Lenging fæðingarorlofs gagnast öllum Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 29. janúar 2020 09:00 Því meira sem við þroskumst sem samfélag og því meira sem við lærum um okkur sjálf kemur betur og betur í ljós hversu miklu máli fyrstu ár ævinnar skipta fyrir þroska barna. Þá verðum við sérstaklega meðvitaðri eftir því sem tímanum líður um mikilvægi þess að börn tengist báðum foreldrum sínum á þessum fyrstu árum. Það eru til dæmis ekki nema 22 ár síðan lög um feðraorlof tóku gildi hér á landi og þá áttu feður rétt á tveimur mánuðum í orlof með nýfæddum börnum sínum. Lenging fæðingarorlofs varð að lögum á síðasta degi þingsins fyrir jól. Breytingarnar sem lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði taka gildi í tveimur skrefum, í 10 mánuði frá áramótum og í 12 mánuði frá 1. janúar 2021. Grundvallarhugsunin í lögunum breytist ekki. Áfram er um að ræða sjálfstæðan rétt hvors foreldris fyrir sig, og áfram er hluti orlofsins tekinn eftir ákvörðun foreldranna sjálfra. Með breytingunni skipar Ísland sér enn í fremstu röð hvað þessi réttindi varðar, og réttur beggja foreldra er tryggður. Íslenski lagaramminn er jafnréttismiðaður, og áfram er fæðingarorlofskerfið fjármagnað í gegnum tryggingargjald sem tekið er af öllum launamönnum. Þannig er tryggt að kyn eða væntingar um barneignir ráði ekki för við ráðningar starfsfólks, og allir launamenn eiga réttinn vísan. Í tengslum við lífskjarasamningana var lögð mikil áhersla á af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að málið yrði klárað nú. Lenging fæðingarorlofs er eitt skref í þá átt að brúa umönnunarbilið, þ.e. tímann frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst að á leikskóla. Þeirri vinnu er ekki lokið, en sveitarfélögin mörg hver hafa stigið skref í þá átt að taka inn yngri börn til að koma til móts við fjölskyldur. Með lengingunni er einnig tryggt að hvert barn eigi rétt á samvistum við bæði foreldri á fyrsta ári ævinnar. Skiptingin þarf að vera skynsamleg Nokkuð var rætt um hver skipting orlofsins ætti að vera, þ.e. hve langt ætti að ganga í að skilgreina þá 12 mánuði sem á endanum verða til reiðu eftir fæðingu hvers barns. Í allri slíkri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að fæðingarorlof er mikilvægt tól til að útrýma launamun kynjanna. Þegar um gagnkynja pör er að ræða taka feður miklu síður orlof og í langflestum tilfellum eru það konur sem nýta sameiginlegan rétt foreldra. Sú niðurstaða að tryggja áfram að meginhluti orlofsins sé skilgreindur, en jafnframt að foreldrum sé eftirlátinn viss sveigjanleiki, er að mínu mati skynsamleg Lenging fæðingarorlofsins hefur um langt skeið verið baráttumál VG og fleiri stjórnmálaflokka, og er nú samþykkt á Alþingi í annað sinn. Hið fyrra var í vinstri stjórninni 2009-2013, en afturkallað áður en það kom til framkvæmda eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum. Málið var svo tekið inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og er eitt af stærstu réttindamálum sem samþykkt hafa verið á kjörtímabilinu. Málið var samþykkt samhljóða, með öllum greiddum atkvæðum nú, sem er mikið fagnaðarefni. Nú stendur yfir heildarendurskoðun á fæðingarorlofslögunum og í þeirri endurskoðun verður vafalítið tekið á mörgum þeirra álitaefna sem upp komu við umræður í þinginu nú. Þar má til að mynda nefna réttindi þar sem aðeins er eitt foreldri, eða aðeins eitt foreldri sem hefur getu eða vilja til að sinna barninu, auknir möguleikar til að dreifa orlofinu yfir lengri tíma auk fleiri atriða. Félags- og barnamálaráðherra mun flytja slíkt frumvarp næsta haust. Að þeirri endurskoðun þurfa að koma fulltrúar margra samfélagshópa auk aðila vinnumarkaðarins. Markmiðið er að íslensk fæðingarorlofslöggjöf verði með þeirri framsæknustu sem gerist. Fyrst og fremst eiga lög um fæðingarorlof að snúa að velferð barna. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Börn og uppeldi Fjölskyldumál Fæðingarorlof Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Því meira sem við þroskumst sem samfélag og því meira sem við lærum um okkur sjálf kemur betur og betur í ljós hversu miklu máli fyrstu ár ævinnar skipta fyrir þroska barna. Þá verðum við sérstaklega meðvitaðri eftir því sem tímanum líður um mikilvægi þess að börn tengist báðum foreldrum sínum á þessum fyrstu árum. Það eru til dæmis ekki nema 22 ár síðan lög um feðraorlof tóku gildi hér á landi og þá áttu feður rétt á tveimur mánuðum í orlof með nýfæddum börnum sínum. Lenging fæðingarorlofs varð að lögum á síðasta degi þingsins fyrir jól. Breytingarnar sem lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði taka gildi í tveimur skrefum, í 10 mánuði frá áramótum og í 12 mánuði frá 1. janúar 2021. Grundvallarhugsunin í lögunum breytist ekki. Áfram er um að ræða sjálfstæðan rétt hvors foreldris fyrir sig, og áfram er hluti orlofsins tekinn eftir ákvörðun foreldranna sjálfra. Með breytingunni skipar Ísland sér enn í fremstu röð hvað þessi réttindi varðar, og réttur beggja foreldra er tryggður. Íslenski lagaramminn er jafnréttismiðaður, og áfram er fæðingarorlofskerfið fjármagnað í gegnum tryggingargjald sem tekið er af öllum launamönnum. Þannig er tryggt að kyn eða væntingar um barneignir ráði ekki för við ráðningar starfsfólks, og allir launamenn eiga réttinn vísan. Í tengslum við lífskjarasamningana var lögð mikil áhersla á af hálfu verkalýðshreyfingarinnar að málið yrði klárað nú. Lenging fæðingarorlofs er eitt skref í þá átt að brúa umönnunarbilið, þ.e. tímann frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst að á leikskóla. Þeirri vinnu er ekki lokið, en sveitarfélögin mörg hver hafa stigið skref í þá átt að taka inn yngri börn til að koma til móts við fjölskyldur. Með lengingunni er einnig tryggt að hvert barn eigi rétt á samvistum við bæði foreldri á fyrsta ári ævinnar. Skiptingin þarf að vera skynsamleg Nokkuð var rætt um hver skipting orlofsins ætti að vera, þ.e. hve langt ætti að ganga í að skilgreina þá 12 mánuði sem á endanum verða til reiðu eftir fæðingu hvers barns. Í allri slíkri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að fæðingarorlof er mikilvægt tól til að útrýma launamun kynjanna. Þegar um gagnkynja pör er að ræða taka feður miklu síður orlof og í langflestum tilfellum eru það konur sem nýta sameiginlegan rétt foreldra. Sú niðurstaða að tryggja áfram að meginhluti orlofsins sé skilgreindur, en jafnframt að foreldrum sé eftirlátinn viss sveigjanleiki, er að mínu mati skynsamleg Lenging fæðingarorlofsins hefur um langt skeið verið baráttumál VG og fleiri stjórnmálaflokka, og er nú samþykkt á Alþingi í annað sinn. Hið fyrra var í vinstri stjórninni 2009-2013, en afturkallað áður en það kom til framkvæmda eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum. Málið var svo tekið inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og er eitt af stærstu réttindamálum sem samþykkt hafa verið á kjörtímabilinu. Málið var samþykkt samhljóða, með öllum greiddum atkvæðum nú, sem er mikið fagnaðarefni. Nú stendur yfir heildarendurskoðun á fæðingarorlofslögunum og í þeirri endurskoðun verður vafalítið tekið á mörgum þeirra álitaefna sem upp komu við umræður í þinginu nú. Þar má til að mynda nefna réttindi þar sem aðeins er eitt foreldri, eða aðeins eitt foreldri sem hefur getu eða vilja til að sinna barninu, auknir möguleikar til að dreifa orlofinu yfir lengri tíma auk fleiri atriða. Félags- og barnamálaráðherra mun flytja slíkt frumvarp næsta haust. Að þeirri endurskoðun þurfa að koma fulltrúar margra samfélagshópa auk aðila vinnumarkaðarins. Markmiðið er að íslensk fæðingarorlofslöggjöf verði með þeirri framsæknustu sem gerist. Fyrst og fremst eiga lög um fæðingarorlof að snúa að velferð barna. Höfundur er þingmaður VG.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun