Nýsköpun á Austurlandi Hildur Þórisdóttir skrifar 28. ágúst 2020 07:00 Nýverið las ég pistil eftir unga austfirska konu sem dró saman um það bil allt það sem ég hef verið að hugsa um síðustu 6 ár síðan ég hóf fyrst afskipti af sveitarstjórnarmálum. Við búum í heimi þar sem hröð þróun á sviði tækni og þekkingar hefur átt sér stað. Menntastig er sífellt að hækka á vinnumarkaði og kröfurnar um sérhæfð og áhugaverð störf í takt við það. Ungt fólk getur valið sér búsetu nánast hvar sem er því nú er allur heimurinn undir. Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar tilkynnti í byrjun árs að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um næstu áramót. Enn hefur ekki verið tilkynnt um hvað á að taka við af Nýsköpunarmiðstöð þar sem starfa um 80 manns og flestir á höfuðborgarsvæðinu. Sú stofnun er gott dæmi um hversu mjög hefur hallað á landsbyggðina þar sem er hvað mesta þörfin fyrir stuðning og þekkingu á sviði nýsköpunar og fyrirtækjareksturs. Afraksturinn höfum við meðal annars séð í hlutfalli styrkja sem fara til landsbyggðarinnar. Á Austurlandi hefur starfsemi þessarar mikilvægu stofnunar eingöngu verið í mýflugumynd sem vekur undrun þegar rýnt er í fjölbreytileika atvinnuvega hér, tekjuþróun, launamun kynjanna og íbúaþróun sem hefur ekki verið með þeim hætti sem við hefðum óskað og væri æskilegt. „Í nýju sveitarfélagi verðum við að vera framsýn þegar kemur að nýsköpun og stuðningi við frumkvöðla.” Við getum gert svo miklu betur á svo mörgum sviðum ef við bara þorum því. Þorum að vera framsækin og hugmyndarík. Þorum að krefja ríkisvaldið um sterkari innviði sem hafa visnað undanfarna áratugi og afhjúpaðist eftirminnilega í óveðri í lok árs 2019. Það er ekki nægilega mikið talað um hversu lítið er eftir af landsbyggðinni í landi þar sem eina byggðastefnan virðist vera “höfuðborgarstefna”. Í Reykjavík hafa verið byggðir upp sterkir innviðir og kröftug fyrirtæki en eftir stendur búseta um það bil 16% landsmanna á landsbyggðinni og innviðir sem eru á köflum óboðlegir. Nú reynir á ríkisvaldið að sýna vilja í verki og koma á starfsemi nýsköpunar og atvinnumála í samvinnu við sameinað sveitarfélag því fjölbreytt atvinnulíf er undirstaða samfélaga þar sem þykir eftirsóknarvert að búa. Ungt fjölskyldufólk horfir á vænlega búsetukosti út frá gæðum skólanna, húsnæðismálum, atvinnutækifærum, samgöngum, heilbrigðisþjónustu, menningu og félagslífi. „Tækifærin til að sækja fram eru ótalmörg og við ætlum að gera sameinað sveitarfélag að framúrskarandi búsetukosti.“ Við erum bjartsýn á tækifærin sem blasa við og munum ótrauð sækja fram en gerum jafnframt kröfu á ríkisvaldið að koma með okkur í þá vegferð! Því við græðum öll á sterkri höfuðborg og öflugri landsbyggð. Höfundur er forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og skipar 1. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nýverið las ég pistil eftir unga austfirska konu sem dró saman um það bil allt það sem ég hef verið að hugsa um síðustu 6 ár síðan ég hóf fyrst afskipti af sveitarstjórnarmálum. Við búum í heimi þar sem hröð þróun á sviði tækni og þekkingar hefur átt sér stað. Menntastig er sífellt að hækka á vinnumarkaði og kröfurnar um sérhæfð og áhugaverð störf í takt við það. Ungt fólk getur valið sér búsetu nánast hvar sem er því nú er allur heimurinn undir. Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar tilkynnti í byrjun árs að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um næstu áramót. Enn hefur ekki verið tilkynnt um hvað á að taka við af Nýsköpunarmiðstöð þar sem starfa um 80 manns og flestir á höfuðborgarsvæðinu. Sú stofnun er gott dæmi um hversu mjög hefur hallað á landsbyggðina þar sem er hvað mesta þörfin fyrir stuðning og þekkingu á sviði nýsköpunar og fyrirtækjareksturs. Afraksturinn höfum við meðal annars séð í hlutfalli styrkja sem fara til landsbyggðarinnar. Á Austurlandi hefur starfsemi þessarar mikilvægu stofnunar eingöngu verið í mýflugumynd sem vekur undrun þegar rýnt er í fjölbreytileika atvinnuvega hér, tekjuþróun, launamun kynjanna og íbúaþróun sem hefur ekki verið með þeim hætti sem við hefðum óskað og væri æskilegt. „Í nýju sveitarfélagi verðum við að vera framsýn þegar kemur að nýsköpun og stuðningi við frumkvöðla.” Við getum gert svo miklu betur á svo mörgum sviðum ef við bara þorum því. Þorum að vera framsækin og hugmyndarík. Þorum að krefja ríkisvaldið um sterkari innviði sem hafa visnað undanfarna áratugi og afhjúpaðist eftirminnilega í óveðri í lok árs 2019. Það er ekki nægilega mikið talað um hversu lítið er eftir af landsbyggðinni í landi þar sem eina byggðastefnan virðist vera “höfuðborgarstefna”. Í Reykjavík hafa verið byggðir upp sterkir innviðir og kröftug fyrirtæki en eftir stendur búseta um það bil 16% landsmanna á landsbyggðinni og innviðir sem eru á köflum óboðlegir. Nú reynir á ríkisvaldið að sýna vilja í verki og koma á starfsemi nýsköpunar og atvinnumála í samvinnu við sameinað sveitarfélag því fjölbreytt atvinnulíf er undirstaða samfélaga þar sem þykir eftirsóknarvert að búa. Ungt fjölskyldufólk horfir á vænlega búsetukosti út frá gæðum skólanna, húsnæðismálum, atvinnutækifærum, samgöngum, heilbrigðisþjónustu, menningu og félagslífi. „Tækifærin til að sækja fram eru ótalmörg og við ætlum að gera sameinað sveitarfélag að framúrskarandi búsetukosti.“ Við erum bjartsýn á tækifærin sem blasa við og munum ótrauð sækja fram en gerum jafnframt kröfu á ríkisvaldið að koma með okkur í þá vegferð! Því við græðum öll á sterkri höfuðborg og öflugri landsbyggð. Höfundur er forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og skipar 1. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun