Og svo deyjum við… Friðrik Agni Árnason skrifar 14. ágúst 2020 08:30 Hvenær staldraðir þú síðast við og spurðir þig hvað í fjandanum þú sért að gera? Hver er tilgangurinn? Ekkert okkar veit neitt í okkar haus. Svona í rauninni. Ekkert sem við gerum meikar endilega einhvern sens og þess vegna erum við alltaf að reyna búa til sens úr hlutunum sem við erum að gera. Við erum að leita að ástríðu okkar eins og hún sé fjársjóður falinn einhversstaðar við enda regnbogadruslu sem við svo aldrei finnum nema kannski sumir ,,heppnir”. Hve oft heyrum við okkur sjálf og aðra í kringum okkur segja: Já ég er bara að leita svolítið að sjálfum/sjálfri mér og hvað mig langar að gera. Ef við pælum samt í því. Hversu líklegt er að við vitum ekki sjálf hver okkar eigin ástríða er? Það er ömurlega glatað að vita það ekki. Það er eðlilegt en samt ótrúlega glatað. En er ekki líklegra að við vitum nákvæmlega hver hún er en höfum ekki kjarkinn til að fylgja henni eftir? Ástríða okkar sprettur að innan og ef við gefum okkur tíma og rými til að hlusta þá vitum við nákvæmlega hver hún er. Flest okkar erum bara of föst inn í mynstri heimssamfélagsins sem hefur búið til kassa og form sem við reynum af mesta megni að passa inn í. Sumir eru jafnvel tilbúnir að berjast fram í rauðan dauðann til að komast inn í kassann, bókstaflega. Þeir fatta kannski loksins í framhaldslífinu að sú barátta þjónaði engum tilgangi og þeir dóu til einskis. Það er ekki merkingin sem ég vil með mínum dauða. Fyrst ég þarf endilega að deyja þá vil ég allavega deyja með tilgangi. Og til þess að deyja með tilgangi þá þarf ég að lifa með tilgangi. Það er auðveldara að eltast við mynstur samfélagsins heldur en að horfast í augu við innri ástríðu og búa til sitt eigið mynstur. Það er ekki kassi eða hringur. Það er kannski bara flækjukúla. Og flækjukúlur hræða okkur. En við deyjum svo öll. Jafnvel þó þú farir í stríð fyrir málstað sem er ekki einu sinni þinn eigin málstaður og kemst hjá því að deyja þá deyrðu samt einhverntímann seinna. Því miður. Það er bara staðreynd. Við sem erum lifandi akkúrat núna á jörðinni eigum það sameiginlegt að við erum lifandi hér og nú á sama stað og tíma. Genin okkar eru ólík en það sem tengir okkur öll er að við höfum sömu örlög. Dauði. En okkar eigin tilgangur er skilgreindur af okkur sjálfum og okkur einum. Engin annar veit hver ástríða okkar er. Mér finnst yndislegt að tala við eldra fólk. Semsagt mjög gamalt fólk. Og heyra og skynja enga eftirsjá í því heldur einungis sátt og þakklæti. Manneskjan hefur kannski aldrei átt flottasta húsið, bílinn, ferðast mest eða átt margar milljónir í veskinu. En manneskjan hefur enga eftirsjá í hjartanu. Ég heimsótti þannig konu um daginn. Það komu augnablik í samtalinu sem hreinlega gáfu mér sting í hjartað af innblæstri; Ekkert stress, engar áhyggjur, þetta var allt bara svona eins og gengur. „Ég lufsast þetta svona áfram…” Og svo bara kemur minn tími. Hún sagði þetta síðasta kannski ekki en mér fannst það bergmála í loftinu og það var fallegt. Í dag svífur yfir okkur einhver óvissa, óöryggi og hræðsla. Gæti verið að undir öllu veiru veseninu sé þetta í grunninn sama hræðslan og við höfum alltaf haft? Hræðslan við endalokin? Veiran (sem er ekki einu sinni það skæð í sjálfu sér miðað við margt annað) er samt sem áður áminningin á vanmátt okkar gagnvart eigin dauða. Veiran er alltaf nálægt. Hún var það líka áður en hún flaug frá Kína. Allt sem við gerum og gerðum meikar engan sens í stóra samhenginu. Það er samt einmitt full ástæða til þess að gera allavega eitthvað og ekki deyja í tilgangsleysi. Þó að ekkert sem þú gerir skipti í raun máli þá getur þú alveg eins gert eitthvað eins og að gera ekkert, ekki satt? Nokkra hluti hef ég uppgötvað um sjálfan mig. Ég hef fundið út að ég skrifa mikið og hef alltaf skrifað. Ég kann það ekkert endilega en ég geri það bara samt. Sumt er flott og meikar kannski einhvern sens. Annað er glatað og er í skúffum. Það eru þó mín skrif og minn sannleikur. Ég dansa og kenni dans og geri það af einlægni. Ég tala út frá mínum sannleika og ég hvet aðra til dáða af einlægni. Stundum hugsa ég að ef við reynum öll eftir okkar bestu vitund að lifa í einlægni og sannleika, lærum og þroskumst sem ein heild að þá séum við nýta tímann okkar hérna betur. Í staðinn fyrir að reyna vera ódauðleg og hvort öðru merkilegri. Gera eitthvað í stað þess að gera ekkert. Því tíminn rennur út hvort sem er. Sem minnir mig á það. Ég þarf að hringja símtal sem ég hef verið hræddur við að hringja. Það tengist ástríðu minni og ég gæti fengið höfnun á hinum enda símalínunnar. En ég meina. Það skiptir ekki máli. Hvað er það versta sem kemur fyrir? Ef ég dey í miðju símtali þá dey ég allavega við að fylgja ástríðu minni og verð ekki bitur draugur í kassa. Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvenær staldraðir þú síðast við og spurðir þig hvað í fjandanum þú sért að gera? Hver er tilgangurinn? Ekkert okkar veit neitt í okkar haus. Svona í rauninni. Ekkert sem við gerum meikar endilega einhvern sens og þess vegna erum við alltaf að reyna búa til sens úr hlutunum sem við erum að gera. Við erum að leita að ástríðu okkar eins og hún sé fjársjóður falinn einhversstaðar við enda regnbogadruslu sem við svo aldrei finnum nema kannski sumir ,,heppnir”. Hve oft heyrum við okkur sjálf og aðra í kringum okkur segja: Já ég er bara að leita svolítið að sjálfum/sjálfri mér og hvað mig langar að gera. Ef við pælum samt í því. Hversu líklegt er að við vitum ekki sjálf hver okkar eigin ástríða er? Það er ömurlega glatað að vita það ekki. Það er eðlilegt en samt ótrúlega glatað. En er ekki líklegra að við vitum nákvæmlega hver hún er en höfum ekki kjarkinn til að fylgja henni eftir? Ástríða okkar sprettur að innan og ef við gefum okkur tíma og rými til að hlusta þá vitum við nákvæmlega hver hún er. Flest okkar erum bara of föst inn í mynstri heimssamfélagsins sem hefur búið til kassa og form sem við reynum af mesta megni að passa inn í. Sumir eru jafnvel tilbúnir að berjast fram í rauðan dauðann til að komast inn í kassann, bókstaflega. Þeir fatta kannski loksins í framhaldslífinu að sú barátta þjónaði engum tilgangi og þeir dóu til einskis. Það er ekki merkingin sem ég vil með mínum dauða. Fyrst ég þarf endilega að deyja þá vil ég allavega deyja með tilgangi. Og til þess að deyja með tilgangi þá þarf ég að lifa með tilgangi. Það er auðveldara að eltast við mynstur samfélagsins heldur en að horfast í augu við innri ástríðu og búa til sitt eigið mynstur. Það er ekki kassi eða hringur. Það er kannski bara flækjukúla. Og flækjukúlur hræða okkur. En við deyjum svo öll. Jafnvel þó þú farir í stríð fyrir málstað sem er ekki einu sinni þinn eigin málstaður og kemst hjá því að deyja þá deyrðu samt einhverntímann seinna. Því miður. Það er bara staðreynd. Við sem erum lifandi akkúrat núna á jörðinni eigum það sameiginlegt að við erum lifandi hér og nú á sama stað og tíma. Genin okkar eru ólík en það sem tengir okkur öll er að við höfum sömu örlög. Dauði. En okkar eigin tilgangur er skilgreindur af okkur sjálfum og okkur einum. Engin annar veit hver ástríða okkar er. Mér finnst yndislegt að tala við eldra fólk. Semsagt mjög gamalt fólk. Og heyra og skynja enga eftirsjá í því heldur einungis sátt og þakklæti. Manneskjan hefur kannski aldrei átt flottasta húsið, bílinn, ferðast mest eða átt margar milljónir í veskinu. En manneskjan hefur enga eftirsjá í hjartanu. Ég heimsótti þannig konu um daginn. Það komu augnablik í samtalinu sem hreinlega gáfu mér sting í hjartað af innblæstri; Ekkert stress, engar áhyggjur, þetta var allt bara svona eins og gengur. „Ég lufsast þetta svona áfram…” Og svo bara kemur minn tími. Hún sagði þetta síðasta kannski ekki en mér fannst það bergmála í loftinu og það var fallegt. Í dag svífur yfir okkur einhver óvissa, óöryggi og hræðsla. Gæti verið að undir öllu veiru veseninu sé þetta í grunninn sama hræðslan og við höfum alltaf haft? Hræðslan við endalokin? Veiran (sem er ekki einu sinni það skæð í sjálfu sér miðað við margt annað) er samt sem áður áminningin á vanmátt okkar gagnvart eigin dauða. Veiran er alltaf nálægt. Hún var það líka áður en hún flaug frá Kína. Allt sem við gerum og gerðum meikar engan sens í stóra samhenginu. Það er samt einmitt full ástæða til þess að gera allavega eitthvað og ekki deyja í tilgangsleysi. Þó að ekkert sem þú gerir skipti í raun máli þá getur þú alveg eins gert eitthvað eins og að gera ekkert, ekki satt? Nokkra hluti hef ég uppgötvað um sjálfan mig. Ég hef fundið út að ég skrifa mikið og hef alltaf skrifað. Ég kann það ekkert endilega en ég geri það bara samt. Sumt er flott og meikar kannski einhvern sens. Annað er glatað og er í skúffum. Það eru þó mín skrif og minn sannleikur. Ég dansa og kenni dans og geri það af einlægni. Ég tala út frá mínum sannleika og ég hvet aðra til dáða af einlægni. Stundum hugsa ég að ef við reynum öll eftir okkar bestu vitund að lifa í einlægni og sannleika, lærum og þroskumst sem ein heild að þá séum við nýta tímann okkar hérna betur. Í staðinn fyrir að reyna vera ódauðleg og hvort öðru merkilegri. Gera eitthvað í stað þess að gera ekkert. Því tíminn rennur út hvort sem er. Sem minnir mig á það. Ég þarf að hringja símtal sem ég hef verið hræddur við að hringja. Það tengist ástríðu minni og ég gæti fengið höfnun á hinum enda símalínunnar. En ég meina. Það skiptir ekki máli. Hvað er það versta sem kemur fyrir? Ef ég dey í miðju símtali þá dey ég allavega við að fylgja ástríðu minni og verð ekki bitur draugur í kassa. Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar