Þrífa á Fossvogsskóla sem aldrei fyrr Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2020 12:29 Börn að leik á leiksvæðinu við Fossvogsskóla. Reykjavíkurborg Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. Þar á þó að þrífa vandlega vikulega, til viðbótar við dagleg þrif, og taka sýni eftir mánuð. Frá þessu er greint á vef Reykjavíkurborgar og vísað í í yfirlýsingu frá skólaráði Fossvogsskóla og skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í kjölfar fundar aðila síðastliðinn miðvikudag. „Athugun Náttúrufræðistofnunar á fjórum snertisýnum úr Fossvogsskóla sýndi að eftir ræktun var þar meðal annarra að finna tvær tegundir myglusveppa sem teljast varasamar innanhúss. Hins vegar fundust engar örverur í kjarnasýnum sem tekin voru á sömu stöðum. Þar sem báðar tegundir höfðu vaxið upp í sambærilegum sýnum, teknum áður en lagfæringar hófust í fyrravor, gæti verið um mengun af gróum frá þeim tíma að ræða.“ Taka sýni eftir mánuð Í ljósi álits Náttúrufræðistofnunar verði fyrstu viðbrögð þau að skólahúsnæðið verður þrifið vandlega vikulega til viðbótar við dagleg þrif til að draga úr rykmagni og þar með örverum í því. Aftur verða tekin sýni að mánuði liðnum sem senda á til tegundagreiningar hjá Náttúrufræðistofnun. Vakni grunur um raka eða leka í skólanum eða að enn séu skemmdir í byggingarefni verði brugðist við því með viðeigandi hætti. „Í framhaldinu verður lögð áhersla á vandleg þrif, góða loftræstingu og að hæfilegt raka- og hitastig sé í skólahúsnæðinu. Á meðan á aðgerðum stendur verða gerðar ráðstafanir til að bæta líðan barna sem sérstakar áhyggjur eru af í samstarfi við foreldra þeirra.“ Móðir sár og reið Reykjavíkurborg segist leggja áherslu á að allt skóla- og frístundastarf í borginni fari fram í heilnæmu húsnæði og að andleg og líkamleg vellíðan barna, ungmenna og starfsfólks sé ávallt í fyrirrúmi. „Vellíðan barns í daglegu lífi leggur grunninn að virkri þátttöku, aukinni færni og árangri í skóla- og frístundastarfi,“ segir í tilkynningu frá borginni og vísað í menntastefnu hennar. Móðir barns í Fossvogsskóla segir barnið enn finna fyrir einkennum myglu þrátt fyrir úrbæturnar. Móðirin sagðist á dögunum sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda og kallar eftir frekari rannsóknum á byggingunni. Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Tengdar fréttir Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59 Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. Þar á þó að þrífa vandlega vikulega, til viðbótar við dagleg þrif, og taka sýni eftir mánuð. Frá þessu er greint á vef Reykjavíkurborgar og vísað í í yfirlýsingu frá skólaráði Fossvogsskóla og skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í kjölfar fundar aðila síðastliðinn miðvikudag. „Athugun Náttúrufræðistofnunar á fjórum snertisýnum úr Fossvogsskóla sýndi að eftir ræktun var þar meðal annarra að finna tvær tegundir myglusveppa sem teljast varasamar innanhúss. Hins vegar fundust engar örverur í kjarnasýnum sem tekin voru á sömu stöðum. Þar sem báðar tegundir höfðu vaxið upp í sambærilegum sýnum, teknum áður en lagfæringar hófust í fyrravor, gæti verið um mengun af gróum frá þeim tíma að ræða.“ Taka sýni eftir mánuð Í ljósi álits Náttúrufræðistofnunar verði fyrstu viðbrögð þau að skólahúsnæðið verður þrifið vandlega vikulega til viðbótar við dagleg þrif til að draga úr rykmagni og þar með örverum í því. Aftur verða tekin sýni að mánuði liðnum sem senda á til tegundagreiningar hjá Náttúrufræðistofnun. Vakni grunur um raka eða leka í skólanum eða að enn séu skemmdir í byggingarefni verði brugðist við því með viðeigandi hætti. „Í framhaldinu verður lögð áhersla á vandleg þrif, góða loftræstingu og að hæfilegt raka- og hitastig sé í skólahúsnæðinu. Á meðan á aðgerðum stendur verða gerðar ráðstafanir til að bæta líðan barna sem sérstakar áhyggjur eru af í samstarfi við foreldra þeirra.“ Móðir sár og reið Reykjavíkurborg segist leggja áherslu á að allt skóla- og frístundastarf í borginni fari fram í heilnæmu húsnæði og að andleg og líkamleg vellíðan barna, ungmenna og starfsfólks sé ávallt í fyrirrúmi. „Vellíðan barns í daglegu lífi leggur grunninn að virkri þátttöku, aukinni færni og árangri í skóla- og frístundastarfi,“ segir í tilkynningu frá borginni og vísað í menntastefnu hennar. Móðir barns í Fossvogsskóla segir barnið enn finna fyrir einkennum myglu þrátt fyrir úrbæturnar. Móðirin sagðist á dögunum sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda og kallar eftir frekari rannsóknum á byggingunni.
Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Tengdar fréttir Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59 Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59
Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03
Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43