Fagráðunum verður fylgt fast eftir! Sandra B. Franks skrifar 17. ágúst 2020 15:49 Það var mikið fagnaðarefni þegar Alþingi samþykkti undir lok síðasta þings ný lög sem meðal annars leiða til þess að fagráð verða sett upp í stað hjúkrunarráða. Fagráðin verða alls níu talsins, hjá heilbrigðisstofnunum Suðurlands, Reykjaness, Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Sjúkrahúsi Akureyrar og Landspítalanum. Auk þeirra verður líka sett upp fagráð við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en fagráðin geta tekið til starfa þarf heilbrigðisráðherra fyrst að setja reglugerð um starfsemi þeirra. Síðan verður það hlutverk stjórnenda viðkomandi stofnana að skipa fagráðin. Gert er ráð fyrir að helstu fagstéttir eigi fulltrúa í fagráðunum og fyrir liggja skýrar yfirlýsingar ráðamanna um það. Í ljósi þess að sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins er annað óhugsandi en sjúkraliðar eigi fulltrúa í öllum fagráðunum níu. Reynsla okkar sem burðarstéttar í starfsemi heilbrigðiskerfisins verður þá loks metin að verðleikum á þeim vettvangi þar sem hjúkrunarstefnan er mótuð. Fagráðin eru því mikill sigur í baráttu okkar sjúkraliða fyrir að standa á jafnfætis öðrum hjúkrunarstéttum innan kerfisins. Fagráðin munu auka sýnileika sjúkraliða sem stéttar og styrkja verulega bæði faglega og stéttarlega ásýnd okkar. Vandlegur undirbúningur og stefnumótun um þátttöku fulltrúanna úr okkar röðum er því mikilvægur til að tryggja sterka innkomu og frumkvæði stéttarinnar inn á nýjan og áhrifamikinn vettvang. Reynslan sýnir hins vegar að þegar löggjafinn mótar nýja stefnu, sem felur í sér gjörbreytingu, getur liðið langur tími þangað til kerfið hrindir henni í framkvæmd. Gleymum því ekki að hjá sumum stéttum sem sögulega hafa haft mikil áhrif innan kerfisins var veruleg andstaða við að leggja hjúkrunarráðin niður. Við sjúkraliðar höfum aldrei fengið neitt án þess að þurfa að berjast fyrir því og munum því örugglega þurfa að hafa fyrir því að hrinda lagaákvæðinu um fagráðin í framkvæmd. Sjúkraliðafélagið mun því beita sér af alefli fyrir því að ráðuneytið setji kraft í að ljúka við gerð reglugerðarinnar. Það mun sömuleiðis í samráði við trúnaðarmenn sjúkraliða þrýsta fast á að stjórnendur heilbrigðisstofnana hefji undirbúning að stofnun fagráðanna um leið og reglugerðin verður tilbúin. Forysta félagsins mun fylgja þessu máli tryggilega eftir uns það er í höfn! Höfundur er Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það var mikið fagnaðarefni þegar Alþingi samþykkti undir lok síðasta þings ný lög sem meðal annars leiða til þess að fagráð verða sett upp í stað hjúkrunarráða. Fagráðin verða alls níu talsins, hjá heilbrigðisstofnunum Suðurlands, Reykjaness, Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Sjúkrahúsi Akureyrar og Landspítalanum. Auk þeirra verður líka sett upp fagráð við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en fagráðin geta tekið til starfa þarf heilbrigðisráðherra fyrst að setja reglugerð um starfsemi þeirra. Síðan verður það hlutverk stjórnenda viðkomandi stofnana að skipa fagráðin. Gert er ráð fyrir að helstu fagstéttir eigi fulltrúa í fagráðunum og fyrir liggja skýrar yfirlýsingar ráðamanna um það. Í ljósi þess að sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins er annað óhugsandi en sjúkraliðar eigi fulltrúa í öllum fagráðunum níu. Reynsla okkar sem burðarstéttar í starfsemi heilbrigðiskerfisins verður þá loks metin að verðleikum á þeim vettvangi þar sem hjúkrunarstefnan er mótuð. Fagráðin eru því mikill sigur í baráttu okkar sjúkraliða fyrir að standa á jafnfætis öðrum hjúkrunarstéttum innan kerfisins. Fagráðin munu auka sýnileika sjúkraliða sem stéttar og styrkja verulega bæði faglega og stéttarlega ásýnd okkar. Vandlegur undirbúningur og stefnumótun um þátttöku fulltrúanna úr okkar röðum er því mikilvægur til að tryggja sterka innkomu og frumkvæði stéttarinnar inn á nýjan og áhrifamikinn vettvang. Reynslan sýnir hins vegar að þegar löggjafinn mótar nýja stefnu, sem felur í sér gjörbreytingu, getur liðið langur tími þangað til kerfið hrindir henni í framkvæmd. Gleymum því ekki að hjá sumum stéttum sem sögulega hafa haft mikil áhrif innan kerfisins var veruleg andstaða við að leggja hjúkrunarráðin niður. Við sjúkraliðar höfum aldrei fengið neitt án þess að þurfa að berjast fyrir því og munum því örugglega þurfa að hafa fyrir því að hrinda lagaákvæðinu um fagráðin í framkvæmd. Sjúkraliðafélagið mun því beita sér af alefli fyrir því að ráðuneytið setji kraft í að ljúka við gerð reglugerðarinnar. Það mun sömuleiðis í samráði við trúnaðarmenn sjúkraliða þrýsta fast á að stjórnendur heilbrigðisstofnana hefji undirbúning að stofnun fagráðanna um leið og reglugerðin verður tilbúin. Forysta félagsins mun fylgja þessu máli tryggilega eftir uns það er í höfn! Höfundur er Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun