Segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 8. mars 2020 15:15 Samtök ferðaþjónustunnar eru til húsa í Húsi atvinnulífsins. vísir/hanna Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. Hún er sammála aðalhagfræðingi Kviku banka um að hið opinbera og fjármálafyrirtæki geti þurft að gefa fyrirtækjum í greininni aukinn slaka. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF og Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka ræddu stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi í kjölfar kórónuveirufaraldursins á Sprengisandi í morgun. Þær lögðu áherslu á að algjör óvissa ríkti um stöðu greinarinnar og erfitt væri að gera sér grein fyrir hversu lengi þaðástand myndi vara, hvort það yrði mánuðir eða í allt að ár. Hins vegar hefði högg á ferðaþjónustuna hafa gríðarleg áhrif á efnahagslífiðí landinu. Mikilvægt væri að bæði fjármálastofnanir og ríkið gripi til ráðstafana ef ferðaþjónustan verður fyrir verulegum áföllum. Kristrún Frostadóttir telur afar mikilvægt að bjarga fyrirtækjum sem gætu lent í lausafjárvanda. „Allt í einu missa þau tekjur, tvo mánuði, þrjá mánuði, fjóra mánuði. Ef bankinn hleypur ekki undir bagga með því þá tapar bankinn mjög góðu láni. Út frá viðskiptalegum forsendum þá held ég að sé mjög eðlilegt að það verði brugðist við lausafjárskorti hjá þessum fyrirtækjum en það þarf þá að gera greinamun á því hvaða félög eru í lausafjárvanda og hvaða félög eru í eiginfjárvanda,“ segir Kristrún. Hún segir aðþetta gæti þýtt aðþaðþurfi að slaka á eiginfjárhlutfalli hjá bönkum. „Það þarf mögulega að huga að því að lækka þessa buffera til skamms tíma til að gera það að verkum að bankar séu tilbúnir að taka sénsa á ákveðnum fyrirtækjum.“ Bjarnheiður Hallsdóttir segir að hið opinbera þurfi mögulega að grípa til aðgerða. „Þetta getur náttúrulega orðið, ef allt fer á versta veg, mjög alvarlegt fyrir lífvænleg fyrirtæki sem lenda mjög fljótt í lausfjárvandræðum. Þá hlýtur að koma til einhver aðstoð frá hinu opinbera og frá bankakerfinu. Það hafa verið aðferðir eins og að fresta opinberum gjöldum, fresta skattgreiðslum og jafnvel lán frá hinu opinbera sem væru þá í formi niðurgreiddra lána sem myndu þá tengjast afkomu,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. Hún er sammála aðalhagfræðingi Kviku banka um að hið opinbera og fjármálafyrirtæki geti þurft að gefa fyrirtækjum í greininni aukinn slaka. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF og Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka ræddu stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi í kjölfar kórónuveirufaraldursins á Sprengisandi í morgun. Þær lögðu áherslu á að algjör óvissa ríkti um stöðu greinarinnar og erfitt væri að gera sér grein fyrir hversu lengi þaðástand myndi vara, hvort það yrði mánuðir eða í allt að ár. Hins vegar hefði högg á ferðaþjónustuna hafa gríðarleg áhrif á efnahagslífiðí landinu. Mikilvægt væri að bæði fjármálastofnanir og ríkið gripi til ráðstafana ef ferðaþjónustan verður fyrir verulegum áföllum. Kristrún Frostadóttir telur afar mikilvægt að bjarga fyrirtækjum sem gætu lent í lausafjárvanda. „Allt í einu missa þau tekjur, tvo mánuði, þrjá mánuði, fjóra mánuði. Ef bankinn hleypur ekki undir bagga með því þá tapar bankinn mjög góðu láni. Út frá viðskiptalegum forsendum þá held ég að sé mjög eðlilegt að það verði brugðist við lausafjárskorti hjá þessum fyrirtækjum en það þarf þá að gera greinamun á því hvaða félög eru í lausafjárvanda og hvaða félög eru í eiginfjárvanda,“ segir Kristrún. Hún segir aðþetta gæti þýtt aðþaðþurfi að slaka á eiginfjárhlutfalli hjá bönkum. „Það þarf mögulega að huga að því að lækka þessa buffera til skamms tíma til að gera það að verkum að bankar séu tilbúnir að taka sénsa á ákveðnum fyrirtækjum.“ Bjarnheiður Hallsdóttir segir að hið opinbera þurfi mögulega að grípa til aðgerða. „Þetta getur náttúrulega orðið, ef allt fer á versta veg, mjög alvarlegt fyrir lífvænleg fyrirtæki sem lenda mjög fljótt í lausfjárvandræðum. Þá hlýtur að koma til einhver aðstoð frá hinu opinbera og frá bankakerfinu. Það hafa verið aðferðir eins og að fresta opinberum gjöldum, fresta skattgreiðslum og jafnvel lán frá hinu opinbera sem væru þá í formi niðurgreiddra lána sem myndu þá tengjast afkomu,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira