Vík í Mýrdal er eins og draugaþorp í kjölfar Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2020 12:15 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem segir að það þýði ekki að leggjast í sorg og sút vegna ástandsins, íbúar Mýrdalshrepps ætli að koma standandi niður eftir Covid-19 faraldurinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepp segir að þorpið í Vík í Mýrdal sé eins og draugþorp eftir að Covid-19 kom upp, enda ekki einn ferðamaður á ferð. Íbúar sveitarfélagsins ætla að vera duglegir að bjóða Íslendingum heim í sumar. Mýrdalshreppur hefur verið eitt allra helsta aðdráttarafl ferðamanna síðustu ár enda margar fallegar náttúruperlur í sveitarfélaginu. Mikil uppbygging hefur t.d. verið í þorpinu í Vík, sem tengist ferðaþjónustu en nú er það allt farið, það kemur engin ferðamaður á staðinn. „Ég dáist að því hvað fólk heldur ró sinni og það eru allir að reyna að gera eins vel og þeir geta út frá stöðunni, sem við erum í en auðvitað gengur þetta ástandi ekki lengi. Það er alveg sama hvert litið er, hvort þetta er bleikjueldi, bílaviðgerðir eða veitingahús, það er núll innkoma,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Þorbjörg segir að það sé draugalegt yfir þorpinu í Vík þessa dagana enda engir ferðamenn á ferðinni og öll starfsemi liggur meira og minna niðri, sem snýr að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þorbjörg líkir Vík í Mýrdal, sem draugaþorpi í dag. „Já, það er bara óhætt að segja það, nú er Snorrabúð stekkur, það er varla hræða á ferð nema bara heimamenn.“ Ekkert kórónusmit hefur komið upp í Mýrdalshreppi enda segir Þorbjörg heimamenn rólega og haldi sig bara heima, enda þori fólk ekki annað en að hlýða Víði. Sveitarstjórinn vill sjá í þessu ástandi að það komi meiri peningur inn í framkvæmdasjóð ferðamála og endurskoða þær umsóknir sem þar liggja því það hafi verið fullt af umsóknum, m.a. úr Mýrdalshreppi, því þarf sé fullt af störfum, sem fengu ekki náð fyrir augum nefndar sjóðsins. Þá segir Þorbjörg að það sé nauðsynlegt fyrir fyrirtæki landsins að fá meiri stuðning frá ríkisvaldinu í aðstæðum sem þessum. „Við ætlum okkur að koma standandi niður úr þessu en til þess þurfum við aðstoð stjórnvalda. Eins og núna erum við að undirbúa okkur við það að bjóða Íslendinga velkomna til okkar í sumar. Hér er ótal afþreying fyrir utan fallega náttúru,“ segir Þorbjörg. 44% íbúa í Mýrdalshreppi eru útlendingar sem hafa unnið í ferðaþjónustu. Þorbjörg segir að flestir haldi enn ráðningasambandi við sín fyrirtæki og fari hlutaleiðina. Reiknað er með að atvinnuleysi í sveitarfélaginu fari upp í 34% núna í apríl. Þrátt fyrir það er sveitarstjórinn bjartsýn á framhaldið. „Já, ég er bjartsýn að eðlisfari og það hjálpar mér helling. Ég held að það þýði ekki að leggjast í einhverja sorg og sút, við þurfum að bretta upp ermar ef við erum ákveðin í að komast standandi niður úr þessu þá hjálpar það okkur alveg helling en við þurfum aðstoð við það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Sjá meira
Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepp segir að þorpið í Vík í Mýrdal sé eins og draugþorp eftir að Covid-19 kom upp, enda ekki einn ferðamaður á ferð. Íbúar sveitarfélagsins ætla að vera duglegir að bjóða Íslendingum heim í sumar. Mýrdalshreppur hefur verið eitt allra helsta aðdráttarafl ferðamanna síðustu ár enda margar fallegar náttúruperlur í sveitarfélaginu. Mikil uppbygging hefur t.d. verið í þorpinu í Vík, sem tengist ferðaþjónustu en nú er það allt farið, það kemur engin ferðamaður á staðinn. „Ég dáist að því hvað fólk heldur ró sinni og það eru allir að reyna að gera eins vel og þeir geta út frá stöðunni, sem við erum í en auðvitað gengur þetta ástandi ekki lengi. Það er alveg sama hvert litið er, hvort þetta er bleikjueldi, bílaviðgerðir eða veitingahús, það er núll innkoma,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Þorbjörg segir að það sé draugalegt yfir þorpinu í Vík þessa dagana enda engir ferðamenn á ferðinni og öll starfsemi liggur meira og minna niðri, sem snýr að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þorbjörg líkir Vík í Mýrdal, sem draugaþorpi í dag. „Já, það er bara óhætt að segja það, nú er Snorrabúð stekkur, það er varla hræða á ferð nema bara heimamenn.“ Ekkert kórónusmit hefur komið upp í Mýrdalshreppi enda segir Þorbjörg heimamenn rólega og haldi sig bara heima, enda þori fólk ekki annað en að hlýða Víði. Sveitarstjórinn vill sjá í þessu ástandi að það komi meiri peningur inn í framkvæmdasjóð ferðamála og endurskoða þær umsóknir sem þar liggja því það hafi verið fullt af umsóknum, m.a. úr Mýrdalshreppi, því þarf sé fullt af störfum, sem fengu ekki náð fyrir augum nefndar sjóðsins. Þá segir Þorbjörg að það sé nauðsynlegt fyrir fyrirtæki landsins að fá meiri stuðning frá ríkisvaldinu í aðstæðum sem þessum. „Við ætlum okkur að koma standandi niður úr þessu en til þess þurfum við aðstoð stjórnvalda. Eins og núna erum við að undirbúa okkur við það að bjóða Íslendinga velkomna til okkar í sumar. Hér er ótal afþreying fyrir utan fallega náttúru,“ segir Þorbjörg. 44% íbúa í Mýrdalshreppi eru útlendingar sem hafa unnið í ferðaþjónustu. Þorbjörg segir að flestir haldi enn ráðningasambandi við sín fyrirtæki og fari hlutaleiðina. Reiknað er með að atvinnuleysi í sveitarfélaginu fari upp í 34% núna í apríl. Þrátt fyrir það er sveitarstjórinn bjartsýn á framhaldið. „Já, ég er bjartsýn að eðlisfari og það hjálpar mér helling. Ég held að það þýði ekki að leggjast í einhverja sorg og sút, við þurfum að bretta upp ermar ef við erum ákveðin í að komast standandi niður úr þessu þá hjálpar það okkur alveg helling en við þurfum aðstoð við það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Sjá meira