HMS fjallar um kosti og galla óverðtryggðra lána: „Við erum ekki að vara fólk við því taka þessi lán“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2020 10:35 Í tilkynningu á vef HMS er tekið dæmi af óverðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum og hvernig afborganirnar sveiflast með vaxtastiginu. Fyrir fjórum árum voru afborganirnar um 130 þúsund krónur á mánuði, fyrir ári voru afborganirnar um 108 þúsund á mánuði og í dag eru þær rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði. Vísir/Vilhelm Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) áréttar í nýrri umfjöllun á vef sínum um kosti og galla óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum að varnaðarorð stofnunarinnar í liðinni viku vegna slíkra lána „fyrst og fremst verið beint að þeim sem hafa lítið svigrúm til að mæta mögulegum hækkunum á greiðslubyrði lána ef vextir fara að hækka að nýju.“ Karlotta Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá hagdeild HMS, segir stofnunina ekki vera að vara fólk við því að taka óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum heldur vilji hún hvetja lántakendur til að vera meðvitaða og vakandi fyrir því ef stýrivextir hækka því þá hækki greiðslubyrðin af láninu. Stofnunin hafi kannski fyrst og fremst áhyggjur af því að fólk átti sig á þessari áhættu sem fylgi óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum því núna hafi greiðslubyrðin af slíkum lánum lækkað það mikið. „Segjum að þú sért til dæmis að kaupa þína fyrstu íbúð og ert kannski að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Við erum ekki að sjá fram á að vextir hækki á næstunni en það er mjög líklegt að það gerist eftir nokkur ár eða jafnvel styttri tíma og þegar það gerist þá munu afborganirnar fara hækkandi á þessum lánum,“ segir Karlotta í samtali við Vísi. Hún leggur áherslu á að fólk sé viðbúið því að afborganirnar geti hækkað. „Og að þú sért ekki búin að spenna bogann þinn það hátt að þú sért búin að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Svo hækka vextirnir og þú kemur alveg af fjöllum.“ Greiðslubyrðin 30 þúsund krónum hærri fyrir ári síðan Í umfjöllun á vef HMS, sem birt var í gær, er tekið dæmi af óverðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum og hvernig greiðslubyrðin sveiflast með vaxtastiginu. Fyrir fjórum árum var greiðslubyrðin um 130 þúsund krónur á mánuði, fyrir ári var hún um 108 þúsund á mánuði og í dag eru hún rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekkert að þessum lánum og auðvitað eru þau að mörgu leyti betri en verðtryggðu lánin þannig að við erum ekki að vara fólk við því taka þessi lán. Þetta er bara það að þú sért í stakk búin, ef greiðslur hækka, að þá getur þú mætt því,“ segir Karlotta. Aðspurð hvort ekki sé síðan alltaf hægt að endurfjármagna lánin, og færa sig til dæmis yfir í 100 prósent verðtryggt, segir Karlotta svo vera. „Það er líka svo sem það sem er gott við breytilegu vextina að það er ekki uppgreiðslugjald og það er líka hægt að gera skilmálabreytingu og festa vextina. Þannig að þetta er líka það að fólk sé að fylgjast með, um leið og vextir byrja að hækka eða verðbólga er að aukast að þá geti fólk haft samband og annað hvort fest vextina, en þá veistu náttúrulega ekki hvaða vextir eru í boði á þeim tímapunkti. Þeir hafa kannski hækkað eitthvað en við viljum bara viljum að lántakendur séu vakandi fyrir því. Það eru svo margir sem tóku 40 ára húsnæðislánið sitt og svo er það bara þannig. Núna erum við að hvetja fólk til að vera meira vakandi og fylgjast með. En jú, auðvitað er alltaf hægt að endurfjármagna og fólk þarf að vera meðvitað um það,“ segir Karlotta. Umfjöllun HMS um óverðtryggð lán má lesa í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Húsnæðismál Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) áréttar í nýrri umfjöllun á vef sínum um kosti og galla óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum að varnaðarorð stofnunarinnar í liðinni viku vegna slíkra lána „fyrst og fremst verið beint að þeim sem hafa lítið svigrúm til að mæta mögulegum hækkunum á greiðslubyrði lána ef vextir fara að hækka að nýju.“ Karlotta Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá hagdeild HMS, segir stofnunina ekki vera að vara fólk við því að taka óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum heldur vilji hún hvetja lántakendur til að vera meðvitaða og vakandi fyrir því ef stýrivextir hækka því þá hækki greiðslubyrðin af láninu. Stofnunin hafi kannski fyrst og fremst áhyggjur af því að fólk átti sig á þessari áhættu sem fylgi óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum því núna hafi greiðslubyrðin af slíkum lánum lækkað það mikið. „Segjum að þú sért til dæmis að kaupa þína fyrstu íbúð og ert kannski að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Við erum ekki að sjá fram á að vextir hækki á næstunni en það er mjög líklegt að það gerist eftir nokkur ár eða jafnvel styttri tíma og þegar það gerist þá munu afborganirnar fara hækkandi á þessum lánum,“ segir Karlotta í samtali við Vísi. Hún leggur áherslu á að fólk sé viðbúið því að afborganirnar geti hækkað. „Og að þú sért ekki búin að spenna bogann þinn það hátt að þú sért búin að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Svo hækka vextirnir og þú kemur alveg af fjöllum.“ Greiðslubyrðin 30 þúsund krónum hærri fyrir ári síðan Í umfjöllun á vef HMS, sem birt var í gær, er tekið dæmi af óverðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum og hvernig greiðslubyrðin sveiflast með vaxtastiginu. Fyrir fjórum árum var greiðslubyrðin um 130 þúsund krónur á mánuði, fyrir ári var hún um 108 þúsund á mánuði og í dag eru hún rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekkert að þessum lánum og auðvitað eru þau að mörgu leyti betri en verðtryggðu lánin þannig að við erum ekki að vara fólk við því taka þessi lán. Þetta er bara það að þú sért í stakk búin, ef greiðslur hækka, að þá getur þú mætt því,“ segir Karlotta. Aðspurð hvort ekki sé síðan alltaf hægt að endurfjármagna lánin, og færa sig til dæmis yfir í 100 prósent verðtryggt, segir Karlotta svo vera. „Það er líka svo sem það sem er gott við breytilegu vextina að það er ekki uppgreiðslugjald og það er líka hægt að gera skilmálabreytingu og festa vextina. Þannig að þetta er líka það að fólk sé að fylgjast með, um leið og vextir byrja að hækka eða verðbólga er að aukast að þá geti fólk haft samband og annað hvort fest vextina, en þá veistu náttúrulega ekki hvaða vextir eru í boði á þeim tímapunkti. Þeir hafa kannski hækkað eitthvað en við viljum bara viljum að lántakendur séu vakandi fyrir því. Það eru svo margir sem tóku 40 ára húsnæðislánið sitt og svo er það bara þannig. Núna erum við að hvetja fólk til að vera meira vakandi og fylgjast með. En jú, auðvitað er alltaf hægt að endurfjármagna og fólk þarf að vera meðvitað um það,“ segir Karlotta. Umfjöllun HMS um óverðtryggð lán má lesa í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Húsnæðismál Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira