Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2020 15:39 Mótmælandi sem var handtekinn á fjöldasamkomu gegn öryggislögunum í haldi lögreglumanna í Hong Kong í gær. Vísir/EPA Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. Varaforseti Bandaríkjanna segir kínversk stjórnvöld hafa brotið alþjóðasamninga með lögunum. Nýju öryggislögin eru sögð þrengja mjög að lýðræði sem íbúum Hong Kong var lofað þegar Bretar skiluðu nýlendu sinni til Kína árið 1997. Með þeim verður andóf og undirróður gegn stjórnvöldum gerður saknæmur að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Öryggissveitir af meginlandi Kína fá jafnframt heimild til að athafna sig í Hong Kong óhindrað. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali í dag telja að lögin væru brot á alþjóðasáttmálum og að þau væru óásættanleg fyrir alla þá sem unna frelsi í heiminum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti refsiaðgerðir sem tengjast aðgerðum Kínverja gegn Hong Kong í gær. Með lögunum verður bönkum sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn refsað. Bresk stjórnvöld hafa einnig lýst þungum áhyggjum af lögunum og áhrifum þeirra á frelsi Hong Kong-búa. Boris Johnson, forsætisráðherra, telur þau skýrt og alvarlegt brot á samkomulagi Bretlands og Kína um Hong Kong frá árinu 1985. Með því áttu borgarbúar að njóta tiltekinna borgararéttinda í að minnsta kosti fimmtíu ár sem sérstakt stjórnsýslusvæði frá 1997. Bretar hafa nú boðið allt að þremur milljónum Hong Kong-búa landvistarleyfi og síðar ríkisborgararéttar. Aðgerðasinnar í Hong Kong skoða nú möguleikann á útlagaþingi til þess að halda málstað sínum á lofti. „Skuggaþing getur sent mjög skýr skilaboð til Beijing og yfirvalda í Hong Kong um að lýðræðið verði ekki upp á miskunn Beijing komið,“ segir Simon Cheng, baráttumaður fyrir lýðræði í Hong Kong, við Reuters-fréttastofuna. Hugmyndin sé enn á frumstigi og ekki liggi fyrir hvar það yrði staðsett. Cheng segist hafa flúið borgríkið eftir að kínverska leynilögreglan barði hann og pyntaði. Hann hlaut í framhaldinu hæli í Bretlandi. „Við ættum að standa með íbúum Hong Kong og styðja þá sem eru eftir í Hong Kong,“ segir Cheng. Hong Kong Kína Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Ríkisstjórn Boris Johnson hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. 2. júlí 2020 08:16 Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. 30. júní 2020 07:16 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. Varaforseti Bandaríkjanna segir kínversk stjórnvöld hafa brotið alþjóðasamninga með lögunum. Nýju öryggislögin eru sögð þrengja mjög að lýðræði sem íbúum Hong Kong var lofað þegar Bretar skiluðu nýlendu sinni til Kína árið 1997. Með þeim verður andóf og undirróður gegn stjórnvöldum gerður saknæmur að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Öryggissveitir af meginlandi Kína fá jafnframt heimild til að athafna sig í Hong Kong óhindrað. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali í dag telja að lögin væru brot á alþjóðasáttmálum og að þau væru óásættanleg fyrir alla þá sem unna frelsi í heiminum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti refsiaðgerðir sem tengjast aðgerðum Kínverja gegn Hong Kong í gær. Með lögunum verður bönkum sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn refsað. Bresk stjórnvöld hafa einnig lýst þungum áhyggjum af lögunum og áhrifum þeirra á frelsi Hong Kong-búa. Boris Johnson, forsætisráðherra, telur þau skýrt og alvarlegt brot á samkomulagi Bretlands og Kína um Hong Kong frá árinu 1985. Með því áttu borgarbúar að njóta tiltekinna borgararéttinda í að minnsta kosti fimmtíu ár sem sérstakt stjórnsýslusvæði frá 1997. Bretar hafa nú boðið allt að þremur milljónum Hong Kong-búa landvistarleyfi og síðar ríkisborgararéttar. Aðgerðasinnar í Hong Kong skoða nú möguleikann á útlagaþingi til þess að halda málstað sínum á lofti. „Skuggaþing getur sent mjög skýr skilaboð til Beijing og yfirvalda í Hong Kong um að lýðræðið verði ekki upp á miskunn Beijing komið,“ segir Simon Cheng, baráttumaður fyrir lýðræði í Hong Kong, við Reuters-fréttastofuna. Hugmyndin sé enn á frumstigi og ekki liggi fyrir hvar það yrði staðsett. Cheng segist hafa flúið borgríkið eftir að kínverska leynilögreglan barði hann og pyntaði. Hann hlaut í framhaldinu hæli í Bretlandi. „Við ættum að standa með íbúum Hong Kong og styðja þá sem eru eftir í Hong Kong,“ segir Cheng.
Hong Kong Kína Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Ríkisstjórn Boris Johnson hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. 2. júlí 2020 08:16 Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. 30. júní 2020 07:16 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Ríkisstjórn Boris Johnson hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. 2. júlí 2020 08:16
Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00
Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. 30. júní 2020 07:16