Öryggisnetið á að grípa fólkið fyrst Drífa Snædal skrifar 2. október 2020 14:30 Í vikunni var margtugginn frasinn um „skort á samtali” við verkalýðshreyfinguna. Þess er hins vegar ekki getið að forsendur slíks samtals áttu að vera lækkun launakostnaðar atvinnurekenda. Gagnvart launafólki þýðir það launafrysting, launaskerðing eða önnur réttindaskerðing. Það var ekki grundvöllur samtals sem verkalýðshreyfingin var tilbúin í. Enda skorti haldbær rök fyrir því að kjaraskerðingar þvert á atvinnugreinar gætu verið samfélaginu til góðs í miðri kreppu. Þvert á móti gæti það orðið til að dýpka og lengja kreppuna. Í ljós kom að hótanir atvinnurekenda um uppsögn á samningi voru orðin tóm og öðru fremur settar fram til að treysta samningsstöðu þeirra, fyrst gagnvart verkalýðshreyfingunni en þegar það gekk ekki þá gagnvart stjórnvöldum. En bónleiðin til stjórnvalda gaf lítið umfram það sem þegar var á teikniborðinu. Það sem þó stendur upp úr er að lokaniðurstaðan var skynsamleg. Að kjarasamningar haldi og ekki sé öllu hleypt í bál og brand í miðri kreppu. Það skynja flestir að við erum í stærri hugmyndafræðilegri umræðu en bara um hvort samningar standi eða falli. Gamalkunn viðbrögð stjórnvalda og atvinnurekenda við kreppu, að herða sultarólina og skerða kjör almennings, hafa sýnt sig að vera vond meðul. Hagfræðikenningar eru nefnilega ekki raunvísindi og kreppuhagfræðin hefur tekið ótrúlegum breytingum síðustu ár eftir bitra reynslu frá 2008. Niðurskurðarstefnan sem þá var allsráðandi gerði nefnilega stórkostlegan skaða víða um heim. Alþjóðlegir aðilar hafa horfið frá því að gefa ráð um slíkt, eins og fjallað er um í greinargerð með tillögu að nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Sífellt fleiri eru sannfærðir um að það besta sem gert er í kreppu er að verja afkomu fólks. Að verja fólk til að bjarga fyrirtækjum en ekki öfugt. Og þá komum við að því verkefni sem er brýnast þessa stundina; að hækka atvinnuleysisbætur. Ef við gerum það ekki þá getur fólk ekki staðið undir húsnæðiskostnaði eða öðrum skuldbindingum. Það býr til erfið keðjuverkandi áhrif. Að missa vinnuna er gríðarlegt áfall. Þegar fjárhagsáhyggjur og afkomuótti bætast við getur heilsan goldið þess á skömmum tíma. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið gripið til þess strax, og af festu, að tryggja að öryggisnetið geri einmitt það sem það á að gera: að grípa fólk þegar það þarf að vera gripið. Alþingi hefur færi á að breyta þessu, nú þegar fjárlagafrumvarpið fer til þinglegrar meðferðar í skugga ítrekaðra hópuppsagana. Að hækka atvinnuleysistryggingar er ekki eingöngu rétt gagnvart þeim einstaklingum sem standa frammi fyrir atvinnumissi, heldur best fyrir samfélagið, hagkerfið og komandi kynslóðir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni var margtugginn frasinn um „skort á samtali” við verkalýðshreyfinguna. Þess er hins vegar ekki getið að forsendur slíks samtals áttu að vera lækkun launakostnaðar atvinnurekenda. Gagnvart launafólki þýðir það launafrysting, launaskerðing eða önnur réttindaskerðing. Það var ekki grundvöllur samtals sem verkalýðshreyfingin var tilbúin í. Enda skorti haldbær rök fyrir því að kjaraskerðingar þvert á atvinnugreinar gætu verið samfélaginu til góðs í miðri kreppu. Þvert á móti gæti það orðið til að dýpka og lengja kreppuna. Í ljós kom að hótanir atvinnurekenda um uppsögn á samningi voru orðin tóm og öðru fremur settar fram til að treysta samningsstöðu þeirra, fyrst gagnvart verkalýðshreyfingunni en þegar það gekk ekki þá gagnvart stjórnvöldum. En bónleiðin til stjórnvalda gaf lítið umfram það sem þegar var á teikniborðinu. Það sem þó stendur upp úr er að lokaniðurstaðan var skynsamleg. Að kjarasamningar haldi og ekki sé öllu hleypt í bál og brand í miðri kreppu. Það skynja flestir að við erum í stærri hugmyndafræðilegri umræðu en bara um hvort samningar standi eða falli. Gamalkunn viðbrögð stjórnvalda og atvinnurekenda við kreppu, að herða sultarólina og skerða kjör almennings, hafa sýnt sig að vera vond meðul. Hagfræðikenningar eru nefnilega ekki raunvísindi og kreppuhagfræðin hefur tekið ótrúlegum breytingum síðustu ár eftir bitra reynslu frá 2008. Niðurskurðarstefnan sem þá var allsráðandi gerði nefnilega stórkostlegan skaða víða um heim. Alþjóðlegir aðilar hafa horfið frá því að gefa ráð um slíkt, eins og fjallað er um í greinargerð með tillögu að nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Sífellt fleiri eru sannfærðir um að það besta sem gert er í kreppu er að verja afkomu fólks. Að verja fólk til að bjarga fyrirtækjum en ekki öfugt. Og þá komum við að því verkefni sem er brýnast þessa stundina; að hækka atvinnuleysisbætur. Ef við gerum það ekki þá getur fólk ekki staðið undir húsnæðiskostnaði eða öðrum skuldbindingum. Það býr til erfið keðjuverkandi áhrif. Að missa vinnuna er gríðarlegt áfall. Þegar fjárhagsáhyggjur og afkomuótti bætast við getur heilsan goldið þess á skömmum tíma. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið gripið til þess strax, og af festu, að tryggja að öryggisnetið geri einmitt það sem það á að gera: að grípa fólk þegar það þarf að vera gripið. Alþingi hefur færi á að breyta þessu, nú þegar fjárlagafrumvarpið fer til þinglegrar meðferðar í skugga ítrekaðra hópuppsagana. Að hækka atvinnuleysistryggingar er ekki eingöngu rétt gagnvart þeim einstaklingum sem standa frammi fyrir atvinnumissi, heldur best fyrir samfélagið, hagkerfið og komandi kynslóðir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun