Grípum boltann - við erum í dauðafæri! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. janúar 2020 08:00 Í aðdraganda nýrrar menntastefnu hafa m.a. komið út þrjár skýrslur, sem eru fullar af uppbyggilegum hugmyndum um hvernig við gerum menntakerfið okkar betra í þágu barna og ungmenna. Þetta er skýrslan Menntun til framtíðar, aðgerðir og viðbrögð í kjölfar fundaraðar um menntun fyrir alla og mótun menntastefnu til 2030, Skýrsla starfshóps um geðrækt í skólum og Menntun fyrir alla – horft fram á veginn. Allar varpa ljósi á þær aðgerðir og breytingar sem brýnt er að koma í framkvæmd með nýrri menntastefnu. Undirtónninn er skýr: Líðan og velferð er lykill að farsæld, andlegum jafnt sem félagslegum þroska. Lærdómssamfélag, aukin starfsþróun kennara, fjölbreyttari hópur fagfólks, sveigjanleiki í náms- og stundarskrám, snemmtæk íhlutun, fjarþjónusta í hinum dreifðu byggðum landsins og lengi má áfram telja þætti sem skipta máli til að tryggja framúrskarandi námsumhverfi barna og ungmenna. Ítrekað er dregið fram mikilvægi þess að faglegt og gott skólastarf byggi á faglegu samstarfi ólíkra aðila. Látum kerfin tala saman. Allir sem að menntakerfinu koma eru sammála um að samvinna á milli ríkis og sveitarfélaga sé ekki bara æskileg, heldur nauðsynleg, svo menntakerfið geti gert enn betur, hversu ólíkar sem þarfir einstaklinga í fjölbreyttu samfélagi nemenda eru. Samvinna, með sameiginlega ábyrgð á velferð barna og ungmenna, er lykillinn að betra menntakerfi. Þess vegna er lögð áhersla á að kerfin þrjú, sem samfélagið hvílir á, starfi saman, þ.e. mennta-, félags- og heilbrigðiskerfið. Og kominn tími til. En eru þetta nýjar fréttir? Nei, þær eru það sannarlega ekki fyrir starfsfólk allra þessara kerfa, sem hafa gert sér grein fyrir að samstarf er lykillinn að framþróun. Öflugri menntastefnu er ætlað að leggja áherslu á velferð, geðheilbrigði og styðjandi námsumhverfi til að tryggja hæfni til framtíðar fyrir alla. Menntun fyrir alla næst aðeins með samstilltu átaki. Sífellt fleiri átta sig á mikilvægi þessarar samvinnu. Lífið í skólanum er svo langt frá því að vera bara lestrartækni eða endurtekin hraðlestrarpróf. Lífið í skólanum er nefnilega lífið sjálft í svo ótal, ótal myndum með sínum erfiðleikum, gleðistundum, velgengni og mistökum. Lífið í skólanum er líf barna og ungmenna sem er samfélaginu okkar svo dýrmætt og því skiptir máli að allir sem koma að þessu skólalífi séu færir um að grípa boltann. Boltarnir eru mismunandi og til þess að ná þeim þarf alls konar fagfólk til að skapa dauðafærið. Dauðafærið til að ná í mark. Gera betur og efla menntakerfið okkar svo um munar. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýrrar menntastefnu hafa m.a. komið út þrjár skýrslur, sem eru fullar af uppbyggilegum hugmyndum um hvernig við gerum menntakerfið okkar betra í þágu barna og ungmenna. Þetta er skýrslan Menntun til framtíðar, aðgerðir og viðbrögð í kjölfar fundaraðar um menntun fyrir alla og mótun menntastefnu til 2030, Skýrsla starfshóps um geðrækt í skólum og Menntun fyrir alla – horft fram á veginn. Allar varpa ljósi á þær aðgerðir og breytingar sem brýnt er að koma í framkvæmd með nýrri menntastefnu. Undirtónninn er skýr: Líðan og velferð er lykill að farsæld, andlegum jafnt sem félagslegum þroska. Lærdómssamfélag, aukin starfsþróun kennara, fjölbreyttari hópur fagfólks, sveigjanleiki í náms- og stundarskrám, snemmtæk íhlutun, fjarþjónusta í hinum dreifðu byggðum landsins og lengi má áfram telja þætti sem skipta máli til að tryggja framúrskarandi námsumhverfi barna og ungmenna. Ítrekað er dregið fram mikilvægi þess að faglegt og gott skólastarf byggi á faglegu samstarfi ólíkra aðila. Látum kerfin tala saman. Allir sem að menntakerfinu koma eru sammála um að samvinna á milli ríkis og sveitarfélaga sé ekki bara æskileg, heldur nauðsynleg, svo menntakerfið geti gert enn betur, hversu ólíkar sem þarfir einstaklinga í fjölbreyttu samfélagi nemenda eru. Samvinna, með sameiginlega ábyrgð á velferð barna og ungmenna, er lykillinn að betra menntakerfi. Þess vegna er lögð áhersla á að kerfin þrjú, sem samfélagið hvílir á, starfi saman, þ.e. mennta-, félags- og heilbrigðiskerfið. Og kominn tími til. En eru þetta nýjar fréttir? Nei, þær eru það sannarlega ekki fyrir starfsfólk allra þessara kerfa, sem hafa gert sér grein fyrir að samstarf er lykillinn að framþróun. Öflugri menntastefnu er ætlað að leggja áherslu á velferð, geðheilbrigði og styðjandi námsumhverfi til að tryggja hæfni til framtíðar fyrir alla. Menntun fyrir alla næst aðeins með samstilltu átaki. Sífellt fleiri átta sig á mikilvægi þessarar samvinnu. Lífið í skólanum er svo langt frá því að vera bara lestrartækni eða endurtekin hraðlestrarpróf. Lífið í skólanum er nefnilega lífið sjálft í svo ótal, ótal myndum með sínum erfiðleikum, gleðistundum, velgengni og mistökum. Lífið í skólanum er líf barna og ungmenna sem er samfélaginu okkar svo dýrmætt og því skiptir máli að allir sem koma að þessu skólalífi séu færir um að grípa boltann. Boltarnir eru mismunandi og til þess að ná þeim þarf alls konar fagfólk til að skapa dauðafærið. Dauðafærið til að ná í mark. Gera betur og efla menntakerfið okkar svo um munar. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun