Nútíma þrælahald Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar 24. febrúar 2020 13:00 Í september árið 2017 stóð núverandi forsætisráðherra, sem þá var óbreyttur þingmaður Vinstri Grænna, í pontu Alþingis og fór mikinn í fjárlagaumræðu fyrir árið 2018 þar sem hún gagnrýndi harðlega þáverandi fjármálaráðherra og forsætisráðherra fyrir að gera ekki meira fyrir aldraða og öryrkja og sagði hún orðrétt: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu.“ Í dag, um tveimur og hálfu ári síðar er fátækasta fólkið enn að bíða eftir þessu réttlæti sem Katrín sagði að fólkið gæti ekki beðið eftir en í hún settist í stól forsætisráðherra innan við tveimur mánuðum eftir að hún lét þessi orð falla með miklum þunga. En í stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra sagði hún orðrétt að fátækasta fólkið yrði samt enn að bíða um sinn eftir réttlætinu. En það eru ekki bara öryrkjar og aldraðir sem bíða eftir réttlæti því síðustu þrjá áratugi hefur verið sú stefna í gangi hjá stjórnvöldum, vinnuveitendum og verkalýðsfélögum að halda niðri launahækkunum á almennum vinnumarkaði þannig að nú er svo komið að þeir sem vinna á lægstu launum í landinu hafa ekki efni á húsnæði og nauðsynjum út mánuðinn. Nýir verkalýðsleiðtogar hafa leynt og ljóst sýnt fram á það með útreikningum og tölulegum gögnum frá því árið 2009 að á meðan þeir sem eru í hæðstu launaflokkunum hafa fengið margfaldar „leiðréttingar“ og kauphækkannir hafa þeir sem eru á lægstu launum nánast staðið í stað launalega séð með þeim afleiðingum að kaupmáttur þeirra hefur rýrnað vegna hækkanna á vörum, þjónustu og húsaleigu. Það er staðreynd. Við skulum aftur snúa okkur að lífeyrisþegunum því þeir eru látnir sæta algjörlega ómanneskjulegum skyldum, eru settir í hlekki þrælahalds fátæktar sem þeir eiga enga möguleika á að komast út úr, hversu svo mikið sem þeir vildu það. Mig langar því að biðja ykkur að staldra aðeins við og setja ykkur í spor einstaklings sem hefur orðið fyrir því að missa heilsuna á besta aldri og þurfa að lifa á örorkubótum í dag á almennum leigumarkaði. Að þurfa að leigja húsnæði og sjá fyrir öllum ykkar þörfum með um 250 þúsund krónur á mánuði útborgað. Er það réttlátt og sanngjarnt þegar stjórnvöld setja viðmið um lágmarks framfærslu að greiða síðan bætur sem eru langt undir þeim viðmiðum? Er það siðferðislega réttalætanlegt af stjórnvöldum að setja lög um lágmarkslaun sem eru langt undir þeim viðmiðum? Er það með einhverjum hætti siðferðilega réttlætanlegt að skattleggja upp í topp laun sem eru undir fátæktarmörkum eða viðmiðunarmörkum um lágmarks framfærslu? Er það réttlátt og sanngjarnt að öryrkjar og aldraðir séu látnir sæta skerðingum á greiðslum úr almannatryggingum vegna uppbóta og styrkja? Er það sanngjarnt að rífa af þeim með skerðingum hverja krónu sem þeir ná að skrapa saman komist þeir tímabundið í enhverja vinnu? Öryrkjar fá lægri tekjur ef þeir eru í hjónabandi eða deila heimili með einhverjum. Hvað segðu þingmenn um það að vera lækkaðir í launum væru þeir giftir eða í sambúð? Ríkið, með skerðingum, stelur lífeyrisgreiðslum sem fólk hefur greitt í lifeyrissjóði áratugum saman. Hvernig þætti þér sem launþegi ef vinnuveitandi þinn ákvæði að lækka launin þín um 10 til 15% á þeim forsendum að þú ert giftur eða í sambúð? Jafnvel bara þó þú leigðir húsnæði með öðrum? Eða þá að skerða launin þín um krónu á móti krónu vegna aukavinnu? Væri það sanngjarnt? Kæru lesendur! Þessar skerðingar. Þessi þjófnaður. Þetta óréttlæti sem okkur er boðið upp á af stjórnvöldum á íslandi er hvorki sanngjarnt, eðlilegt né á nokkurn hátt réttlætanlegt. Þessi forríka elíta sem stjórnar landinu getur aldrei sett sig í okkar spor. Hvernig það er að fá útborgað um mánaðarmót og geta aldrei leyft sér nokkuð það sem þetta fólk lítur á sem sjálfsagðan hlut því við þurfum að komast af á lágmarkstekjum, hvort sem það eru lægstu laun, eftirlaun eða fátæktarstyrkurinn sem kallast örorkubætur því þau duga ekki fyrir grunnþörfunum. Hvað er þetta annað en þrælahald á nútíma vísu? Með von um vakningu hjá okkur öllum, Jack Hrafnkell Danielsson öryrki og efnahagslegur flóttamaður búsettur í Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jack Hrafnkell Daníelsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Í september árið 2017 stóð núverandi forsætisráðherra, sem þá var óbreyttur þingmaður Vinstri Grænna, í pontu Alþingis og fór mikinn í fjárlagaumræðu fyrir árið 2018 þar sem hún gagnrýndi harðlega þáverandi fjármálaráðherra og forsætisráðherra fyrir að gera ekki meira fyrir aldraða og öryrkja og sagði hún orðrétt: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu.“ Í dag, um tveimur og hálfu ári síðar er fátækasta fólkið enn að bíða eftir þessu réttlæti sem Katrín sagði að fólkið gæti ekki beðið eftir en í hún settist í stól forsætisráðherra innan við tveimur mánuðum eftir að hún lét þessi orð falla með miklum þunga. En í stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra sagði hún orðrétt að fátækasta fólkið yrði samt enn að bíða um sinn eftir réttlætinu. En það eru ekki bara öryrkjar og aldraðir sem bíða eftir réttlæti því síðustu þrjá áratugi hefur verið sú stefna í gangi hjá stjórnvöldum, vinnuveitendum og verkalýðsfélögum að halda niðri launahækkunum á almennum vinnumarkaði þannig að nú er svo komið að þeir sem vinna á lægstu launum í landinu hafa ekki efni á húsnæði og nauðsynjum út mánuðinn. Nýir verkalýðsleiðtogar hafa leynt og ljóst sýnt fram á það með útreikningum og tölulegum gögnum frá því árið 2009 að á meðan þeir sem eru í hæðstu launaflokkunum hafa fengið margfaldar „leiðréttingar“ og kauphækkannir hafa þeir sem eru á lægstu launum nánast staðið í stað launalega séð með þeim afleiðingum að kaupmáttur þeirra hefur rýrnað vegna hækkanna á vörum, þjónustu og húsaleigu. Það er staðreynd. Við skulum aftur snúa okkur að lífeyrisþegunum því þeir eru látnir sæta algjörlega ómanneskjulegum skyldum, eru settir í hlekki þrælahalds fátæktar sem þeir eiga enga möguleika á að komast út úr, hversu svo mikið sem þeir vildu það. Mig langar því að biðja ykkur að staldra aðeins við og setja ykkur í spor einstaklings sem hefur orðið fyrir því að missa heilsuna á besta aldri og þurfa að lifa á örorkubótum í dag á almennum leigumarkaði. Að þurfa að leigja húsnæði og sjá fyrir öllum ykkar þörfum með um 250 þúsund krónur á mánuði útborgað. Er það réttlátt og sanngjarnt þegar stjórnvöld setja viðmið um lágmarks framfærslu að greiða síðan bætur sem eru langt undir þeim viðmiðum? Er það siðferðislega réttalætanlegt af stjórnvöldum að setja lög um lágmarkslaun sem eru langt undir þeim viðmiðum? Er það með einhverjum hætti siðferðilega réttlætanlegt að skattleggja upp í topp laun sem eru undir fátæktarmörkum eða viðmiðunarmörkum um lágmarks framfærslu? Er það réttlátt og sanngjarnt að öryrkjar og aldraðir séu látnir sæta skerðingum á greiðslum úr almannatryggingum vegna uppbóta og styrkja? Er það sanngjarnt að rífa af þeim með skerðingum hverja krónu sem þeir ná að skrapa saman komist þeir tímabundið í enhverja vinnu? Öryrkjar fá lægri tekjur ef þeir eru í hjónabandi eða deila heimili með einhverjum. Hvað segðu þingmenn um það að vera lækkaðir í launum væru þeir giftir eða í sambúð? Ríkið, með skerðingum, stelur lífeyrisgreiðslum sem fólk hefur greitt í lifeyrissjóði áratugum saman. Hvernig þætti þér sem launþegi ef vinnuveitandi þinn ákvæði að lækka launin þín um 10 til 15% á þeim forsendum að þú ert giftur eða í sambúð? Jafnvel bara þó þú leigðir húsnæði með öðrum? Eða þá að skerða launin þín um krónu á móti krónu vegna aukavinnu? Væri það sanngjarnt? Kæru lesendur! Þessar skerðingar. Þessi þjófnaður. Þetta óréttlæti sem okkur er boðið upp á af stjórnvöldum á íslandi er hvorki sanngjarnt, eðlilegt né á nokkurn hátt réttlætanlegt. Þessi forríka elíta sem stjórnar landinu getur aldrei sett sig í okkar spor. Hvernig það er að fá útborgað um mánaðarmót og geta aldrei leyft sér nokkuð það sem þetta fólk lítur á sem sjálfsagðan hlut því við þurfum að komast af á lágmarkstekjum, hvort sem það eru lægstu laun, eftirlaun eða fátæktarstyrkurinn sem kallast örorkubætur því þau duga ekki fyrir grunnþörfunum. Hvað er þetta annað en þrælahald á nútíma vísu? Með von um vakningu hjá okkur öllum, Jack Hrafnkell Danielsson öryrki og efnahagslegur flóttamaður búsettur í Svíþjóð.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun