Stefnir í deilur milli Bandaríkjanna og Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2020 15:59 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og forsvarsmenn utanríkisstefnu Bandaríkjanna efast um að þeir geti reitt sig á stuðning Evrópu þegar kemur að áherslum Donald Trump, forseta. Einnig þykja líkur á viðskiptastríði milli Bandaríkjanna og Evrópu hafa aukast. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mark Esper, varnarmálaráðherra, munu leiða hóp erindreka Bandaríkjanna í Þýskalandi um helgina. Tvö markmið eru þeim fremst í huga. Það fyrra er að fá ríki Evrópu til að styðja refsiaðgerðir gegn Íran í kjölfar þess að Trump tók einhliða ákvörðun um að draga Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða frá 2015, og að koma í veg fyrir að kínverska tæknifyrirtækinu Huawei verði veittur aðgangur að grunninnviðum samskiptakerfa Evrópu. Þar að auki munu Pompeo og Esper funda með Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um mögulegan friðarsáttmála við Talibana. Evrópa hefur þó litla aðkomu að því máli, enn sem komið er í það minnsta. Trump-liðar eru pirraðir yfir trega Evrópuríkja til að fylgja Bandaríkjunum eftir varðandi kjarnorkusamkomulagið við Íran og beita Írani viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Þess í stað hafa Evrópuríkin sem komu að samkomulaginu og vilja bjarga því, beitt sérstöku deiluákvæði í samkomulaginu sem gæti tekið marga mánuði að leysa úr. Íranar hafa þegar brotið gegn einhverjum ákvæðum samkomulagins og eru til dæmis farnir að auðga meira úran en þeir mega, miðað við samkomulagið. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Trump er þeirrar skoðunar að samkomulagið hafi ekki verið nægilega gott og vill hann þvinga Íran aftur að samningaborðinu og fá leiðtoga ríkisins til að skrifa undir nýtt samkomulag sem bindur hendur þeirra frekar. Vill hann þvinga bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu til að fylgja sér eftir. Einnig þykir líklegt að málefni Huawei muni valda deilum á ráðstefnunni en Evrópa hefur ekki tekið vel í áköll Bandaríkjanna um að Huawei verði útilokað frá uppbyggingu 5G samskiptakerfa. Vill endursemja við Evrópu Trupm hefur einnig gefið í skyn að hann vilji gera nýjan viðskiptasaming við Evrópusambandið. Hann hefur lengi kvartað yfir ESB og sagt að sambandið komi hræðilega fram við Bandaríkin. Hann hefur sérstaklega sagt að tollar ESB gagnvart Bandaríkjunum séu „ótrúlegir“ og gefið í skyn að hann ætli að setja tolla á vörur frá Evrópu. Samkvæmt Reuters hafa evrópskir ráðamann komið þeim skilaboðum til Trump að þeir séu tilbúnir til að ræða við hann um tiltekin deiluefni. Hins vegar muni ESB svara tollum Bandaríkjanna megi eigin tollum, komi til þess. Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Frakkland Íran Kína Rússland Þýskaland Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Von er á því að deilumál Bandaríkjanna og Evrópu verði bersýnileg á öryggisráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi um helgina. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og forsvarsmenn utanríkisstefnu Bandaríkjanna efast um að þeir geti reitt sig á stuðning Evrópu þegar kemur að áherslum Donald Trump, forseta. Einnig þykja líkur á viðskiptastríði milli Bandaríkjanna og Evrópu hafa aukast. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mark Esper, varnarmálaráðherra, munu leiða hóp erindreka Bandaríkjanna í Þýskalandi um helgina. Tvö markmið eru þeim fremst í huga. Það fyrra er að fá ríki Evrópu til að styðja refsiaðgerðir gegn Íran í kjölfar þess að Trump tók einhliða ákvörðun um að draga Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða frá 2015, og að koma í veg fyrir að kínverska tæknifyrirtækinu Huawei verði veittur aðgangur að grunninnviðum samskiptakerfa Evrópu. Þar að auki munu Pompeo og Esper funda með Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um mögulegan friðarsáttmála við Talibana. Evrópa hefur þó litla aðkomu að því máli, enn sem komið er í það minnsta. Trump-liðar eru pirraðir yfir trega Evrópuríkja til að fylgja Bandaríkjunum eftir varðandi kjarnorkusamkomulagið við Íran og beita Írani viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Þess í stað hafa Evrópuríkin sem komu að samkomulaginu og vilja bjarga því, beitt sérstöku deiluákvæði í samkomulaginu sem gæti tekið marga mánuði að leysa úr. Íranar hafa þegar brotið gegn einhverjum ákvæðum samkomulagins og eru til dæmis farnir að auðga meira úran en þeir mega, miðað við samkomulagið. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Trump er þeirrar skoðunar að samkomulagið hafi ekki verið nægilega gott og vill hann þvinga Íran aftur að samningaborðinu og fá leiðtoga ríkisins til að skrifa undir nýtt samkomulag sem bindur hendur þeirra frekar. Vill hann þvinga bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu til að fylgja sér eftir. Einnig þykir líklegt að málefni Huawei muni valda deilum á ráðstefnunni en Evrópa hefur ekki tekið vel í áköll Bandaríkjanna um að Huawei verði útilokað frá uppbyggingu 5G samskiptakerfa. Vill endursemja við Evrópu Trupm hefur einnig gefið í skyn að hann vilji gera nýjan viðskiptasaming við Evrópusambandið. Hann hefur lengi kvartað yfir ESB og sagt að sambandið komi hræðilega fram við Bandaríkin. Hann hefur sérstaklega sagt að tollar ESB gagnvart Bandaríkjunum séu „ótrúlegir“ og gefið í skyn að hann ætli að setja tolla á vörur frá Evrópu. Samkvæmt Reuters hafa evrópskir ráðamann komið þeim skilaboðum til Trump að þeir séu tilbúnir til að ræða við hann um tiltekin deiluefni. Hins vegar muni ESB svara tollum Bandaríkjanna megi eigin tollum, komi til þess.
Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Frakkland Íran Kína Rússland Þýskaland Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira