Vík í Mýrdal er eins og draugaþorp í kjölfar Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2020 12:15 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem segir að það þýði ekki að leggjast í sorg og sút vegna ástandsins, íbúar Mýrdalshrepps ætli að koma standandi niður eftir Covid-19 faraldurinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepp segir að þorpið í Vík í Mýrdal sé eins og draugþorp eftir að Covid-19 kom upp, enda ekki einn ferðamaður á ferð. Íbúar sveitarfélagsins ætla að vera duglegir að bjóða Íslendingum heim í sumar. Mýrdalshreppur hefur verið eitt allra helsta aðdráttarafl ferðamanna síðustu ár enda margar fallegar náttúruperlur í sveitarfélaginu. Mikil uppbygging hefur t.d. verið í þorpinu í Vík, sem tengist ferðaþjónustu en nú er það allt farið, það kemur engin ferðamaður á staðinn. „Ég dáist að því hvað fólk heldur ró sinni og það eru allir að reyna að gera eins vel og þeir geta út frá stöðunni, sem við erum í en auðvitað gengur þetta ástandi ekki lengi. Það er alveg sama hvert litið er, hvort þetta er bleikjueldi, bílaviðgerðir eða veitingahús, það er núll innkoma,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Þorbjörg segir að það sé draugalegt yfir þorpinu í Vík þessa dagana enda engir ferðamenn á ferðinni og öll starfsemi liggur meira og minna niðri, sem snýr að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þorbjörg líkir Vík í Mýrdal, sem draugaþorpi í dag. „Já, það er bara óhætt að segja það, nú er Snorrabúð stekkur, það er varla hræða á ferð nema bara heimamenn.“ Ekkert kórónusmit hefur komið upp í Mýrdalshreppi enda segir Þorbjörg heimamenn rólega og haldi sig bara heima, enda þori fólk ekki annað en að hlýða Víði. Sveitarstjórinn vill sjá í þessu ástandi að það komi meiri peningur inn í framkvæmdasjóð ferðamála og endurskoða þær umsóknir sem þar liggja því það hafi verið fullt af umsóknum, m.a. úr Mýrdalshreppi, því þarf sé fullt af störfum, sem fengu ekki náð fyrir augum nefndar sjóðsins. Þá segir Þorbjörg að það sé nauðsynlegt fyrir fyrirtæki landsins að fá meiri stuðning frá ríkisvaldinu í aðstæðum sem þessum. „Við ætlum okkur að koma standandi niður úr þessu en til þess þurfum við aðstoð stjórnvalda. Eins og núna erum við að undirbúa okkur við það að bjóða Íslendinga velkomna til okkar í sumar. Hér er ótal afþreying fyrir utan fallega náttúru,“ segir Þorbjörg. 44% íbúa í Mýrdalshreppi eru útlendingar sem hafa unnið í ferðaþjónustu. Þorbjörg segir að flestir haldi enn ráðningasambandi við sín fyrirtæki og fari hlutaleiðina. Reiknað er með að atvinnuleysi í sveitarfélaginu fari upp í 34% núna í apríl. Þrátt fyrir það er sveitarstjórinn bjartsýn á framhaldið. „Já, ég er bjartsýn að eðlisfari og það hjálpar mér helling. Ég held að það þýði ekki að leggjast í einhverja sorg og sút, við þurfum að bretta upp ermar ef við erum ákveðin í að komast standandi niður úr þessu þá hjálpar það okkur alveg helling en við þurfum aðstoð við það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepp segir að þorpið í Vík í Mýrdal sé eins og draugþorp eftir að Covid-19 kom upp, enda ekki einn ferðamaður á ferð. Íbúar sveitarfélagsins ætla að vera duglegir að bjóða Íslendingum heim í sumar. Mýrdalshreppur hefur verið eitt allra helsta aðdráttarafl ferðamanna síðustu ár enda margar fallegar náttúruperlur í sveitarfélaginu. Mikil uppbygging hefur t.d. verið í þorpinu í Vík, sem tengist ferðaþjónustu en nú er það allt farið, það kemur engin ferðamaður á staðinn. „Ég dáist að því hvað fólk heldur ró sinni og það eru allir að reyna að gera eins vel og þeir geta út frá stöðunni, sem við erum í en auðvitað gengur þetta ástandi ekki lengi. Það er alveg sama hvert litið er, hvort þetta er bleikjueldi, bílaviðgerðir eða veitingahús, það er núll innkoma,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Þorbjörg segir að það sé draugalegt yfir þorpinu í Vík þessa dagana enda engir ferðamenn á ferðinni og öll starfsemi liggur meira og minna niðri, sem snýr að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þorbjörg líkir Vík í Mýrdal, sem draugaþorpi í dag. „Já, það er bara óhætt að segja það, nú er Snorrabúð stekkur, það er varla hræða á ferð nema bara heimamenn.“ Ekkert kórónusmit hefur komið upp í Mýrdalshreppi enda segir Þorbjörg heimamenn rólega og haldi sig bara heima, enda þori fólk ekki annað en að hlýða Víði. Sveitarstjórinn vill sjá í þessu ástandi að það komi meiri peningur inn í framkvæmdasjóð ferðamála og endurskoða þær umsóknir sem þar liggja því það hafi verið fullt af umsóknum, m.a. úr Mýrdalshreppi, því þarf sé fullt af störfum, sem fengu ekki náð fyrir augum nefndar sjóðsins. Þá segir Þorbjörg að það sé nauðsynlegt fyrir fyrirtæki landsins að fá meiri stuðning frá ríkisvaldinu í aðstæðum sem þessum. „Við ætlum okkur að koma standandi niður úr þessu en til þess þurfum við aðstoð stjórnvalda. Eins og núna erum við að undirbúa okkur við það að bjóða Íslendinga velkomna til okkar í sumar. Hér er ótal afþreying fyrir utan fallega náttúru,“ segir Þorbjörg. 44% íbúa í Mýrdalshreppi eru útlendingar sem hafa unnið í ferðaþjónustu. Þorbjörg segir að flestir haldi enn ráðningasambandi við sín fyrirtæki og fari hlutaleiðina. Reiknað er með að atvinnuleysi í sveitarfélaginu fari upp í 34% núna í apríl. Þrátt fyrir það er sveitarstjórinn bjartsýn á framhaldið. „Já, ég er bjartsýn að eðlisfari og það hjálpar mér helling. Ég held að það þýði ekki að leggjast í einhverja sorg og sút, við þurfum að bretta upp ermar ef við erum ákveðin í að komast standandi niður úr þessu þá hjálpar það okkur alveg helling en við þurfum aðstoð við það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira