Ætla að bæta leiðsögumönnum og sviðslistafólki tapaðar tekjur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2020 12:18 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að samþykkja að leggja fyrir Alþingi frumvarp um svokallaða tekjufallsstyrki. Frumvarpið felur í sér að einyrkjar og smærri rekstraraðilar sem hafa haft einn til þrjá starfsmenn í vinnu geti sótt um styrki að allt 400 þúsund krónum fyrir hvert stöðugildi á mánuði hafi þeir orðið fyrir 50 prósent tekjufalli eða meira á þessu ári, miðað við árið í fyrra. Tímabilið sem myndu ná til er 1. apríl til 30. september 2020, það er annar og þriðji ársfjórðungur. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, eftir ríkisstjórnarfundinn en hann ræddi við fréttamenn að fundi loknum nú skömmu eftir klukkan 12. Klippa: Ætla að bæta leiðsögumönnum og sviðslistafólki tapaðar tekjur Ættu að nýtast leiðsögumönnum og sviðslistafólki Þessir styrkir ættu meðal annars að gagnast ferðaleiðsögumönnum og sviðslistafólki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Báðir hópar hafa gagnrýnt að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til hingað til í efnahagsaðgerðum vegna faraldursins hafi ekki gagnast þeim, til að mynda eigi fáir rétt á atvinnuleysisbótum. Katrín Jakobsdóttir ræddi aðgerðirnar sömuleiðis við fréttastofu í dag. Bjarni sagði að erfitt væri að áætla nákvæman kostnað ríkissjóðs af þessum aðgerðum en ef gert væri ráð fyrir því að allir þeir sem rétt eiga á styrkjunum væru með þrjá starfsmenn og styrkur fyrir hvern starfsmann væri hæsta mögulega upphæð, 400 þúsund krónur, næmi kostnaður ríkissjóðs um 14,4 milljörðum króna. Það væri hins vegar ólíklegt að svo há upphæð færi í þessa tilteknu aðgerð en engu að síður væri um að ræða mikla fjármuni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að um væri að ræða gríðarlega mikilvæga aðgerð. Mikil vinna hefði verið lögð í fyrirkomulagið til að það gæti reynst auðvelt í framkvæmd. Tilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytisins: Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Frumvarpinu er ætlað að aðstoða einyrkja og litla rekstraraðila sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi og er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að draga úr tjóni vegna faraldursins og leggja grunn fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfar hans. Tekjufallsstyrkjum er m.a. ætlað að styðja minni rekstraraðila sem starfa í menningar- og listgreinum, ferðaleiðsögumenn og aðra minni aðila í rekstri. Styrkirnir munu jafngilda rekstrarkostnaði (þ.m.t. reiknuðu endurgjaldi) á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020 en geta þó ekki orðið hærri en 400 þús. kr. fyrir hvert stöðugildi á mánuði hjá rekstraraðila á tímabilinu. Tekjufallsstyrkir eru hluti af viðamiklum ráðstöfunum sem ríkisstjórnin hefur gripið til vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins. Meðal aðgerða sem þegar hafa komið til framkvæmda eru greiðsla atvinnuleysisbóta samhliða skertu starfshlutfalli, lenging tímabils tekjutengdra atvinnuleysisbóta, greiðslur vegna launa einstaklinga á uppsagnarfresti, frestun á skattgreiðslum, veiting lokunarstyrkja auk brúar- og stuðningslána. Helstu skilyrði þess að rekstraraðili geti sótt um tekjufallsstyrk: Hann hafi orðið fyrir minnst 50% tekjufalli á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september 2020. Að hámarki þrír launamenn starfi hjá rekstraraðila. Umsækjendur þurfa að auki að uppfylla skilyrði um skattskyldu á Íslandi, lágmarksveltu, skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins og áframhaldandi rekstur. Verði frumvarpið óbreytt að lögum mun Skatturinn sjá um afgreiðslu tekjufallsstyrkja. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Leikhús Ferðamennska á Íslandi Uppistand Tónlist Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að samþykkja að leggja fyrir Alþingi frumvarp um svokallaða tekjufallsstyrki. Frumvarpið felur í sér að einyrkjar og smærri rekstraraðilar sem hafa haft einn til þrjá starfsmenn í vinnu geti sótt um styrki að allt 400 þúsund krónum fyrir hvert stöðugildi á mánuði hafi þeir orðið fyrir 50 prósent tekjufalli eða meira á þessu ári, miðað við árið í fyrra. Tímabilið sem myndu ná til er 1. apríl til 30. september 2020, það er annar og þriðji ársfjórðungur. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, eftir ríkisstjórnarfundinn en hann ræddi við fréttamenn að fundi loknum nú skömmu eftir klukkan 12. Klippa: Ætla að bæta leiðsögumönnum og sviðslistafólki tapaðar tekjur Ættu að nýtast leiðsögumönnum og sviðslistafólki Þessir styrkir ættu meðal annars að gagnast ferðaleiðsögumönnum og sviðslistafólki sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Báðir hópar hafa gagnrýnt að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til hingað til í efnahagsaðgerðum vegna faraldursins hafi ekki gagnast þeim, til að mynda eigi fáir rétt á atvinnuleysisbótum. Katrín Jakobsdóttir ræddi aðgerðirnar sömuleiðis við fréttastofu í dag. Bjarni sagði að erfitt væri að áætla nákvæman kostnað ríkissjóðs af þessum aðgerðum en ef gert væri ráð fyrir því að allir þeir sem rétt eiga á styrkjunum væru með þrjá starfsmenn og styrkur fyrir hvern starfsmann væri hæsta mögulega upphæð, 400 þúsund krónur, næmi kostnaður ríkissjóðs um 14,4 milljörðum króna. Það væri hins vegar ólíklegt að svo há upphæð færi í þessa tilteknu aðgerð en engu að síður væri um að ræða mikla fjármuni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að um væri að ræða gríðarlega mikilvæga aðgerð. Mikil vinna hefði verið lögð í fyrirkomulagið til að það gæti reynst auðvelt í framkvæmd. Tilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytisins: Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Frumvarpinu er ætlað að aðstoða einyrkja og litla rekstraraðila sem hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi og er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að draga úr tjóni vegna faraldursins og leggja grunn fyrir öfluga viðspyrnu í kjölfar hans. Tekjufallsstyrkjum er m.a. ætlað að styðja minni rekstraraðila sem starfa í menningar- og listgreinum, ferðaleiðsögumenn og aðra minni aðila í rekstri. Styrkirnir munu jafngilda rekstrarkostnaði (þ.m.t. reiknuðu endurgjaldi) á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020 en geta þó ekki orðið hærri en 400 þús. kr. fyrir hvert stöðugildi á mánuði hjá rekstraraðila á tímabilinu. Tekjufallsstyrkir eru hluti af viðamiklum ráðstöfunum sem ríkisstjórnin hefur gripið til vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins. Meðal aðgerða sem þegar hafa komið til framkvæmda eru greiðsla atvinnuleysisbóta samhliða skertu starfshlutfalli, lenging tímabils tekjutengdra atvinnuleysisbóta, greiðslur vegna launa einstaklinga á uppsagnarfresti, frestun á skattgreiðslum, veiting lokunarstyrkja auk brúar- og stuðningslána. Helstu skilyrði þess að rekstraraðili geti sótt um tekjufallsstyrk: Hann hafi orðið fyrir minnst 50% tekjufalli á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september 2020. Að hámarki þrír launamenn starfi hjá rekstraraðila. Umsækjendur þurfa að auki að uppfylla skilyrði um skattskyldu á Íslandi, lágmarksveltu, skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins og áframhaldandi rekstur. Verði frumvarpið óbreytt að lögum mun Skatturinn sjá um afgreiðslu tekjufallsstyrkja. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Leikhús Ferðamennska á Íslandi Uppistand Tónlist Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent