Kjarasamningur SGS og sveitarfélaganna Flosi Eiríksson skrifar 18. janúar 2020 12:06 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) skrifaði undir, fyrir hönd 17 aðildarfélaga sinna, undir nýja kjarasamning við sveitarfélögin síðastliðinn fimmtudag. Samningar milli aðila hafa verið lausir í tæpa 10 mánuði og er það með öllu óásættanlegt að samningaviðræður hafi svo tekið allan þennan tíma. Ekki er ástæða til að rekja hér gang viðræðnanna en það er þó rétt að halda til að haga að afstaða sveitarfélaganna til kröfu SGS um jöfnun lífeyrisréttinda stöðvaði viðræður um tíma, og leiddi m.a. af sér málaferli fyrir félagsdómi og Hæstarétti. Vinna í vaktavinnuhóp allra aðila á opinberum markaði sem er ætlað að koma með tillögur um breytingar á því sviði hefur líka tekið alltof langan tíma. Þar hefur samninganefnd ríkisins ekki sinnt sínu forystuhlutverki og bera fulla ábyrgð á þeim drætti. SGS taldi að ekki væri hægt að láta fólk bíða eftir launahækkunum þangað til að það kæmi niðurstaða í þeim málum. Helstu atriðin í nýja kjarasamningnum eru: • Laun hækka um 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022. Þann 1. janúar 2023 hækka laun í samræmi við hækkanir á almennum vinnumarkaði. • Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. • Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. • Stofnaður verður sérstakur Félagsmannasjóður með það markmið að stíga skref til jöfnunar lífeyrisréttinda milli starfsmanna á almennum vinnumarkaði og opinberra starfsmanna. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er úthlutað úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður nú í ár og fá allir félagsmenn í fullu starfi greiddar 61.000 kr. Starfsmenn sem eru ekki í fullu starfi fá greiðslu miðað við starfstíma og starfshlutfall. • Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám. • Hér hefur bara verið drepið á nokkur atriði í samningum en í honum eru fjölmörg önnur atriði sem bæta kjör og stöðu okkar féalgsmanna. Hægt er að kynna sér samninginn í heild á heimasíðu SGS (sgs.is) eða hjá einstökum félögum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst 3. febrúar og líkur 9. febrúar. Ég vil hvetja alla félagsmenn sem starfa eftir þessum samningi að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) skrifaði undir, fyrir hönd 17 aðildarfélaga sinna, undir nýja kjarasamning við sveitarfélögin síðastliðinn fimmtudag. Samningar milli aðila hafa verið lausir í tæpa 10 mánuði og er það með öllu óásættanlegt að samningaviðræður hafi svo tekið allan þennan tíma. Ekki er ástæða til að rekja hér gang viðræðnanna en það er þó rétt að halda til að haga að afstaða sveitarfélaganna til kröfu SGS um jöfnun lífeyrisréttinda stöðvaði viðræður um tíma, og leiddi m.a. af sér málaferli fyrir félagsdómi og Hæstarétti. Vinna í vaktavinnuhóp allra aðila á opinberum markaði sem er ætlað að koma með tillögur um breytingar á því sviði hefur líka tekið alltof langan tíma. Þar hefur samninganefnd ríkisins ekki sinnt sínu forystuhlutverki og bera fulla ábyrgð á þeim drætti. SGS taldi að ekki væri hægt að láta fólk bíða eftir launahækkunum þangað til að það kæmi niðurstaða í þeim málum. Helstu atriðin í nýja kjarasamningnum eru: • Laun hækka um 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022. Þann 1. janúar 2023 hækka laun í samræmi við hækkanir á almennum vinnumarkaði. • Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar. • Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi. • Stofnaður verður sérstakur Félagsmannasjóður með það markmið að stíga skref til jöfnunar lífeyrisréttinda milli starfsmanna á almennum vinnumarkaði og opinberra starfsmanna. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er úthlutað úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður nú í ár og fá allir félagsmenn í fullu starfi greiddar 61.000 kr. Starfsmenn sem eru ekki í fullu starfi fá greiðslu miðað við starfstíma og starfshlutfall. • Tekið er upp nýtt ákvæði að félagsmenn sem starfað hafa samfellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í samtals í þrjá mánuði til að stunda viðurkennt starfsnám. • Hér hefur bara verið drepið á nokkur atriði í samningum en í honum eru fjölmörg önnur atriði sem bæta kjör og stöðu okkar féalgsmanna. Hægt er að kynna sér samninginn í heild á heimasíðu SGS (sgs.is) eða hjá einstökum félögum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst 3. febrúar og líkur 9. febrúar. Ég vil hvetja alla félagsmenn sem starfa eftir þessum samningi að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar