Hljóðláta byltingin Ásdís Kristinsdóttir skrifar 5. október 2020 14:02 Það er merkilegt að hugsa til þess að það vinnufyrirkomulag sem við þekkjum í dag á í grundvallaratriðum rætur sínar að rekja aftur til iðnbyltingarinnar. Á þeim tíma gerðist það að fólk fór að mæta til vinnu og starfa ekki bara samkvæmt klukku heldur líka stimpilklukku. Á þessum tíma kom líka upp sú hugmynd að skilgreina átta tíma sem fullan vinnudag. Fyrir þennan tíma má segja að sólargangurinn hafi stýrt vinnudegi fólks sem fékk greitt fyrir verkin sín (t.d. fiskinn sem það veiddi). Með stimpilklukkunni fékk fólk í raun greitt fyrir vinnutíma enda ákveðið samhengi á milli þess að að starfsmaður gætti vélar, hún væri í gangi og að hann væri að skapa virði. Í tvö hundruð ár hafa þessi grundvallaratriði fengið að standa nokkuð gagnrýnislaust þó aðstæður og kjör verkafólks hafi auðvitað gjörbreyst. En nú er eitthvað að gerast, það hefur að sjálfsögðu átt sér einhvern aðdraganda en í heimsfaraldrinum sem nú geisar má segja að það sé að eiga sér stað bylting. Við setjum t.d. spurningamerki við það að fólk þurfi að mæta á skrifstofuna til að skapa virði og mörg fyrirtæki hafa áttað sig á því að sú er ekki raunin. Það er nefnilega ekki beint samhengi á milli þess að starfsmaður sitji við skrifborð í vinnunni og að hann sé að skapa virði. Í sumum tilfellum hefur reyndar komið í ljós að starfmenn afkasta meiru í fjarvinnu. Twitter hefur áttað sig á þessu og hefur tilkynnt að enginn stafsmaður þurfi nokkurn tímann að snúa aftur á skrifstofuna kjósi hann að gera það ekki. Facebook gerir ráð fyrir að innan 10 ára muni í það minnsta helmingur starfsmanna vinna í fjarvinnu og Advania býður starfsmönnum að vinna heima 40% af tímanum. Hvaða áhrif mun þessi þróun hafa á skipulag borga? Hvað verður um fjármála- og fyrirtækjahverfin? Hvernig þróast úthverfin þegar fólk er heima á daginn, breytast þau kannski úr svefnhverfum í úthverfaþorp þar sem fólk fer á kaffihús í hádeginu til að fá sér snarl og vinna? Hvernig munum við í framtíðinni mæla umhverfisáhrifin af þessari hljóðlátu byltingu? Frestum við stórum framkvæmdum í vegakerfinu þar sem umferðahnútar verða ekki lengur aðkallandi vandamál? Hvernig heldur maður utan um teymi sem vinnur í fjarvinnu? Ef fyrirtæki hætta að halda úti skrifstofuhúsnæði, hvernig skilar lækkaður rekstrarkostnaður sér til starfsmanna, viðskiptavina og samfélagsins? Hvernig skilgreinum við vinnuframlag? Gerum við það út frá stimpilklukku eða virðinu sem starfsmenn skapa? Hér tökum við út fyrir sviga þá geira þar sem virðið felst í því að vera til staðar eins og á við t.d. í umönnunarstörfum. Verður ekki sveigjanleiki fyrirtækja og starfsmanna sífellt meiri krafa? Munu fyrirtæki auglýsa störf með sveigjanlegu starfshlutfalli, þar sem stafsmaður gæti unnið 50% einn mánuðinn og 100% hinn mánuðinn allt eftir löngun starfsmanns og þörfum fyrirtækisins? Vísir af þessu er nú til staðar en Reykjavíkurborg hefur stofnað afleysingarstofu þar sem einstaklingum gefst tækifæri til þess að skilgreina sjálfir sinn vinnutíma og vinna á þeim tíma sem þeir óska eftir, þetta er án efa fyrirkomulag sem á eftir að ryðja sér til rúms í framtíðinni. Það er alla veganna deginum ljósara að byltingin er hafin og það verður á efa spennandi að fylgjast með þróuninni á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er annar eigandi ráðgjafafyrirtækisins Gemba. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að hugsa til þess að það vinnufyrirkomulag sem við þekkjum í dag á í grundvallaratriðum rætur sínar að rekja aftur til iðnbyltingarinnar. Á þeim tíma gerðist það að fólk fór að mæta til vinnu og starfa ekki bara samkvæmt klukku heldur líka stimpilklukku. Á þessum tíma kom líka upp sú hugmynd að skilgreina átta tíma sem fullan vinnudag. Fyrir þennan tíma má segja að sólargangurinn hafi stýrt vinnudegi fólks sem fékk greitt fyrir verkin sín (t.d. fiskinn sem það veiddi). Með stimpilklukkunni fékk fólk í raun greitt fyrir vinnutíma enda ákveðið samhengi á milli þess að að starfsmaður gætti vélar, hún væri í gangi og að hann væri að skapa virði. Í tvö hundruð ár hafa þessi grundvallaratriði fengið að standa nokkuð gagnrýnislaust þó aðstæður og kjör verkafólks hafi auðvitað gjörbreyst. En nú er eitthvað að gerast, það hefur að sjálfsögðu átt sér einhvern aðdraganda en í heimsfaraldrinum sem nú geisar má segja að það sé að eiga sér stað bylting. Við setjum t.d. spurningamerki við það að fólk þurfi að mæta á skrifstofuna til að skapa virði og mörg fyrirtæki hafa áttað sig á því að sú er ekki raunin. Það er nefnilega ekki beint samhengi á milli þess að starfsmaður sitji við skrifborð í vinnunni og að hann sé að skapa virði. Í sumum tilfellum hefur reyndar komið í ljós að starfmenn afkasta meiru í fjarvinnu. Twitter hefur áttað sig á þessu og hefur tilkynnt að enginn stafsmaður þurfi nokkurn tímann að snúa aftur á skrifstofuna kjósi hann að gera það ekki. Facebook gerir ráð fyrir að innan 10 ára muni í það minnsta helmingur starfsmanna vinna í fjarvinnu og Advania býður starfsmönnum að vinna heima 40% af tímanum. Hvaða áhrif mun þessi þróun hafa á skipulag borga? Hvað verður um fjármála- og fyrirtækjahverfin? Hvernig þróast úthverfin þegar fólk er heima á daginn, breytast þau kannski úr svefnhverfum í úthverfaþorp þar sem fólk fer á kaffihús í hádeginu til að fá sér snarl og vinna? Hvernig munum við í framtíðinni mæla umhverfisáhrifin af þessari hljóðlátu byltingu? Frestum við stórum framkvæmdum í vegakerfinu þar sem umferðahnútar verða ekki lengur aðkallandi vandamál? Hvernig heldur maður utan um teymi sem vinnur í fjarvinnu? Ef fyrirtæki hætta að halda úti skrifstofuhúsnæði, hvernig skilar lækkaður rekstrarkostnaður sér til starfsmanna, viðskiptavina og samfélagsins? Hvernig skilgreinum við vinnuframlag? Gerum við það út frá stimpilklukku eða virðinu sem starfsmenn skapa? Hér tökum við út fyrir sviga þá geira þar sem virðið felst í því að vera til staðar eins og á við t.d. í umönnunarstörfum. Verður ekki sveigjanleiki fyrirtækja og starfsmanna sífellt meiri krafa? Munu fyrirtæki auglýsa störf með sveigjanlegu starfshlutfalli, þar sem stafsmaður gæti unnið 50% einn mánuðinn og 100% hinn mánuðinn allt eftir löngun starfsmanns og þörfum fyrirtækisins? Vísir af þessu er nú til staðar en Reykjavíkurborg hefur stofnað afleysingarstofu þar sem einstaklingum gefst tækifæri til þess að skilgreina sjálfir sinn vinnutíma og vinna á þeim tíma sem þeir óska eftir, þetta er án efa fyrirkomulag sem á eftir að ryðja sér til rúms í framtíðinni. Það er alla veganna deginum ljósara að byltingin er hafin og það verður á efa spennandi að fylgjast með þróuninni á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er annar eigandi ráðgjafafyrirtækisins Gemba.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun