Vilja 10 milljóna sekt fyrir okur á hættustundu Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 06:11 Inga Sæland formaður Flokks Fólksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Guðmundur Ingi Kristjánsson þingmaður flokksins er meðflutningsmaður. Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins vill að ríkisslögreglustjóra verði gefin heimild til að ákveða hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á vörum, fari svo að eftirspurn á þeim aukist verulega eða framboð þeirra dragist saman vegna hættuástands. Flokkurinn leggur jafnframt til að hver sá sem á „hættustundu okrar á neytendum í viðskiptum með nauðsynjavörum“ skuli sektaður um allt að 10 milljónir króna eða sæta fangelsi í þrjá mánuði. Í greinargerð með lagafrumvarpi flokksins er dæmi tekið af yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Dæmi séu um að verð á sóttvarnavörum, grímum, sótthreinsispritti og fleiru hafi hækkað verulega - „og að óprúttnir aðilar hafi hamstrað til sín slíkar vörur á fyrri stigum faraldursins í gróðavon.“ Það sé hins vegar ótækt að mati flokksins að efnaminna fólk geti ekki fylgt sóttvarnareglum vegna verðhækkana á nauðsynlegum sóttvarnabúnaði. Þess vegna kveður lagafrumvarpi þeirra Ingu Sæland og Guðmundar Inga Kristjánssonar jafnframt á um að tryggja öllum aðgang að sóttvarnabúnaði sem talinn er nauðsynlegur til þess að framfylgja sóttvarnalögum. „Þannig vaknar jákvæð skylda hjá hinu opinbera til að tryggja aðgang að þeim vörum sem almenningur þarf að nota til að ná fram áhrifum sóttvarnaaðgerða,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Ríkislögreglustjóri velji vörurnar Hið opinbera hefur þegar heimild í almannavarnalögum til að hlutast til um sölu og dreifingu á því sem teljast nauðsynjar. Flokkur fólksins telur heimildina barn síns tíma og óskýra, eðlilegra sé að beina spjótum að einkareknum fyrirtækjum frekar en að hið opinbera gefi út fyrirmæli sem komi í veg fyrir okur. Flokkurinn leggur þannig til að ríkislögreglustjóra verði veitt sérstök heimild „til að koma í veg fyrir okur á tilteknum vörum á tímum hættuástands þegar eftirspurn eftir þeim vörum eykst til muna eða verulega dregur úr framboði.“ Ríkislögreglustjóri ákveði jafnframt sjálfur hvaða vörur um ræðir. Til þess að tryggja „bann við okri,“ ýmist með því að hækka söluverð eða álagningu, telur flokkurinn nauðsynlegt að taka upp refsingar sem hafa fælingarmátt. Leggur hann því til að sett verði í lög um almannavarnir sektarákvæði og að sektir vegna brots geti numið allt að 10 milljónum króna. Okur verði jafnframt skilgreint sem „hækkun á vöruverði án málefnalegra ástæðna eða aðeins vegna þess að eftirspurn hefur aukist.“ Lagafrumvarp Flokks fólksins, sem felur í sér breytingar á lögum um almannavarnir, sóttvarnir og hegningarlögum, má nálgast hér. Almannavarnir Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Flokkur fólksins vill að ríkisslögreglustjóra verði gefin heimild til að ákveða hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á vörum, fari svo að eftirspurn á þeim aukist verulega eða framboð þeirra dragist saman vegna hættuástands. Flokkurinn leggur jafnframt til að hver sá sem á „hættustundu okrar á neytendum í viðskiptum með nauðsynjavörum“ skuli sektaður um allt að 10 milljónir króna eða sæta fangelsi í þrjá mánuði. Í greinargerð með lagafrumvarpi flokksins er dæmi tekið af yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Dæmi séu um að verð á sóttvarnavörum, grímum, sótthreinsispritti og fleiru hafi hækkað verulega - „og að óprúttnir aðilar hafi hamstrað til sín slíkar vörur á fyrri stigum faraldursins í gróðavon.“ Það sé hins vegar ótækt að mati flokksins að efnaminna fólk geti ekki fylgt sóttvarnareglum vegna verðhækkana á nauðsynlegum sóttvarnabúnaði. Þess vegna kveður lagafrumvarpi þeirra Ingu Sæland og Guðmundar Inga Kristjánssonar jafnframt á um að tryggja öllum aðgang að sóttvarnabúnaði sem talinn er nauðsynlegur til þess að framfylgja sóttvarnalögum. „Þannig vaknar jákvæð skylda hjá hinu opinbera til að tryggja aðgang að þeim vörum sem almenningur þarf að nota til að ná fram áhrifum sóttvarnaaðgerða,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Ríkislögreglustjóri velji vörurnar Hið opinbera hefur þegar heimild í almannavarnalögum til að hlutast til um sölu og dreifingu á því sem teljast nauðsynjar. Flokkur fólksins telur heimildina barn síns tíma og óskýra, eðlilegra sé að beina spjótum að einkareknum fyrirtækjum frekar en að hið opinbera gefi út fyrirmæli sem komi í veg fyrir okur. Flokkurinn leggur þannig til að ríkislögreglustjóra verði veitt sérstök heimild „til að koma í veg fyrir okur á tilteknum vörum á tímum hættuástands þegar eftirspurn eftir þeim vörum eykst til muna eða verulega dregur úr framboði.“ Ríkislögreglustjóri ákveði jafnframt sjálfur hvaða vörur um ræðir. Til þess að tryggja „bann við okri,“ ýmist með því að hækka söluverð eða álagningu, telur flokkurinn nauðsynlegt að taka upp refsingar sem hafa fælingarmátt. Leggur hann því til að sett verði í lög um almannavarnir sektarákvæði og að sektir vegna brots geti numið allt að 10 milljónum króna. Okur verði jafnframt skilgreint sem „hækkun á vöruverði án málefnalegra ástæðna eða aðeins vegna þess að eftirspurn hefur aukist.“ Lagafrumvarp Flokks fólksins, sem felur í sér breytingar á lögum um almannavarnir, sóttvarnir og hegningarlögum, má nálgast hér.
Almannavarnir Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira