Hótel og gistiheimili keppast um að bjóða nemendum gistingu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 21:31 Þorsteinn Steingrímsson, hostelrekandi B47. Vísir/Arnar Hótel og gistiheimili virðast farin að keppast um að bjóða háskólastúdentum upp á að leigja hjá sér herbergi í haust. Hótel Saga, Kex Hostel og B47 eru á meðal þeirra sem leita á náðir nemenda í þeim tilgangi að reyna að tryggja framtíðarrekstur sinn. Fyrirtæki sem hingað til hafa reitt sig á ferðamenn róa nú lífróður. Mörg hver hafa þurft að skella í lás á meðan önnur láta reyna á aðrar lausnir sérsniðnar Íslendingum. Þannig er hið vinsæla Kex Hostel við Skúlagötu í Reykjavík að vinna að því að opna dyr sínar fyrir háskólastúdentum, þar sem sanngjörn leiga verður ákvörðuð í samráði við Landssamband stúdenta. Hótel Saga býður nemendum og kennurum sömuleiðis að leigja herbergi fyrir um 150 þúsund krónur á mánuði. Hostelið B47, sem er staðsett í gamla húsnæði landlæknis við Barónsstíg, hefur fetað sömu slóðir en þar stendur til að skapa heimavistarstemningu að erlendri fyrirmynd. „Hérna hef ég hug á að búa til svona kommúnu stúdenta og annars staðar í húsinu er síðan það sem ég kalla Barónsakademíuna. Þar leigi ég út gistiheimili til alls konar fræðimanna og slíkra sem geta þá aðstoðað stúdentana ef þeir leita eftir því,“ segir Þorsteinn Steingrímsson, hostelrekandi B47. Aðspurður segir hann leiguverð misjafnt eftir herbergjum. „Þetta er svona frá sjötíu þúsund krónum og upp. Einstaklingsherbergi, vel útbúið, er á svona 110 til 120 þúsund krónur.“ Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið góðar og bindur vonir við að sjá fullt hús nemenda í haust. „Þetta er svona eins og stórt heimili. Það er svona þessi heimilisstemning sem ég held að krakkarnir muni sækja í, af því að þeir geta ekki farið í bæinn á pöbbana og slíkt,“ segir Þorsteinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Hótel og gistiheimili virðast farin að keppast um að bjóða háskólastúdentum upp á að leigja hjá sér herbergi í haust. Hótel Saga, Kex Hostel og B47 eru á meðal þeirra sem leita á náðir nemenda í þeim tilgangi að reyna að tryggja framtíðarrekstur sinn. Fyrirtæki sem hingað til hafa reitt sig á ferðamenn róa nú lífróður. Mörg hver hafa þurft að skella í lás á meðan önnur láta reyna á aðrar lausnir sérsniðnar Íslendingum. Þannig er hið vinsæla Kex Hostel við Skúlagötu í Reykjavík að vinna að því að opna dyr sínar fyrir háskólastúdentum, þar sem sanngjörn leiga verður ákvörðuð í samráði við Landssamband stúdenta. Hótel Saga býður nemendum og kennurum sömuleiðis að leigja herbergi fyrir um 150 þúsund krónur á mánuði. Hostelið B47, sem er staðsett í gamla húsnæði landlæknis við Barónsstíg, hefur fetað sömu slóðir en þar stendur til að skapa heimavistarstemningu að erlendri fyrirmynd. „Hérna hef ég hug á að búa til svona kommúnu stúdenta og annars staðar í húsinu er síðan það sem ég kalla Barónsakademíuna. Þar leigi ég út gistiheimili til alls konar fræðimanna og slíkra sem geta þá aðstoðað stúdentana ef þeir leita eftir því,“ segir Þorsteinn Steingrímsson, hostelrekandi B47. Aðspurður segir hann leiguverð misjafnt eftir herbergjum. „Þetta er svona frá sjötíu þúsund krónum og upp. Einstaklingsherbergi, vel útbúið, er á svona 110 til 120 þúsund krónur.“ Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið góðar og bindur vonir við að sjá fullt hús nemenda í haust. „Þetta er svona eins og stórt heimili. Það er svona þessi heimilisstemning sem ég held að krakkarnir muni sækja í, af því að þeir geta ekki farið í bæinn á pöbbana og slíkt,“ segir Þorsteinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira