Ferðamenn á Suðurlandi horfnir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. mars 2020 11:00 Ferðamönnum í Vík fækkaði stórlega á einungis Vísir/Stöð 2 Ferðamönnum á Suðurlandi hefur fækkað í tugum prósenta á einungis nokkrum dögum eftir að kórónuveiran náði útbreiðslu. Framkvæmdastjóri ferðaþjónustu á svæðinu er uggandi yfir framtíðinni og segir erfitt að gera áætlanir. Gífurlegur samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi frá því útbreiðsla kórónuveirunar náði til Evrópu og Ameríku. Suðurland hefur þótt eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna en í dag er nær enga ferðamenn þar að sjá. Öllu jafna hefur verið þétt umferð hópferðabíla og bílaleigubíla í Vík á undanförnum árum. Eftir að kórónuveiran kom hefur orðið algjört hrun í ferðaþjónustu á Suðurlandi.Elías Guðmundsson, atvinnurekandi í Vík.Vísir/Stöð 2Hurfu bara á nokkrum dögum „Við fundum kannski mest fyrir þessu, í traffíkinni, þegar Trump kom með sína yfirlýsingu og svo hefur þetta verið að gerast mjög hratt. Eiginlega mesta droppið var fyrir tveimur dögum þá fórum við að sjá planið (við verslunarkjarnann) tómt,“ segir Elías Guðmundsson, eigandi þjónustufyrirtækja og hótela í Vík. Elías segir að verstu dagurinn í veitingaþjónustu og hótel gistingu í Vík hafi verið á föstudag. Hann segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana sem þykja sársaukafullar. Nokkrum veitingastöðum hefur þegar verið lokað og þá er til skoðunar að loka hótelum. Elías er áhyggjufullur um næstu mánuði.Rólegt hefur verið hjá þjónustufyrirtækjum og hótelum í Vík síðustu daga.Vísir/Stöð 2Vonandi verður haustið gott „Við vitum auðvitað öll að þetta er skammtíma ástand. En hvað þýðir skammtíma ástand? Er það tveir, þrír mánuðir. Er það hálft ár. Ég er búinn að vera að framkvæma mjög mikið þannig að maður sefur ekkert alveg rólegur. Þetta mun ekkert bara spýtast í gang svona þegar einhver segir „þið megið ferðast aftur“. Ég held að þetta muni koma hægt til baka. Maður auðvitað bindur vonir við að haustið verði gott en ég hugsa að sumarið sé farið svona eins og maður reiknaði með að það yrði,“ segir Elías. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Ferðamönnum á Suðurlandi hefur fækkað í tugum prósenta á einungis nokkrum dögum eftir að kórónuveiran náði útbreiðslu. Framkvæmdastjóri ferðaþjónustu á svæðinu er uggandi yfir framtíðinni og segir erfitt að gera áætlanir. Gífurlegur samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi frá því útbreiðsla kórónuveirunar náði til Evrópu og Ameríku. Suðurland hefur þótt eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna en í dag er nær enga ferðamenn þar að sjá. Öllu jafna hefur verið þétt umferð hópferðabíla og bílaleigubíla í Vík á undanförnum árum. Eftir að kórónuveiran kom hefur orðið algjört hrun í ferðaþjónustu á Suðurlandi.Elías Guðmundsson, atvinnurekandi í Vík.Vísir/Stöð 2Hurfu bara á nokkrum dögum „Við fundum kannski mest fyrir þessu, í traffíkinni, þegar Trump kom með sína yfirlýsingu og svo hefur þetta verið að gerast mjög hratt. Eiginlega mesta droppið var fyrir tveimur dögum þá fórum við að sjá planið (við verslunarkjarnann) tómt,“ segir Elías Guðmundsson, eigandi þjónustufyrirtækja og hótela í Vík. Elías segir að verstu dagurinn í veitingaþjónustu og hótel gistingu í Vík hafi verið á föstudag. Hann segir að þegar hafi verið gripið til ráðstafana sem þykja sársaukafullar. Nokkrum veitingastöðum hefur þegar verið lokað og þá er til skoðunar að loka hótelum. Elías er áhyggjufullur um næstu mánuði.Rólegt hefur verið hjá þjónustufyrirtækjum og hótelum í Vík síðustu daga.Vísir/Stöð 2Vonandi verður haustið gott „Við vitum auðvitað öll að þetta er skammtíma ástand. En hvað þýðir skammtíma ástand? Er það tveir, þrír mánuðir. Er það hálft ár. Ég er búinn að vera að framkvæma mjög mikið þannig að maður sefur ekkert alveg rólegur. Þetta mun ekkert bara spýtast í gang svona þegar einhver segir „þið megið ferðast aftur“. Ég held að þetta muni koma hægt til baka. Maður auðvitað bindur vonir við að haustið verði gott en ég hugsa að sumarið sé farið svona eins og maður reiknaði með að það yrði,“ segir Elías.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“