Tólf konur valdar í fjölmiðlaþjálfun Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. janúar 2020 15:00 Silja Úlfarsdóttir og Ásta Sigríður Fjeldsted eru á meðal þeirra sem fá fjölmiðlaþjálfunina hjá FKA. Félag kvenna í atvinnulífinu og Ríkisútvarpið hafa hleypt af stokkunum verkefni til þriggja ára sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum. Verkefninu er um leið ætlað að bæta aðgengi fjölmiðlafólks að konum með sérþekkingu sem algengt er að skorti þegar leitað er að viðmælendum í fréttir og fréttatengda þætti. Auk Ríkisútvarpsins og FKA kemur starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar að framtakinu að þessu sinni. Um verður að ræða eins dags hagnýta þjálfun laugardaginn 8. febrúar 2020 í húsakynnum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti 1. Sérstök valnefnd sá um yfirferð umsókna og hefur skilað tillögum til FKA. Hana skipuðu Hulda Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri FKA, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, Gunnar Hansson, útvarpsmaður á Rás 1 og Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri á Hringbraut. Til stóð að velja tíu konur en urðu þær á endanum tólf. Nöfnin má sjá hér að neðan en meðal kvennanna er frjálsíþróttakempan Silja Úlfarsdóttir og Ásta Sigríður Fjeldsted formaður Viðskiptaráðs. Íþróttir: Silja Úlfarsdóttir Nýsköpun: Elísabet Hjaltadóttir Kolbrún Hrafnkelsdóttir Orkumál: Kolbrún Reinholdsdóttir Sjávarútvegur: Ásta Dís Óladóttir Erla Ósk Pétursdóttir Alþjóða stjórnmál: Guðrún Helga Jóhannsdóttir Upplýsingatækni: Ásta Fjeldsted Ragnhildur Ágústsdóttir Viðskipti: Ásthildur Otharsdóttir Vísindi: Bryndís Marteinsdóttir Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA verður fulltrúi stjórnar á námskeiðinu. Reynslumiklir leiðbeinendur Þátttakendur fá þar leiðsögn reynds fjölmiðlafólks og tækifæri til að spreyta sig sem viðmælendur við raunverulegar aðstæður í útvarpi og sjónvarpi. Þátttakendur læra m.a. um framkomu í fjölmiðlum, fá undirbúning fyrir viðtöl, setja sig í spor fréttamannsins og fara í viðtöl í myndverum Ríkisútvarpsins. Leiðbeinendur eru Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og Andrés Jónsson almannatengill. Einnig koma Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, háskólakennari, rithöfundur og fyrrverandi fjölmiðlakona og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, ástríðukokkur og bókaútgefandi að þjálfuninni. Þátttakendur fá einnig tækifæri til að hitta og spjalla við Bergstein Sigurðsson og Huldu Geirsdóttur, fjölmiðlafólk á Ríkisútvarpinu. FKA gerði könnun meðal frétta- og dagskrárgerðarmanna í fréttatengdum þáttum á ljósvakamiðlum Ríkisútvarpsins, Stöðvar 2 og Hringbraut. Spurt var hvort erfiðara væri að finna konur sem viðmælendur á einhverjum tilteknum sérsviðum. Níu sérsvið voru oftast nefnd; Sjávarútvegur og tæknimál voru þar efst á blaði, auk upplýsingatækni, upplýsingaöryggis, orkumála, íþrótta, viðskipta, nýsköpunar, vísinda og stjórnmála. Því var óskað eftir konum með sérþekkingu á þessum sviðum í þetta skipti. Þá segir í tilkynningu á vef FKA að konunum 104 sem komust ekki í tólf manna lokahópinn verði boðið á þriggja tíma námskeið hjá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka. Fjölmiðlar Tengdar fréttir 120 konur berjast um tíu laus sæti í viðmælendaþjálfun Rúmlega 120 konur með sérfræðiþekkingu vilja taka þátt í Hagnýtu viðmælendanámskeið sem Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir í samstarfi við RÚV, starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar. 16. janúar 2020 10:48 Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Félag kvenna í atvinnulífinu og Ríkisútvarpið hafa hleypt af stokkunum verkefni til þriggja ára sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum. Verkefninu er um leið ætlað að bæta aðgengi fjölmiðlafólks að konum með sérþekkingu sem algengt er að skorti þegar leitað er að viðmælendum í fréttir og fréttatengda þætti. Auk Ríkisútvarpsins og FKA kemur starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar að framtakinu að þessu sinni. Um verður að ræða eins dags hagnýta þjálfun laugardaginn 8. febrúar 2020 í húsakynnum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti 1. Sérstök valnefnd sá um yfirferð umsókna og hefur skilað tillögum til FKA. Hana skipuðu Hulda Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri FKA, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, Gunnar Hansson, útvarpsmaður á Rás 1 og Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri á Hringbraut. Til stóð að velja tíu konur en urðu þær á endanum tólf. Nöfnin má sjá hér að neðan en meðal kvennanna er frjálsíþróttakempan Silja Úlfarsdóttir og Ásta Sigríður Fjeldsted formaður Viðskiptaráðs. Íþróttir: Silja Úlfarsdóttir Nýsköpun: Elísabet Hjaltadóttir Kolbrún Hrafnkelsdóttir Orkumál: Kolbrún Reinholdsdóttir Sjávarútvegur: Ásta Dís Óladóttir Erla Ósk Pétursdóttir Alþjóða stjórnmál: Guðrún Helga Jóhannsdóttir Upplýsingatækni: Ásta Fjeldsted Ragnhildur Ágústsdóttir Viðskipti: Ásthildur Otharsdóttir Vísindi: Bryndís Marteinsdóttir Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA verður fulltrúi stjórnar á námskeiðinu. Reynslumiklir leiðbeinendur Þátttakendur fá þar leiðsögn reynds fjölmiðlafólks og tækifæri til að spreyta sig sem viðmælendur við raunverulegar aðstæður í útvarpi og sjónvarpi. Þátttakendur læra m.a. um framkomu í fjölmiðlum, fá undirbúning fyrir viðtöl, setja sig í spor fréttamannsins og fara í viðtöl í myndverum Ríkisútvarpsins. Leiðbeinendur eru Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og Andrés Jónsson almannatengill. Einnig koma Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, háskólakennari, rithöfundur og fyrrverandi fjölmiðlakona og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, ástríðukokkur og bókaútgefandi að þjálfuninni. Þátttakendur fá einnig tækifæri til að hitta og spjalla við Bergstein Sigurðsson og Huldu Geirsdóttur, fjölmiðlafólk á Ríkisútvarpinu. FKA gerði könnun meðal frétta- og dagskrárgerðarmanna í fréttatengdum þáttum á ljósvakamiðlum Ríkisútvarpsins, Stöðvar 2 og Hringbraut. Spurt var hvort erfiðara væri að finna konur sem viðmælendur á einhverjum tilteknum sérsviðum. Níu sérsvið voru oftast nefnd; Sjávarútvegur og tæknimál voru þar efst á blaði, auk upplýsingatækni, upplýsingaöryggis, orkumála, íþrótta, viðskipta, nýsköpunar, vísinda og stjórnmála. Því var óskað eftir konum með sérþekkingu á þessum sviðum í þetta skipti. Þá segir í tilkynningu á vef FKA að konunum 104 sem komust ekki í tólf manna lokahópinn verði boðið á þriggja tíma námskeið hjá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir 120 konur berjast um tíu laus sæti í viðmælendaþjálfun Rúmlega 120 konur með sérfræðiþekkingu vilja taka þátt í Hagnýtu viðmælendanámskeið sem Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir í samstarfi við RÚV, starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar. 16. janúar 2020 10:48 Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
120 konur berjast um tíu laus sæti í viðmælendaþjálfun Rúmlega 120 konur með sérfræðiþekkingu vilja taka þátt í Hagnýtu viðmælendanámskeið sem Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir í samstarfi við RÚV, starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar. 16. janúar 2020 10:48