn samdrátt í efnahagslífi, eins og raunar heimsbyggðin öll. Hvar liggja tækifærin? Jú, þau liggja í umhverfismálum. Í rauninni er hægt að segja með nokkurri vissu að þau samfélög og fyrirtæki sem láta hjá líða að tileinka sér hringrásarhugsunina verða undir í samkeppninni. Þau verða eftir í nauðsynlegu ferðalagi annarra í átt til sjálfbærrar og grænnar veraldar. Finnar auglýstu eftir bestu hugmyndunum, aðferðum og tækni, á afmörkuðum lykilsviðum og hafa tekið ákvörðun um efla og þróa sigurstranglegustu hugmyndirnar á hverju sviði. Það er áhugavert að sjá að í stefnumörkun Finna er á það bent að draga má verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka nýtni og minnka sóun í hagkerfinu með aðferðum og tækni sem þegar er fyrir hendi og hefur í raun engin teljandi áhrif á daglegt líf fólks. Gott dæmi um þetta eru rafbílar. Umhverfisvænna neyslumynstur er ekki íþyngjandi heldur felur það í sér ný tækifæri. Það þarf ekki að ganga á gæði jarðar. Frekari árangri verður að ná með samhentu átaki og Finnar hafa kortlagt leiðirnar í stefnu sinni. Minnka þarf áherslu fólks á að eiga hluti þegar betra er að deila þeim. Kosti fjórðu iðnbyltingarinnar með hraðara neti, öflugri tölvum og meiri sjálfvirkni þarf að nýtast til að efla hringrásarhagkerfið. Gera skal við og endurnýta en vörur þurfa að enda aftur hjá skapara sínum sem tekur ábyrgð á þeim og nýtir aftur. Hér er mikið í húfi, bæði umhverfislega og efnahagslega. Talið er að heildarverðmæti þess rafbúnaðar sem hent er árlega sé um 7500 milljarðar. Það er þrefalt virði alls silfurs sem framleitt er árlega í heiminum.[2] Hringrásarhugsun í matvælaframleiðslu er talin geta skapað um 2,7 trilljónir Bandaríkjadala í aukinn árlegan hagnað, minnkað árlega kolefnislosun um 4.3 milljarða tonna (sem er um 12% af árlegri heildarlosun) og komið í veg fyrir um 5 milljón ótímabærra dauðdaga á ári hverju með hollari mat, betra aðgengi að mat og umhverfisvænni nálgun á gæði jarðar.[3] Það er því til mikils að vinna, en langt er þó í land, eins og tölurnar sýna því miður. Aðeins um 9% af þeim aðföngum sem fara inn í hagkerfið eru endurnýtt.[4] Ruslatunnan er enn þá allt of stór. Hringrásarhagkerfi fæðist Starfsfólk Orku náttúrunnar leitar að og tekur þátt í þróun nýrra leiða til þess að nota minna og nýta betur í rekstrinum og við hvetjum til sparsemi í notkun framleiðsluafurðum okkar. Hvarvetna um þjóðfélagið, inni á heimilum og í fyrirtækjum sjáum við að hringrásarhugsunin er að skjóta rótum, kannski ekki síst núna í yfirstandandi hremmingum. Í Hollandi þróar gamalgróið fyrirtæki umhverfisvæna húsamálningu úr hörfræolíu. Á Akureyri er tekið við matarolíu í dunkum til þess að nýta sem eldsneyti. Með snjallmælum verður hægt að stýra notkun rafmagns betur og sveiflujafna hana með því til dæmis að hvetja fólk til þess að hlaða rafbíla á nóttunni gegn lægra verði. Þá þarf að virkja minna til að sinna sömu rafmagnsþörf. Við getum notað þessa undarlegu tíma til þess að hugsa út fyrir rammann. Skólpið þarf ekki endilega að fara út í sjó og koltvísýringur þarf ekki að fara út í andrúmsloftið. Nýta betur, nota minna, hugsa í hring. Það eru verkefnin sem blasa við okkur öllum á 21. öldinni. Nú þarf markvisst að efla þessa hugsun, með samhentu átaki fyrirtækja, hins opinbera, heimila og félagasamtaka. Nýja hagkerfið sem rís upp úr öldudalnum þarf að vera hringrásarhagkerfi. Höfundur er framkvæmdastýra Orku náttúrunnar. [1] Heimild: Leading the cycle: Finish road map to a circular economy 2016-2025. https://media.sitra.fi/2017/02/28142644/Selvityksia121.pdf [2] Heimild: A New Circular Vision for Electronics, Time for a Global Reboot. World Economic Forum, janúar 2019. https://www.weforum.org/reports/a-new-circular-vision-for-electronics-time-for-a-global-reboot. [3] Heimild: Cities and Circular Economy for Food. World Economic Forum, janúar 2019. https://www.ellenmacarthurfoundation.org/assets/downloads/Cities-and-Circular-Economy-for-Food_280119.pdf [4] Sjá: https://www.circularity-gap.world Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Umhverfismál Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn verður því miður ekki eina krísan sem mannkyn mun þurfa að kljást við á tuttugustu og fyrstu öldinni. Vonandi tekst okkur að komast farsællega í gegnum áskoranir faraldursins, en enn stöndum við frammi fyrir risavaxinni áskorun sem ekki er hægt að ýta á undan sér. Loftslagsváin er ekki horfin. Hún kallar á byltingu í rekstri heimila og fyrirtækja um allan heim. Það er ekki óvitlaust að reyna að nýta rótið sem faraldurinn hefur skapað til þess að endurhugsa samfélagið og taka ákvarðanir sem gera okkur betur í stakk búin til þess að mæta breyttum og hlýnandi heimi. Við þurfum að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa, þyngja áhersluna á græna nýsköpun sem býr til nýjar lausnir og við þurfum að hugsa meira í hring. Stefnan sem þarf að marka er að hér skuli rísa grænt og öflugt hringrásarhagkerfi. Hugsun lífríkisins Við Íslendingar erum svo lánsöm að hér eru orkufyrirtæki sem útvega okkur öllum hreina orku, sem er ekki fengin með brennslu kola eða jarðgass. Þetta þýðir þó ekki að á Íslandi sé ekki gríðarlegt verk að vinna í því að gjörbylta neyslu, framleiðsluháttum og efnahagslífinu svo að samfélagið þróist hratt í átt að kolefnishlutleysi. Orkufyrirtækin, eins og Orka náttúrunnar, gegna þar lykilhlutverki, ekki síst sem áhrifavaldar og aflgjafar grænnar nýsköpunar og breyttrar hugsunar. Hringrásarhagkerfið snýst um það að enginn skilji neitt eftir sig, að allt sé notað, að allt sé verðmæti og að engin skaði verði á umhverfi okkar út af því sem við framleiðum, neytum eða gerum. Ekkert er lengur rusl. Allt sem við látum frá okkur þarf að koma aftur til okkar, verða meinlaust eða gagnast annars staðar. Þessi hugsun er auðvitað innblásin af sjálfu lífríkinu þar sem jurtir vaxa, þær deyja, verða að mold og aðrir jurtir vaxa í þeirri mold. Vandræði mannskepnunnar og hin sívaxandi vá í loftslagsmálum helgast einkum af því að mannkyn hefur fjarlægst mjög þessa heilbrigðu nálgun á vistkerfið. Mesti háskinn felst í því ógnarmagni af CO2 sem við dælum á degi hverjum út í andrúmsloftið þar sem magnið, sem er miklu meira en lífríkið þarf, veldur stigvaxandi skaða í formi hlýnunar lofthjúpsins. Koltvísýringur er dæmi um úrgang af manna völdum sem hefur safnast upp, í anda hins úrelta línulega hagkerfis — framleiða, nota, henda — þar sem ekki er skeytt nægilega um afleiðingar framleiðsluhátta og neyslu. Það er áhyggjuefni að nýjasta umhverfiskönnun Gallup sýni að hátt hlutfall Íslendinga telji að hlýnun andrúmsloftsins sé ekki af manna völdum og telji jafnframt umræðuna um hamfarahlýnun ýkta. Engar ýkjur eru á ferðinni og alvarleikinn er mikill. Að öllu óbreyttu og án allra aðgerða er ekki ólíklegt, samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofnuninni (WMO) og Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC), að andrúmsloftið hafi hlýnað um þrjár til fjórar gráður að jafnaði fyrir aldarlok, jafnvel meira, miðað við hitastig fyrir iðnvæðingu. Ef það gengur eftir mun það hafa skelfileg áhrif á lífsskilyrði mannkyns, afkomendur okkar og lífríkið allt. Hvað erum við að gera? Innleiðing og efling hringrásarhagkerfisins er forgangsatriði hjá íslenskum stjórnvöldum eins og sjá má í nýrri Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem lögð var fram nú í júnímánuði. Við hjá Orku náttúrunnar getum ekki sagt að starfsemi okkar einkennist algjörlega af hringrásarhugsuninni enn sem komið er en við þokumst markvisst í rétta átt og reynum jafnframt að stuðla að því að heimili og fyrirtæki geti tileinkað sér slíka hugsun. Þá vinna nýsköpunarfyrirtæki í Jarðhitagarði ON nú hörðum höndum að því að þróa aðferðir við að ná koltvísýringi úr útblæstri og úr andrúmsloftinu, bæði með því að hagnýta hann, til dæmis við matvælaframleiðslu, og með því að koma honum úr umferð með því t.d. að breyta honum í stein. Sem betur fer hefur tækninni fleygt þannig fram á undanförnum árum að koltvísýringur þarf ekki að streyma út í andrúmsloftið án umhverfislegrar ábyrgðar. Lausnir eru í sjónmáli og það þarf að grípa þær, þróa og efla. Við stefnum að kolefnishlutleysi árið 2030 og ein mikilvægasta leið okkar að því marki er nýting kolefnisförgunartækni, Carbfix, sem þróuð var af vísindafólki Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands og fleiri stofnana. Orka náttúrunnar tók frumkvæði að því að koma upp hleðslustöðum fyrir rafbíla um land allt og nú er hlöðunetið orðið svo víðfeðmt að hægt er að ferðast um landið allt á rafmagnsbíl. Þróunin er mjög ánægjuleg: Árið 2014 voru einungis um 100 rafbílar á Íslandi en nú skipta þeir þúsundum og mun fleiri fyrirtæki eru komin að rafbílavæðingunni sem er jákvæð og nauðsynleg þróun. Metan og vetni munu vafalítið gegna stóru hlutverki í samgöngum framtíðar auk rafmagnsins. Eitt af verkefnum ON er að framleiða vetni við Hellisheiðarvirkjun en vetni hentar vel sem orkugjafi við þungaflutninga og jafnvel til að knýja skip og flugvélar. Finnska leiðin Þegar kemur að innleiðingu hringrásarhugsunarinnar þurfum við Íslendingar sem betur fer ekki að finna upp hjólið sjálf. Eins og oft áður er gagnlegt að horfa til nágrannaþjóða. Finnar hafa einsett sér að verða leiðandi í hringrásarhugsuninni á heimsvísu árið 2025 og hafa skilgreint markvissar aðgerðir á nokkrum lykilsviðum samfélagsins, eins og varðandi samgöngur, tækni, auðlindanýtingu og matvælaframleiðslu. Ástæðurnar fyrir þessari stefnumörkun liggja ekki bara í því að nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að bjarga mannkyni frá aðsteðjandi vanda, heldur hafa Finnar líka komist að þeirri niðurstöðu að í uppbyggingu hringrásarhagkerfisins liggi einhver stærstu efnahagslegu tækifæri þjóðarinnar og stærstu tækifæri til vaxtar á vinnumarkaði. Samfélagslegur, umhverfislegur og efnahagslegur ávinningur fer saman. Áætlað er að hringrásarhagkerfið geti skapað Finnum um um 75 þúsund ný störf fyrir 2030 og hundruð milljarða króna í tekjur.[1] Lærdómurinn af þessu er mikilvægur fyrir okkur Íslendinga sem glímum nú við tröllaukinn samdrátt í efnahagslífi, eins og raunar heimsbyggðin öll. Hvar liggja tækifærin? Jú, þau liggja í umhverfismálum. Í rauninni er hægt að segja með nokkurri vissu að þau samfélög og fyrirtæki sem láta hjá líða að tileinka sér hringrásarhugsunina verða undir í samkeppninni. Þau verða eftir í nauðsynlegu ferðalagi annarra í átt til sjálfbærrar og grænnar veraldar. Finnar auglýstu eftir bestu hugmyndunum, aðferðum og tækni, á afmörkuðum lykilsviðum og hafa tekið ákvörðun um efla og þróa sigurstranglegustu hugmyndirnar á hverju sviði. Það er áhugavert að sjá að í stefnumörkun Finna er á það bent að draga má verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka nýtni og minnka sóun í hagkerfinu með aðferðum og tækni sem þegar er fyrir hendi og hefur í raun engin teljandi áhrif á daglegt líf fólks. Gott dæmi um þetta eru rafbílar. Umhverfisvænna neyslumynstur er ekki íþyngjandi heldur felur það í sér ný tækifæri. Það þarf ekki að ganga á gæði jarðar. Frekari árangri verður að ná með samhentu átaki og Finnar hafa kortlagt leiðirnar í stefnu sinni. Minnka þarf áherslu fólks á að eiga hluti þegar betra er að deila þeim. Kosti fjórðu iðnbyltingarinnar með hraðara neti, öflugri tölvum og meiri sjálfvirkni þarf að nýtast til að efla hringrásarhagkerfið. Gera skal við og endurnýta en vörur þurfa að enda aftur hjá skapara sínum sem tekur ábyrgð á þeim og nýtir aftur. Hér er mikið í húfi, bæði umhverfislega og efnahagslega. Talið er að heildarverðmæti þess rafbúnaðar sem hent er árlega sé um 7500 milljarðar. Það er þrefalt virði alls silfurs sem framleitt er árlega í heiminum.[2] Hringrásarhugsun í matvælaframleiðslu er talin geta skapað um 2,7 trilljónir Bandaríkjadala í aukinn árlegan hagnað, minnkað árlega kolefnislosun um 4.3 milljarða tonna (sem er um 12% af árlegri heildarlosun) og komið í veg fyrir um 5 milljón ótímabærra dauðdaga á ári hverju með hollari mat, betra aðgengi að mat og umhverfisvænni nálgun á gæði jarðar.[3] Það er því til mikils að vinna, en langt er þó í land, eins og tölurnar sýna því miður. Aðeins um 9% af þeim aðföngum sem fara inn í hagkerfið eru endurnýtt.[4] Ruslatunnan er enn þá allt of stór. Hringrásarhagkerfi fæðist Starfsfólk Orku náttúrunnar leitar að og tekur þátt í þróun nýrra leiða til þess að nota minna og nýta betur í rekstrinum og við hvetjum til sparsemi í notkun framleiðsluafurðum okkar. Hvarvetna um þjóðfélagið, inni á heimilum og í fyrirtækjum sjáum við að hringrásarhugsunin er að skjóta rótum, kannski ekki síst núna í yfirstandandi hremmingum. Í Hollandi þróar gamalgróið fyrirtæki umhverfisvæna húsamálningu úr hörfræolíu. Á Akureyri er tekið við matarolíu í dunkum til þess að nýta sem eldsneyti. Með snjallmælum verður hægt að stýra notkun rafmagns betur og sveiflujafna hana með því til dæmis að hvetja fólk til þess að hlaða rafbíla á nóttunni gegn lægra verði. Þá þarf að virkja minna til að sinna sömu rafmagnsþörf. Við getum notað þessa undarlegu tíma til þess að hugsa út fyrir rammann. Skólpið þarf ekki endilega að fara út í sjó og koltvísýringur þarf ekki að fara út í andrúmsloftið. Nýta betur, nota minna, hugsa í hring. Það eru verkefnin sem blasa við okkur öllum á 21. öldinni. Nú þarf markvisst að efla þessa hugsun, með samhentu átaki fyrirtækja, hins opinbera, heimila og félagasamtaka. Nýja hagkerfið sem rís upp úr öldudalnum þarf að vera hringrásarhagkerfi. Höfundur er framkvæmdastýra Orku náttúrunnar. [1] Heimild: Leading the cycle: Finish road map to a circular economy 2016-2025. https://media.sitra.fi/2017/02/28142644/Selvityksia121.pdf [2] Heimild: A New Circular Vision for Electronics, Time for a Global Reboot. World Economic Forum, janúar 2019. https://www.weforum.org/reports/a-new-circular-vision-for-electronics-time-for-a-global-reboot. [3] Heimild: Cities and Circular Economy for Food. World Economic Forum, janúar 2019. https://www.ellenmacarthurfoundation.org/assets/downloads/Cities-and-Circular-Economy-for-Food_280119.pdf [4] Sjá: https://www.circularity-gap.world
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun