Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 10:12 Öryggisverðir við inngang ráðstefnumiðstöðvar í Beijing sem kínversk stjórnvöld hafa breytt í sóttvarnamiðstöð þar sem fólk sem kemur til landsins er skimað fyrir veirunni. Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Með þessu vilja stjórnvöld bregðast við því meirihluti nýrra smita kórónuveiru sem greinast í landinu koma utan frá. Tugir þúsunda Kínverja smituðust af kórónuveirunni eftir að hún skaut fyrst upp kollinum í borginni Wuhan í desember. Yfirvöld gripu til harðra aðgerða og er faraldurinn nú talinn í rénun á þeim svæðum sem hann var sem skæðastur. Nú er svo komið að flestir þeirra sem greinast með veiruna er fólk sem kom erlendis frá. Reuters-fréttastofan segir ný stefna kínverskra stjórnvalda um að setja alla ferðalanga í sóttkví taki gildi klukkan 12:01 að staðartíma á morgun. Ráðstefnumiðstöð í Bejing hefur verið breytt í sóttvarnamiðstöð þar sem farþegar sem koma til landsins eru skimaðir fyrir kórónuveirunni. Þeir sem greinast með einkenni eru fluttir á sjúkrahús en aðrir eru sendir í sóttkví, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjöldi ríkja hefur gripið til ferðatakmarkana til að freista þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Bandaríkin takmarka ferðir fólks frá Evrópu og Kína. Danmörk og Noregur hafa komið á enn strangara ferðabanni. Spánn og Frakkland hafa fylgt í kjölfarið. Allir ferðamenn sem koma til Ástralíu eru nú skyldaðir til að fara í fjórtán daga heimasóttkví eftir klukkan 13:00 að íslenskum tíma í dag. Scott Morrison, forsætisráðherra, tilkynnti jafnframt að skemmtiferðaskip fengju ekki að koma til landsins næstu þrjátíu dagana. Allar guðsþjónustur Frans páfa kaþólsku kirkjunnar yfir páskahátíðina í næsta mánuði fara fram án messugesta. Tugir þúsunda kaþólikka flykkjast til Ítalíu yfir páska á hverju ári og er ákvörðun Páfagarðs sögð fordæmalaus á síðari tímum. Enn fleiri ríki hafa bannað samkomur stærri hópa, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Bannið á Íslandi tekur gildi á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Danmörk Noregur Tengdar fréttir Ringulreið á bandaríkum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. 15. mars 2020 07:57 Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. 14. mars 2020 23:14 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira
Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Með þessu vilja stjórnvöld bregðast við því meirihluti nýrra smita kórónuveiru sem greinast í landinu koma utan frá. Tugir þúsunda Kínverja smituðust af kórónuveirunni eftir að hún skaut fyrst upp kollinum í borginni Wuhan í desember. Yfirvöld gripu til harðra aðgerða og er faraldurinn nú talinn í rénun á þeim svæðum sem hann var sem skæðastur. Nú er svo komið að flestir þeirra sem greinast með veiruna er fólk sem kom erlendis frá. Reuters-fréttastofan segir ný stefna kínverskra stjórnvalda um að setja alla ferðalanga í sóttkví taki gildi klukkan 12:01 að staðartíma á morgun. Ráðstefnumiðstöð í Bejing hefur verið breytt í sóttvarnamiðstöð þar sem farþegar sem koma til landsins eru skimaðir fyrir kórónuveirunni. Þeir sem greinast með einkenni eru fluttir á sjúkrahús en aðrir eru sendir í sóttkví, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjöldi ríkja hefur gripið til ferðatakmarkana til að freista þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Bandaríkin takmarka ferðir fólks frá Evrópu og Kína. Danmörk og Noregur hafa komið á enn strangara ferðabanni. Spánn og Frakkland hafa fylgt í kjölfarið. Allir ferðamenn sem koma til Ástralíu eru nú skyldaðir til að fara í fjórtán daga heimasóttkví eftir klukkan 13:00 að íslenskum tíma í dag. Scott Morrison, forsætisráðherra, tilkynnti jafnframt að skemmtiferðaskip fengju ekki að koma til landsins næstu þrjátíu dagana. Allar guðsþjónustur Frans páfa kaþólsku kirkjunnar yfir páskahátíðina í næsta mánuði fara fram án messugesta. Tugir þúsunda kaþólikka flykkjast til Ítalíu yfir páska á hverju ári og er ákvörðun Páfagarðs sögð fordæmalaus á síðari tímum. Enn fleiri ríki hafa bannað samkomur stærri hópa, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Bannið á Íslandi tekur gildi á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Danmörk Noregur Tengdar fréttir Ringulreið á bandaríkum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. 15. mars 2020 07:57 Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. 14. mars 2020 23:14 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira
Ringulreið á bandaríkum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01
Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. 15. mars 2020 07:57
Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. 14. mars 2020 23:14