Framkonur fengu bikar að láni til að stilla sér upp á sigurmynd Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2020 23:00 Framkonur eru sigurstranglegar fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun. Sigurliðið í ár fær réttan verðlaunagrip strax í hendurnar. vísir/Daníel Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi breyst frá því að Fram mætti síðast liði frá Akureyri í bikarúrslitaleik kvenna í handbolta. Fram og KA/Þór mætast í Laugardalshöll á morgun. Fyrir 40 árum mættust Fram og Þór í bikarúrslitaleiknum og fór leikurinn fram í Íþróttaskemmunni á Akureyri. Framarar voru 8-6 yfir í hálfleik og unnu að lokum níu marka sigur, 20-11. Íþróttafréttamaðurinn Ívar Benediktsson rifjar leikinn upp á vef HSÍ og bendir á að lítil virðing virðist hafa verið borin fyrir leiknum því enginn fulltrúi HSÍ var á staðnum og enginn verðlaunagripur fyrir Framkonur til að taka við. Þá voru góð ráð dýr en Framkonur fengu engu að síður afhentan bikar til að stilla sér upp með á mynd. Ívar fékk Guðríði Guðjónsdóttur til að rifja leikinn upp en hún var markahæst hjá Fram með níu mörk: „Ég man eftir leiknum en fyrst og fremst situr það helst eftir í minningunni að enginn var bikarinn né fulltrúi HSÍ á staðnum. Til að afhenda einhvern bikar í leikslok þá var fenginn bikar að láni frá Íþróttabandalagi Akureyrar. Aðstæður og umgjörð bikarúrslitaleikja er allt önnur í dag sem betur fer og ég get lofað því að svona nokkuð gæti aldrei gerst í dag,“ sagði Guðríður sem situr nú í stjórn HSÍ og er formaður landsliðsnefndar kvenna. Þá bendir Ívar á að umfjöllun um leikinn fyrir 40 árum í fjölmiðlum hafi verið af skornum skammti og að eitt dagblaðanna hafi látið þrjár vikur líða frá leikslokum og þar til að það birti mynd af bikarmeisturunum: Söguupprifjunina má nálgast í heild hér en úrslitaleikurinn í ár hefst kl. 13.30 á morgun í Laugardalshöll. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 22-21 | Akureyringar í bikarúrslit KA/Þór vann sigur á Haukum í æsispennandi undanúrslitaleik í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 4. mars 2020 20:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 17-23| Fram fór illa með Val í undanúrslitum Aldrei spurning í uppgjöri bestu liðanna, Fram fór illa með Val í undanúrslitaleiknum 4. mars 2020 22:15 KA/Þór gefur út stuðningsmannalag í tilefni bikarhelginnar Rúnar Eff syngur nýtt stuðningsmannalag KA/Þórs, „Sigurinn heim!“ 3. mars 2020 20:30 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi breyst frá því að Fram mætti síðast liði frá Akureyri í bikarúrslitaleik kvenna í handbolta. Fram og KA/Þór mætast í Laugardalshöll á morgun. Fyrir 40 árum mættust Fram og Þór í bikarúrslitaleiknum og fór leikurinn fram í Íþróttaskemmunni á Akureyri. Framarar voru 8-6 yfir í hálfleik og unnu að lokum níu marka sigur, 20-11. Íþróttafréttamaðurinn Ívar Benediktsson rifjar leikinn upp á vef HSÍ og bendir á að lítil virðing virðist hafa verið borin fyrir leiknum því enginn fulltrúi HSÍ var á staðnum og enginn verðlaunagripur fyrir Framkonur til að taka við. Þá voru góð ráð dýr en Framkonur fengu engu að síður afhentan bikar til að stilla sér upp með á mynd. Ívar fékk Guðríði Guðjónsdóttur til að rifja leikinn upp en hún var markahæst hjá Fram með níu mörk: „Ég man eftir leiknum en fyrst og fremst situr það helst eftir í minningunni að enginn var bikarinn né fulltrúi HSÍ á staðnum. Til að afhenda einhvern bikar í leikslok þá var fenginn bikar að láni frá Íþróttabandalagi Akureyrar. Aðstæður og umgjörð bikarúrslitaleikja er allt önnur í dag sem betur fer og ég get lofað því að svona nokkuð gæti aldrei gerst í dag,“ sagði Guðríður sem situr nú í stjórn HSÍ og er formaður landsliðsnefndar kvenna. Þá bendir Ívar á að umfjöllun um leikinn fyrir 40 árum í fjölmiðlum hafi verið af skornum skammti og að eitt dagblaðanna hafi látið þrjár vikur líða frá leikslokum og þar til að það birti mynd af bikarmeisturunum: Söguupprifjunina má nálgast í heild hér en úrslitaleikurinn í ár hefst kl. 13.30 á morgun í Laugardalshöll.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 22-21 | Akureyringar í bikarúrslit KA/Þór vann sigur á Haukum í æsispennandi undanúrslitaleik í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 4. mars 2020 20:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 17-23| Fram fór illa með Val í undanúrslitum Aldrei spurning í uppgjöri bestu liðanna, Fram fór illa með Val í undanúrslitaleiknum 4. mars 2020 22:15 KA/Þór gefur út stuðningsmannalag í tilefni bikarhelginnar Rúnar Eff syngur nýtt stuðningsmannalag KA/Þórs, „Sigurinn heim!“ 3. mars 2020 20:30 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 22-21 | Akureyringar í bikarúrslit KA/Þór vann sigur á Haukum í æsispennandi undanúrslitaleik í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 4. mars 2020 20:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 17-23| Fram fór illa með Val í undanúrslitum Aldrei spurning í uppgjöri bestu liðanna, Fram fór illa með Val í undanúrslitaleiknum 4. mars 2020 22:15
KA/Þór gefur út stuðningsmannalag í tilefni bikarhelginnar Rúnar Eff syngur nýtt stuðningsmannalag KA/Þórs, „Sigurinn heim!“ 3. mars 2020 20:30