Þjóðarsátt? Hilda Jana Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2020 10:00 Ísland er að verða eitt mesta borgríki veraldar. Um 60% þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu á meðan til að mynda 18% frönsku þjóðarinnar búa í höfuðborginni París og rúm 13% bresku þjóðarinnar búa í London. Þar að auki búa á áhrifasvæði höfuðborgar Íslands, milli Hvítánna tveggja á suðvesturhorninu, um 84% landsmanna. Á meðan að áratugagamlir innviðir á landsbyggðunum ógna ekki aðeins vaxtarmöguleikum svæða, heldur öryggi íbúa, þá hefur íslensk byggðastefna beðið skipbrot. Við þurfum að hafa metnaðarfulla og skýra framtíðarsýn á það hvernig við viljum byggja landið okkar. Sú sýn þarf að grundvallast á þjóðarsátt um að við viljum bæði sterka höfuðborg og öflugar landsbyggðir. Taka þarf ákvarðanir um hvaða þjónusta á að vera fyrir hendi á hverjum stað og tryggja að allir landsmenn hafi aðgang að sjálfsagðri grunnþjónustu sem ekki þurfi að sækja um langa vegu. Í drefibýlu landi eigum við líka að vera í forystu í öllu fjarsamstarfi. Með því að tryggja og jafna lífsskilyrði allra íbúa getum við haldið landinu í byggð. Með því að byggja upp góða þjónustu sem víðast um landið, tryggja búsetu í öllum landshlutum, höldum við áfram að gera Ísland að spennandi kosti fyrir ferðamenn. Nú er svo komið að aðeins um 16% landsmanna búa utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar og yfir helmingur þeirra býr á Norðurlandi eystra. Á Akureyri búa 5% landsmanna en Akureyri er þó fjölmennasti byggðakjarninn utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Í sóknaráætlun landshlutans er lögð áhersla á að Akureyri verði skilgreind sem borgarsvæði. Ástæðan er einföld: Fólk á svæðinu vill að ýmis grunn- og stoðþjónusta sé tryggð í nærumhverfi þess og öflugur þjónustukjarni sé landfræðilega nær. Höfuðborgin er einfaldlega landfræðilega of langt í burtu til þess að það geti talist ásættanlegt að íbúar á Norðurlandi eystra sæki þangað alla þjónustu. Lengi hefur verið rætt um að styrkja höfuðstaði landsins í hverjum fjórðungi með gerð höfuðstaðastefnu og fjármagnaðari aðgerðaráætlun fyrir hvern þeirra. Það var því ánægjulegt að sjá að samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar á að gera höfuðborgarstefnu fyrir Reykjavíkurborg. Ég sakna þess þó að sjá ekki slíka stefnumótun fyrir aðra höfuðstaði landsins. Ég bind þó vonir við að slíkt verði gert innan skamms. Akureyrarbær hefur óskað eftir því að taka þátt í verkefni um vaxtarsvæði í samstarfi við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Ég vona að ekki líði á löngu þar til ráðherra svarar því erindi. Ef Akureyri fær byr undir báða vængi til þess að verða enn öflugri þjónustumiðstöð, þá mun áhrifa þess gæta langt út fyrir sveitarfélagamörkin og næði til meirihluta þeirra sem búa utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Það er því til mikils að vinna. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri (S) og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Ísland er að verða eitt mesta borgríki veraldar. Um 60% þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu á meðan til að mynda 18% frönsku þjóðarinnar búa í höfuðborginni París og rúm 13% bresku þjóðarinnar búa í London. Þar að auki búa á áhrifasvæði höfuðborgar Íslands, milli Hvítánna tveggja á suðvesturhorninu, um 84% landsmanna. Á meðan að áratugagamlir innviðir á landsbyggðunum ógna ekki aðeins vaxtarmöguleikum svæða, heldur öryggi íbúa, þá hefur íslensk byggðastefna beðið skipbrot. Við þurfum að hafa metnaðarfulla og skýra framtíðarsýn á það hvernig við viljum byggja landið okkar. Sú sýn þarf að grundvallast á þjóðarsátt um að við viljum bæði sterka höfuðborg og öflugar landsbyggðir. Taka þarf ákvarðanir um hvaða þjónusta á að vera fyrir hendi á hverjum stað og tryggja að allir landsmenn hafi aðgang að sjálfsagðri grunnþjónustu sem ekki þurfi að sækja um langa vegu. Í drefibýlu landi eigum við líka að vera í forystu í öllu fjarsamstarfi. Með því að tryggja og jafna lífsskilyrði allra íbúa getum við haldið landinu í byggð. Með því að byggja upp góða þjónustu sem víðast um landið, tryggja búsetu í öllum landshlutum, höldum við áfram að gera Ísland að spennandi kosti fyrir ferðamenn. Nú er svo komið að aðeins um 16% landsmanna búa utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar og yfir helmingur þeirra býr á Norðurlandi eystra. Á Akureyri búa 5% landsmanna en Akureyri er þó fjölmennasti byggðakjarninn utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Í sóknaráætlun landshlutans er lögð áhersla á að Akureyri verði skilgreind sem borgarsvæði. Ástæðan er einföld: Fólk á svæðinu vill að ýmis grunn- og stoðþjónusta sé tryggð í nærumhverfi þess og öflugur þjónustukjarni sé landfræðilega nær. Höfuðborgin er einfaldlega landfræðilega of langt í burtu til þess að það geti talist ásættanlegt að íbúar á Norðurlandi eystra sæki þangað alla þjónustu. Lengi hefur verið rætt um að styrkja höfuðstaði landsins í hverjum fjórðungi með gerð höfuðstaðastefnu og fjármagnaðari aðgerðaráætlun fyrir hvern þeirra. Það var því ánægjulegt að sjá að samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar á að gera höfuðborgarstefnu fyrir Reykjavíkurborg. Ég sakna þess þó að sjá ekki slíka stefnumótun fyrir aðra höfuðstaði landsins. Ég bind þó vonir við að slíkt verði gert innan skamms. Akureyrarbær hefur óskað eftir því að taka þátt í verkefni um vaxtarsvæði í samstarfi við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Ég vona að ekki líði á löngu þar til ráðherra svarar því erindi. Ef Akureyri fær byr undir báða vængi til þess að verða enn öflugri þjónustumiðstöð, þá mun áhrifa þess gæta langt út fyrir sveitarfélagamörkin og næði til meirihluta þeirra sem búa utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Það er því til mikils að vinna. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri (S) og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun