Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2020 20:12 Hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir eru bændur í Borgum í Kollavík. Kollavíkurvatn sést fyrir aftan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn, og leggur frá honum mikla brák. Silungur, sem bændurnir óttuðust að missa, veiðist þó enn í vatninu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Kollavík er á norðausturhorni landsins, sunnan við Raufarhöfn. Þar eru tveir sveitabæir og þar til í vetur er ekki vitað til að þessi afskekkta vík við Þistilfjörð hafi ratað í fréttir landsfjölmiðla. En svo gerðist það í illviðri í desember að skarð rofnaði í sjávarkamb, sem kallast Mölin. Við það tók sjór að flæða inn í Kollavíkurvatn, sem Mölin hafði áður girt fyrir. Skarðið sem myndaðist í sjávarkambinn í illviðrinu í desember. Kollavíkurvatn fyrir innan virðist við það hafa breyst úr stöðuvatni í sjávarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjónin á bænum Borgum, þau Vigdís Sigurðardóttir og Eiríkur Kristjánsson, lýstu óveðrinu fyrir jól sem hamförum. „Þetta var ofboðslegt hvassviðri,“ rifjar Vigdís upp. „Það var meira brim en hefur gert hérna áður. Það hefur oft verið miklu hvassara en þetta,“ segir Eiríkur. „Ég hugsa að hann hafi legið í 32 metrum á sekúndu hérna,“ segir Vigdís Fjórum mánuðum seinna, í apríl, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauður búrhvalur sást á reki í Kollavíkurvatni en hann liggur núna strandaður innan við Mölina. Búrhvalurinn í Kollavíkurvatni liggur við Mölina innanverða. Líklegast þykir að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið sem myndaðist í desember.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stöðuvatnið Kollavíkurvatn var áður með fersku vatni en hefur núna breyst í brimsalt sjávarlón. „Það er orðið bara svipað og sjórinn,“ segir Eiríkur. „Það er allt orðið salt. Það var áður bara selta út við Möl,“ segir Vigdís. Og núna gætir flóðs og fjöru í Kollavíkurvatni, sem ekki gerði áður. Kollavíkurvatn var áður rómað fyrir silungsveiði, sem bændur nýttu til matar og höfðu einnig hlunnindi af sölu veiðileyfa. „Það var talað um að það væri mikill silungur í vatninu. Svo lagði ég í það um daginn og það er svipaður silungur og hefur alltaf verið,“ segir Eiríkur en tekur fram að á hinum bænum, Kollavík, hafi bændurnir þó engan silung fengið. Þeir sitja hins vegar uppi með hvalinn. „Ég þorði ekkert að eiga við hann. Því þetta geta orðið óþægindi að hafa hann, sko,“ segir Eiríkur. Sjá má að brák leggur frá úldnandi hvalnum í átt að bæjunum. Þau hjónin finna þó enga ólykt. „Hann er það langt í burtu. Það gætir ekki hérna,“ segir Vigdís. Hér má frétt Stöðvar 2. Svalbarðshreppur Landbúnaður Veður Stangveiði Tengdar fréttir Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn, og leggur frá honum mikla brák. Silungur, sem bændurnir óttuðust að missa, veiðist þó enn í vatninu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Kollavík er á norðausturhorni landsins, sunnan við Raufarhöfn. Þar eru tveir sveitabæir og þar til í vetur er ekki vitað til að þessi afskekkta vík við Þistilfjörð hafi ratað í fréttir landsfjölmiðla. En svo gerðist það í illviðri í desember að skarð rofnaði í sjávarkamb, sem kallast Mölin. Við það tók sjór að flæða inn í Kollavíkurvatn, sem Mölin hafði áður girt fyrir. Skarðið sem myndaðist í sjávarkambinn í illviðrinu í desember. Kollavíkurvatn fyrir innan virðist við það hafa breyst úr stöðuvatni í sjávarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjónin á bænum Borgum, þau Vigdís Sigurðardóttir og Eiríkur Kristjánsson, lýstu óveðrinu fyrir jól sem hamförum. „Þetta var ofboðslegt hvassviðri,“ rifjar Vigdís upp. „Það var meira brim en hefur gert hérna áður. Það hefur oft verið miklu hvassara en þetta,“ segir Eiríkur. „Ég hugsa að hann hafi legið í 32 metrum á sekúndu hérna,“ segir Vigdís Fjórum mánuðum seinna, í apríl, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauður búrhvalur sást á reki í Kollavíkurvatni en hann liggur núna strandaður innan við Mölina. Búrhvalurinn í Kollavíkurvatni liggur við Mölina innanverða. Líklegast þykir að honum hafi skolað inn í gegnum skarðið sem myndaðist í desember.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stöðuvatnið Kollavíkurvatn var áður með fersku vatni en hefur núna breyst í brimsalt sjávarlón. „Það er orðið bara svipað og sjórinn,“ segir Eiríkur. „Það er allt orðið salt. Það var áður bara selta út við Möl,“ segir Vigdís. Og núna gætir flóðs og fjöru í Kollavíkurvatni, sem ekki gerði áður. Kollavíkurvatn var áður rómað fyrir silungsveiði, sem bændur nýttu til matar og höfðu einnig hlunnindi af sölu veiðileyfa. „Það var talað um að það væri mikill silungur í vatninu. Svo lagði ég í það um daginn og það er svipaður silungur og hefur alltaf verið,“ segir Eiríkur en tekur fram að á hinum bænum, Kollavík, hafi bændurnir þó engan silung fengið. Þeir sitja hins vegar uppi með hvalinn. „Ég þorði ekkert að eiga við hann. Því þetta geta orðið óþægindi að hafa hann, sko,“ segir Eiríkur. Sjá má að brák leggur frá úldnandi hvalnum í átt að bæjunum. Þau hjónin finna þó enga ólykt. „Hann er það langt í burtu. Það gætir ekki hérna,“ segir Vigdís. Hér má frétt Stöðvar 2.
Svalbarðshreppur Landbúnaður Veður Stangveiði Tengdar fréttir Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30
Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31