Ræða möguleikann á útlagaþingi Hong Kong Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2020 15:39 Mótmælandi sem var handtekinn á fjöldasamkomu gegn öryggislögunum í haldi lögreglumanna í Hong Kong í gær. Vísir/EPA Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. Varaforseti Bandaríkjanna segir kínversk stjórnvöld hafa brotið alþjóðasamninga með lögunum. Nýju öryggislögin eru sögð þrengja mjög að lýðræði sem íbúum Hong Kong var lofað þegar Bretar skiluðu nýlendu sinni til Kína árið 1997. Með þeim verður andóf og undirróður gegn stjórnvöldum gerður saknæmur að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Öryggissveitir af meginlandi Kína fá jafnframt heimild til að athafna sig í Hong Kong óhindrað. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali í dag telja að lögin væru brot á alþjóðasáttmálum og að þau væru óásættanleg fyrir alla þá sem unna frelsi í heiminum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti refsiaðgerðir sem tengjast aðgerðum Kínverja gegn Hong Kong í gær. Með lögunum verður bönkum sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn refsað. Bresk stjórnvöld hafa einnig lýst þungum áhyggjum af lögunum og áhrifum þeirra á frelsi Hong Kong-búa. Boris Johnson, forsætisráðherra, telur þau skýrt og alvarlegt brot á samkomulagi Bretlands og Kína um Hong Kong frá árinu 1985. Með því áttu borgarbúar að njóta tiltekinna borgararéttinda í að minnsta kosti fimmtíu ár sem sérstakt stjórnsýslusvæði frá 1997. Bretar hafa nú boðið allt að þremur milljónum Hong Kong-búa landvistarleyfi og síðar ríkisborgararéttar. Aðgerðasinnar í Hong Kong skoða nú möguleikann á útlagaþingi til þess að halda málstað sínum á lofti. „Skuggaþing getur sent mjög skýr skilaboð til Beijing og yfirvalda í Hong Kong um að lýðræðið verði ekki upp á miskunn Beijing komið,“ segir Simon Cheng, baráttumaður fyrir lýðræði í Hong Kong, við Reuters-fréttastofuna. Hugmyndin sé enn á frumstigi og ekki liggi fyrir hvar það yrði staðsett. Cheng segist hafa flúið borgríkið eftir að kínverska leynilögreglan barði hann og pyntaði. Hann hlaut í framhaldinu hæli í Bretlandi. „Við ættum að standa með íbúum Hong Kong og styðja þá sem eru eftir í Hong Kong,“ segir Cheng. Hong Kong Kína Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Ríkisstjórn Boris Johnson hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. 2. júlí 2020 08:16 Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. 30. júní 2020 07:16 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Lýðræðissinnar í Hong Kong eru sagðir íhuga að koma á fót óopinberu útlagaþingi utan borgarinnar til þess að tala máli lýðræðis og senda kínverskum stjórnvöldum skilaboðum eftir að umdeild öryggislög voru samþykkt. Varaforseti Bandaríkjanna segir kínversk stjórnvöld hafa brotið alþjóðasamninga með lögunum. Nýju öryggislögin eru sögð þrengja mjög að lýðræði sem íbúum Hong Kong var lofað þegar Bretar skiluðu nýlendu sinni til Kína árið 1997. Með þeim verður andóf og undirróður gegn stjórnvöldum gerður saknæmur að viðlögðu lífstíðarfangelsi. Öryggissveitir af meginlandi Kína fá jafnframt heimild til að athafna sig í Hong Kong óhindrað. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali í dag telja að lögin væru brot á alþjóðasáttmálum og að þau væru óásættanleg fyrir alla þá sem unna frelsi í heiminum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti refsiaðgerðir sem tengjast aðgerðum Kínverja gegn Hong Kong í gær. Með lögunum verður bönkum sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn refsað. Bresk stjórnvöld hafa einnig lýst þungum áhyggjum af lögunum og áhrifum þeirra á frelsi Hong Kong-búa. Boris Johnson, forsætisráðherra, telur þau skýrt og alvarlegt brot á samkomulagi Bretlands og Kína um Hong Kong frá árinu 1985. Með því áttu borgarbúar að njóta tiltekinna borgararéttinda í að minnsta kosti fimmtíu ár sem sérstakt stjórnsýslusvæði frá 1997. Bretar hafa nú boðið allt að þremur milljónum Hong Kong-búa landvistarleyfi og síðar ríkisborgararéttar. Aðgerðasinnar í Hong Kong skoða nú möguleikann á útlagaþingi til þess að halda málstað sínum á lofti. „Skuggaþing getur sent mjög skýr skilaboð til Beijing og yfirvalda í Hong Kong um að lýðræðið verði ekki upp á miskunn Beijing komið,“ segir Simon Cheng, baráttumaður fyrir lýðræði í Hong Kong, við Reuters-fréttastofuna. Hugmyndin sé enn á frumstigi og ekki liggi fyrir hvar það yrði staðsett. Cheng segist hafa flúið borgríkið eftir að kínverska leynilögreglan barði hann og pyntaði. Hann hlaut í framhaldinu hæli í Bretlandi. „Við ættum að standa með íbúum Hong Kong og styðja þá sem eru eftir í Hong Kong,“ segir Cheng.
Hong Kong Kína Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Ríkisstjórn Boris Johnson hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. 2. júlí 2020 08:16 Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05 Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. 30. júní 2020 07:16 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Ríkisstjórn Boris Johnson hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. 2. júlí 2020 08:16
Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. 2. júlí 2020 06:05
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00
Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. 30. júní 2020 07:16