Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2020 13:10 Fyrirtækið er með starfsleyfi frá Ferðamálastofu. Vísir/birgir Ferðamálastofa hefur óskað eftir skýringum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland um ástæður þess að ákveðið var að fara með 39 manna hóp í skipulagða vélsleðaferð á Langjökul þrátt fyrir viðvaranir og slæma veðurspá. Þetta staðfestir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við Vísi. „Við höfðum samband við fyrirtækið í morgun og óskuðum eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að ákveðið var að fara í þessa ferð. Okkur hefur þegar borist afrit af öryggisáætluninni og svo eigum við von á skýringun fyrirtæksins á næstu dögum. En það er okkar afstaða þarna hafi ekki verið farið eftir þeim reglum sem gilda um öryggisáætlanir.“ Fyrirtækið er með starfsleyfi frá Ferðamálastofu en Skarphéðinn segir það of snemmt að segja til það hvort að fyrirtækið verði svipt starfsleyfi. Hann segir mjög ítarlegar lagaskyldur gilda um öryggismál og að það sé skylda yfirvalda að tryggja að þeim sé fylgt. Skarphéðinn Berg Steinarsson.Ferðamálastofa Fólki ani ekki út í einhverja vitleysu Skarphéðinn segir mestu skipta að fólkið hafi komist til byggða og að menn séu nokkuð heilir. „Þetta þarf að skoða vandlega svo að fólk sé ekki að ana út í einhverja vitleysu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lagt er í vélsleðaferð á vegum fyrirtæksins, þrátt fyrir viðvaranir um slæmt veður. Eru þrjú ár síðan hjón týndust í ferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins, en þá, líkt og nú, var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32 Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. 8. janúar 2020 12:07 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Ferðamálastofa hefur óskað eftir skýringum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland um ástæður þess að ákveðið var að fara með 39 manna hóp í skipulagða vélsleðaferð á Langjökul þrátt fyrir viðvaranir og slæma veðurspá. Þetta staðfestir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við Vísi. „Við höfðum samband við fyrirtækið í morgun og óskuðum eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að ákveðið var að fara í þessa ferð. Okkur hefur þegar borist afrit af öryggisáætluninni og svo eigum við von á skýringun fyrirtæksins á næstu dögum. En það er okkar afstaða þarna hafi ekki verið farið eftir þeim reglum sem gilda um öryggisáætlanir.“ Fyrirtækið er með starfsleyfi frá Ferðamálastofu en Skarphéðinn segir það of snemmt að segja til það hvort að fyrirtækið verði svipt starfsleyfi. Hann segir mjög ítarlegar lagaskyldur gilda um öryggismál og að það sé skylda yfirvalda að tryggja að þeim sé fylgt. Skarphéðinn Berg Steinarsson.Ferðamálastofa Fólki ani ekki út í einhverja vitleysu Skarphéðinn segir mestu skipta að fólkið hafi komist til byggða og að menn séu nokkuð heilir. „Þetta þarf að skoða vandlega svo að fólk sé ekki að ana út í einhverja vitleysu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lagt er í vélsleðaferð á vegum fyrirtæksins, þrátt fyrir viðvaranir um slæmt veður. Eru þrjú ár síðan hjón týndust í ferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins, en þá, líkt og nú, var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32 Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. 8. janúar 2020 12:07 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32
Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. 8. janúar 2020 12:07