Árangursrík hagsmunabarátta stúdenta í húsnæðismálum Eyrún Baldursdóttir skrifar 31. janúar 2020 14:00 Húsnæðismál hafa lengi verið eitt stærsta baráttumál stúdenta. Möguleiki á búsetu á stúdentagörðum, þar sem leiguverð er lægra en á almennum markaði, er mikilvægur hluti þess að auka möguleika ungs fólks til þess að sækja sér aukna menntun og því er um gífurlega stórt jafnréttismál að ræða. Rauði þráðurinn í stefnu Röskvu er jafnrétti til náms. Með Röskvu í fararbroddi Stúdentaráðs (SHÍ) síðastliðin þrjú ár hafa húsnæðismál verið í forgrunni hagsmunabaráttu stúdenta og er árangur mikillar vinnu margra aðila og þrýstings frá stúdentum bersýnilegur í þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað á háskólasvæðinu. Framkvæmdir eru loksins hafnar við Gamla Garð eftir margra ára baráttu stúdenta fyrir uppbyggingu á reitnum. Árið 2017 stóð Röskva fyrir tjaldmótmælum við Gamla Garð til þess að vekja athygli á húsnæðisvanda stúdenta. Tvísýnt var um tíma hvort yrði af uppbyggingu á reitnum og barðist SHÍ ötullega fyrir því. 2018 efldi SHÍ svo til setumótmæla á rektorsgangi til þess að mótmæla töfum á málinu og krafðist skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta SHÍ með Röskvu í fararbroddi skilaði árangri og þann 26. nóvember 2019 hófust framkvæmdir við Gamla Garð. Fyrir tilstilli vinnu Röskvuliða í SHÍ geta háskólanemar nú framleigt stúdentaíbúðir sínar til annarra nemenda HÍ yfir sumartímann, sem er gífurlega mikil bót fyrir stúdenta utan af landi eða þau sem eyða sumrinu erlendis. Einnig hefur hámarksdvöl foreldra verið lengd og sömuleiðis hámarksdvöl doktorsnema, svo nemendur í hvaða aðstæðum og hvaða námsstigi sem er njóta nú jafnra réttinda. Fjölgun íbúða, bætt þjónusta og gott samtal milli Félagsstofnunar Stúdenta (FS) og SHÍ síðustu ár hefur skilað miklu, en áframhaldandi uppbyggingar er þörf. Nú búa um 11% stúdenta við Háskóla Íslands á stúdentagörðum FS og er markmið þeirra að geta boðið 15% stúdenta húsnæði. Opnun Mýrargarða hefur stytt biðlista FS mjög og hann nú styttri en nokkru sinni fyrr. Því er lag fyrir stúdenta að sækja á görðunum þessa dagana! Nemendur við HÍ vilja búa í nágrenni við skólann. Við viljum geta sótt grunnþjónustu í okkar nærumhverfi, farið í matvöruverslun á háskólasvæðinu, stundað líkamsrækt, sótt heilsugæslu og haft börnin okkar í leikskóla í næsta nágrenni. Við viljum einnig hafa aðgang að grænum svæðum og almenningssamgöngum sem tengja háskólasvæðið við aðra hluta borgarinnar. Þessu hefur Röskva barist fyrir og mun halda áfram að gera, en umhverfis- og skipulagsmál einn af grunnþáttum stefnu fylkingarinnar. Við í Röskvu erum stolt af þeim framförum sem hafa átt sér stað og munum halda áfram baráttunni og þrýsta á uppbyggingu sjálfbærs háskólasvæðis. Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa lengi verið eitt stærsta baráttumál stúdenta. Möguleiki á búsetu á stúdentagörðum, þar sem leiguverð er lægra en á almennum markaði, er mikilvægur hluti þess að auka möguleika ungs fólks til þess að sækja sér aukna menntun og því er um gífurlega stórt jafnréttismál að ræða. Rauði þráðurinn í stefnu Röskvu er jafnrétti til náms. Með Röskvu í fararbroddi Stúdentaráðs (SHÍ) síðastliðin þrjú ár hafa húsnæðismál verið í forgrunni hagsmunabaráttu stúdenta og er árangur mikillar vinnu margra aðila og þrýstings frá stúdentum bersýnilegur í þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað á háskólasvæðinu. Framkvæmdir eru loksins hafnar við Gamla Garð eftir margra ára baráttu stúdenta fyrir uppbyggingu á reitnum. Árið 2017 stóð Röskva fyrir tjaldmótmælum við Gamla Garð til þess að vekja athygli á húsnæðisvanda stúdenta. Tvísýnt var um tíma hvort yrði af uppbyggingu á reitnum og barðist SHÍ ötullega fyrir því. 2018 efldi SHÍ svo til setumótmæla á rektorsgangi til þess að mótmæla töfum á málinu og krafðist skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta SHÍ með Röskvu í fararbroddi skilaði árangri og þann 26. nóvember 2019 hófust framkvæmdir við Gamla Garð. Fyrir tilstilli vinnu Röskvuliða í SHÍ geta háskólanemar nú framleigt stúdentaíbúðir sínar til annarra nemenda HÍ yfir sumartímann, sem er gífurlega mikil bót fyrir stúdenta utan af landi eða þau sem eyða sumrinu erlendis. Einnig hefur hámarksdvöl foreldra verið lengd og sömuleiðis hámarksdvöl doktorsnema, svo nemendur í hvaða aðstæðum og hvaða námsstigi sem er njóta nú jafnra réttinda. Fjölgun íbúða, bætt þjónusta og gott samtal milli Félagsstofnunar Stúdenta (FS) og SHÍ síðustu ár hefur skilað miklu, en áframhaldandi uppbyggingar er þörf. Nú búa um 11% stúdenta við Háskóla Íslands á stúdentagörðum FS og er markmið þeirra að geta boðið 15% stúdenta húsnæði. Opnun Mýrargarða hefur stytt biðlista FS mjög og hann nú styttri en nokkru sinni fyrr. Því er lag fyrir stúdenta að sækja á görðunum þessa dagana! Nemendur við HÍ vilja búa í nágrenni við skólann. Við viljum geta sótt grunnþjónustu í okkar nærumhverfi, farið í matvöruverslun á háskólasvæðinu, stundað líkamsrækt, sótt heilsugæslu og haft börnin okkar í leikskóla í næsta nágrenni. Við viljum einnig hafa aðgang að grænum svæðum og almenningssamgöngum sem tengja háskólasvæðið við aðra hluta borgarinnar. Þessu hefur Röskva barist fyrir og mun halda áfram að gera, en umhverfis- og skipulagsmál einn af grunnþáttum stefnu fylkingarinnar. Við í Röskvu erum stolt af þeim framförum sem hafa átt sér stað og munum halda áfram baráttunni og þrýsta á uppbyggingu sjálfbærs háskólasvæðis. Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun