Almannaheillasamtök koma löskuð úr kófinu Jónas Guðmundsson skrifar 27. ágúst 2020 11:30 Afleiðingar kórónafaraldursins eru að skýrarast í hugum landsmanna—reyndar erum við lítið farin að gefa gaum að alþjóðlegum þáttum vandans, s.s. vaxandi flóttamannastraumi og aukinni örbirgð á sumum landsvæðum. Við gerum okkur grein fyrir að faraldurinn hefur bæði skammtíma- og langtímaáhrif; vitum að afleiðingarnar eru andlegar, félagslegar og efnahagslegar ekki síður en líkamlegar; við skiljum að aðstæðurnar krefjast oft flókinna og fjölbreyttra úrræða. Eins og annars staðar bera opinberir aðilar hér á landi hitann og þungann af viðbrögðum við faraldrinum. Samt verður sífellt ljósara að virkja þarf marga og ólíka aðila til aðgerða til að takmarka og bæta skaðann. Samtök sem þekkja vel aðstæður afmarkaðra hópa og rækta samband við félagsmenn og aðstandendur—grasrótarsamtök og sjálfstæð félög—geta gegnt lykilhlutverki með því að styðja opinberu aðgerðirnar, taka að sér sértæk verkefni, leggja lið við stefnumótun og rýna opinberar reglur og leiðbeiningar. Enda eru þessi félög lýðræðisleg verkfæri almennings. Fjölþættur vandi Við fáum reglulega sögur af vandanum. Landsamband eldri borgara hefur varað við slæmum áhrifum, jafnvel lífshættulegum, af einangrun á líf eldra fólks. Lögreglan og barnavernd hafa tekið á móti fleiri tilkynningum um heimilisofbeldi en nokkru sinni. Hjálparstarf kirkjunnar hefur aldrei fengið jafnmargar beiðnir um fjárhagsaðstoð (enda eru 17.000 einstaklingar skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun, þar af 4.500 háskólamenntaðir, mun fleiri en í kjölfar bankahrunsins). Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, hafa afgreitt metfjölda matargjafa. Barnaheill og Landsamband ungmennafélaga hafa vakið athygli á kvíða og annarri andlegri vanheilsu ungs fólks. Sjúklingatengd félög hafa lýst áhyggjum af lífskjaraskerðingum sem skjólstæðingar þeirra verða fyrir vegna sóttvarnaraðgerða og annríkis heilbrigðisstofnana en að missa aðgengi að opinberri þjónustu um tíma getur haft langvarandi áhrif á veika einstaklinga. Eins og dæmin sýna hafa almannaheillasamtök látið veirufaraldurinn til sín taka. Félög eldri borgara, Rauði krossinn, Landsbjörg, Heimili og skóli og fjömörg fleiri hafa hlýtt kalli heilbrigðis- og almannavarnayfirvölda um þjónustu, leiðbeiningar, hvatningu og gagnrýnið álit. Geðhjálp, Þroskahjálp og ADHD-samtökin hafa efnt til námskeiða með ráðum til að glíma við breyttar aðstæður. Fjölmörg samtök undirbúa verkefni og atburði í haust til að vinna úr Covid-vandamálum sem bíða úrlausnar. Löskuð úr kófinu Því er hins vegar ekki að neita að almannaheillasamtök koma sjálf talsvert löskuð út úr kófinu. Þau hafa orðið fyrir truflun á starfsemi, þurft að aflýsa viðburðum, misst af fjáröflunartækifærum og tapað þjálfuðum sjálfboðaliðum. Á versta tíma standa þau frammi fyrir skertri getu til að láta til sín taka, eftirspurn eftir starfi þeirra hefur vaxið en getan minnkað. Nú síðast var Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka aflýst, en á síðasta ári söfnuðust 170 millj. Kr. áheit til góðra málefna. Góðgerðarsamtök hafa höfðað til fólks og fyrirtækja um að láta styrki með öðrum hætti af hendi rakna en tekjufallið verður samt sem áður mikið. Almannasamtök í öðrum löndum hafa orðið fyrir svipuðu tekjufalli og hafa bresk og norsk góðgerðasamtök þannig upplýst um stórfellda lækkun tekna sinna vegna veirufaraldursins. Stjórnvöld í þessum löndum hafa veitt almannaheillageiranum verulega styrki til að mæta áfallinu. Hjálpað til að hjálpa til Íslensk stjórnvöld hafa einnig veitt nokkra styrki til sérstakra verkefna í tengslum við faraldurinn, vegna aðgerða gegn ofbeldi, kvíða og einmanaleika, og starfs með börnum og unglingum—samtals að upphæð 130 millj. kr. Það kemur sér vel, en styrkirnir renna jafnan til að standa undir nýjum útgjöldum, ekki til að halda reglulegri starfsemi gangandi. Stjórnvöld gætu gripið til ráða sem ekki kalla á beinan fjárstuðning. Almannaheillasamtök hafa lengi beðið eftir að lagaleg og skattaleg staða þeirra verði styrkt. Stjórnarfrumvarp til laga um félög til almannaheilla hefur legið fyrir alþingi og verið til umræðu í heilan áratug en það myndi styrkja stöðu þessara samtaka með ýmsum hætti. Skattabreytingatillögur sem nefnd fjármálaráðherra um skattalega stöðu þriðja geirans gerði fyrr á árinu liggja ennfremur fyrir. Hvoru tveggja var frestað í vorkófinu. Brýnt er að afgreiðsla þessara mála verði hluti af almennum aðgerðum stjórnvalda gegn afleiðingum veirufaraldursins. Aðgerðir stjórnvalda hafa hingað til fyrst og fremst beinst að því að aðstoða fyrirtæki og verja opinbera þjónustu. Ekki var vanþörf á. Mikilvægt er að höfuðáhersla verði lögð á velferð einstaklinga og fjölskyldna. „Við erum fær um að enginn verði skilinn eftir“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra nýlega í viðtali. Ein forsenda þess er að virkja félagasamtök til átaka. Félagasamtök eru í einstæðri stöðu til að takast á við ýmsa þætti kórónuskaðans. Það er eðlilegt að ætlast til mikils af félagasamökum, en við þurfum einnig að viðurkenna að styrkur þeirra hefur verið skertur í faraldrinum. Aðkallandi er að styrkja stöðu þeirra. Höfundur er formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Sjá meira
Afleiðingar kórónafaraldursins eru að skýrarast í hugum landsmanna—reyndar erum við lítið farin að gefa gaum að alþjóðlegum þáttum vandans, s.s. vaxandi flóttamannastraumi og aukinni örbirgð á sumum landsvæðum. Við gerum okkur grein fyrir að faraldurinn hefur bæði skammtíma- og langtímaáhrif; vitum að afleiðingarnar eru andlegar, félagslegar og efnahagslegar ekki síður en líkamlegar; við skiljum að aðstæðurnar krefjast oft flókinna og fjölbreyttra úrræða. Eins og annars staðar bera opinberir aðilar hér á landi hitann og þungann af viðbrögðum við faraldrinum. Samt verður sífellt ljósara að virkja þarf marga og ólíka aðila til aðgerða til að takmarka og bæta skaðann. Samtök sem þekkja vel aðstæður afmarkaðra hópa og rækta samband við félagsmenn og aðstandendur—grasrótarsamtök og sjálfstæð félög—geta gegnt lykilhlutverki með því að styðja opinberu aðgerðirnar, taka að sér sértæk verkefni, leggja lið við stefnumótun og rýna opinberar reglur og leiðbeiningar. Enda eru þessi félög lýðræðisleg verkfæri almennings. Fjölþættur vandi Við fáum reglulega sögur af vandanum. Landsamband eldri borgara hefur varað við slæmum áhrifum, jafnvel lífshættulegum, af einangrun á líf eldra fólks. Lögreglan og barnavernd hafa tekið á móti fleiri tilkynningum um heimilisofbeldi en nokkru sinni. Hjálparstarf kirkjunnar hefur aldrei fengið jafnmargar beiðnir um fjárhagsaðstoð (enda eru 17.000 einstaklingar skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun, þar af 4.500 háskólamenntaðir, mun fleiri en í kjölfar bankahrunsins). Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, hafa afgreitt metfjölda matargjafa. Barnaheill og Landsamband ungmennafélaga hafa vakið athygli á kvíða og annarri andlegri vanheilsu ungs fólks. Sjúklingatengd félög hafa lýst áhyggjum af lífskjaraskerðingum sem skjólstæðingar þeirra verða fyrir vegna sóttvarnaraðgerða og annríkis heilbrigðisstofnana en að missa aðgengi að opinberri þjónustu um tíma getur haft langvarandi áhrif á veika einstaklinga. Eins og dæmin sýna hafa almannaheillasamtök látið veirufaraldurinn til sín taka. Félög eldri borgara, Rauði krossinn, Landsbjörg, Heimili og skóli og fjömörg fleiri hafa hlýtt kalli heilbrigðis- og almannavarnayfirvölda um þjónustu, leiðbeiningar, hvatningu og gagnrýnið álit. Geðhjálp, Þroskahjálp og ADHD-samtökin hafa efnt til námskeiða með ráðum til að glíma við breyttar aðstæður. Fjölmörg samtök undirbúa verkefni og atburði í haust til að vinna úr Covid-vandamálum sem bíða úrlausnar. Löskuð úr kófinu Því er hins vegar ekki að neita að almannaheillasamtök koma sjálf talsvert löskuð út úr kófinu. Þau hafa orðið fyrir truflun á starfsemi, þurft að aflýsa viðburðum, misst af fjáröflunartækifærum og tapað þjálfuðum sjálfboðaliðum. Á versta tíma standa þau frammi fyrir skertri getu til að láta til sín taka, eftirspurn eftir starfi þeirra hefur vaxið en getan minnkað. Nú síðast var Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka aflýst, en á síðasta ári söfnuðust 170 millj. Kr. áheit til góðra málefna. Góðgerðarsamtök hafa höfðað til fólks og fyrirtækja um að láta styrki með öðrum hætti af hendi rakna en tekjufallið verður samt sem áður mikið. Almannasamtök í öðrum löndum hafa orðið fyrir svipuðu tekjufalli og hafa bresk og norsk góðgerðasamtök þannig upplýst um stórfellda lækkun tekna sinna vegna veirufaraldursins. Stjórnvöld í þessum löndum hafa veitt almannaheillageiranum verulega styrki til að mæta áfallinu. Hjálpað til að hjálpa til Íslensk stjórnvöld hafa einnig veitt nokkra styrki til sérstakra verkefna í tengslum við faraldurinn, vegna aðgerða gegn ofbeldi, kvíða og einmanaleika, og starfs með börnum og unglingum—samtals að upphæð 130 millj. kr. Það kemur sér vel, en styrkirnir renna jafnan til að standa undir nýjum útgjöldum, ekki til að halda reglulegri starfsemi gangandi. Stjórnvöld gætu gripið til ráða sem ekki kalla á beinan fjárstuðning. Almannaheillasamtök hafa lengi beðið eftir að lagaleg og skattaleg staða þeirra verði styrkt. Stjórnarfrumvarp til laga um félög til almannaheilla hefur legið fyrir alþingi og verið til umræðu í heilan áratug en það myndi styrkja stöðu þessara samtaka með ýmsum hætti. Skattabreytingatillögur sem nefnd fjármálaráðherra um skattalega stöðu þriðja geirans gerði fyrr á árinu liggja ennfremur fyrir. Hvoru tveggja var frestað í vorkófinu. Brýnt er að afgreiðsla þessara mála verði hluti af almennum aðgerðum stjórnvalda gegn afleiðingum veirufaraldursins. Aðgerðir stjórnvalda hafa hingað til fyrst og fremst beinst að því að aðstoða fyrirtæki og verja opinbera þjónustu. Ekki var vanþörf á. Mikilvægt er að höfuðáhersla verði lögð á velferð einstaklinga og fjölskyldna. „Við erum fær um að enginn verði skilinn eftir“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra nýlega í viðtali. Ein forsenda þess er að virkja félagasamtök til átaka. Félagasamtök eru í einstæðri stöðu til að takast á við ýmsa þætti kórónuskaðans. Það er eðlilegt að ætlast til mikils af félagasamökum, en við þurfum einnig að viðurkenna að styrkur þeirra hefur verið skertur í faraldrinum. Aðkallandi er að styrkja stöðu þeirra. Höfundur er formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar