Það fer verkur að brjósti mínu og verkur að hjartarótum Emma Agneta skrifar 16. október 2020 14:30 Margir sem eru öryrkjar eiga börn. Börn sem ættu að fá sömu tækifæri og önnur börn. Hver veit nema þar leynist næsti nóbelsverðlaunahafi, næsti sóttvarnarlæknir, forseti, eða ólympíufari? Það gæti verið barn öryrkja? Ef því barni væru gefin jöfn tækifæri til náms og íþróttastarfs!!! Vissulega má taka það fram að það kostar að vera með barn í grunnskóla, leiksskóla. Skólamáltíðir, frístund, skólaferðalög og fatnaður og oft eykst sá kosnaður með aldri barns, en barnabætur lækka með aldri barns. Sveitafélögin leggja fram íþrótta og tómstundaávísun sem dugar skammt fyrir flesta. En um leið er ekki gert ráð fyrir því að öryrkjar þurfa að kaupa búnað sem tengjast íþrótta og tómstundastarfi. Sveitafélög að mér vitandi gefa engan afslátt fyrir öryrkja. Lýðheilsa barna öryrkja er i húfi og ég vona að alþingismenn gyrði sig í brók. Sjálf hef ég brugðið á það ráð að endurfjármagna íbúð mína tvisvar sinnum til að standa straum af auknum kostnaði og styðja mitt barn. Mig verkjar svo í hjartað því ekki eru allir svo heppnir að geta það . Ég hef tekið eftir börnum hér á Íslandi sem hafa aldrei átt reiðhjól. Sumir foreldrar bregða á það ráð síðustu daga mánaðarsins að senda börn sín ekki í skólann, því það er ekki til fyrir nesti eða senda þau nestislaus. Það kostar jú að vera í grunnskóla. Þó að það sé ekki ég sem geri það þá eru margir í þessari stöðu. Heilsufar. Lyf eru heldur ekki ókeypis og t.d kostar að kaupa gleraugu og fleira ef barn þarf??? Skerðingar, það er svo líka eitthvað sem er mér hugleikið, nú á að fara skerða örorkulífeyrisþega um arf, það vita flest allir að arfur er margskattaður. Mér skilst að það sé heldur ekki hægt að afsala sér arfi. Ég er búin að missa báða foreldra mína og eldri son minn, svo að það er eitthvað sem ég hugsa út í að missa hluta af bótum sem veldur mér kvíða. Að lokum langar mig að nefna að afi minn ólst upp í sárri fátækt fór í vist um 10 ára aldur hjá lækni, hann þótti hafa námsgáfur. Hann varð síðar læknir með sérmenntun í smitsjúkdómum, seinna sæmdur riddarakrossi Dana og fálkaorðunni. Mér er skapi næst að skrifa hvort öryrkjar ættu að reyna senda börn sín í vist um 10 ára eins og tíðkaðist á 19. öldinni því að kaka Íslands er ekki fyrir alla. Hvernig ætlið þið að bregðast við þessari stöðu? Höfundur er öryrki með réttindi sem persónulegur talsmaður fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Margir sem eru öryrkjar eiga börn. Börn sem ættu að fá sömu tækifæri og önnur börn. Hver veit nema þar leynist næsti nóbelsverðlaunahafi, næsti sóttvarnarlæknir, forseti, eða ólympíufari? Það gæti verið barn öryrkja? Ef því barni væru gefin jöfn tækifæri til náms og íþróttastarfs!!! Vissulega má taka það fram að það kostar að vera með barn í grunnskóla, leiksskóla. Skólamáltíðir, frístund, skólaferðalög og fatnaður og oft eykst sá kosnaður með aldri barns, en barnabætur lækka með aldri barns. Sveitafélögin leggja fram íþrótta og tómstundaávísun sem dugar skammt fyrir flesta. En um leið er ekki gert ráð fyrir því að öryrkjar þurfa að kaupa búnað sem tengjast íþrótta og tómstundastarfi. Sveitafélög að mér vitandi gefa engan afslátt fyrir öryrkja. Lýðheilsa barna öryrkja er i húfi og ég vona að alþingismenn gyrði sig í brók. Sjálf hef ég brugðið á það ráð að endurfjármagna íbúð mína tvisvar sinnum til að standa straum af auknum kostnaði og styðja mitt barn. Mig verkjar svo í hjartað því ekki eru allir svo heppnir að geta það . Ég hef tekið eftir börnum hér á Íslandi sem hafa aldrei átt reiðhjól. Sumir foreldrar bregða á það ráð síðustu daga mánaðarsins að senda börn sín ekki í skólann, því það er ekki til fyrir nesti eða senda þau nestislaus. Það kostar jú að vera í grunnskóla. Þó að það sé ekki ég sem geri það þá eru margir í þessari stöðu. Heilsufar. Lyf eru heldur ekki ókeypis og t.d kostar að kaupa gleraugu og fleira ef barn þarf??? Skerðingar, það er svo líka eitthvað sem er mér hugleikið, nú á að fara skerða örorkulífeyrisþega um arf, það vita flest allir að arfur er margskattaður. Mér skilst að það sé heldur ekki hægt að afsala sér arfi. Ég er búin að missa báða foreldra mína og eldri son minn, svo að það er eitthvað sem ég hugsa út í að missa hluta af bótum sem veldur mér kvíða. Að lokum langar mig að nefna að afi minn ólst upp í sárri fátækt fór í vist um 10 ára aldur hjá lækni, hann þótti hafa námsgáfur. Hann varð síðar læknir með sérmenntun í smitsjúkdómum, seinna sæmdur riddarakrossi Dana og fálkaorðunni. Mér er skapi næst að skrifa hvort öryrkjar ættu að reyna senda börn sín í vist um 10 ára eins og tíðkaðist á 19. öldinni því að kaka Íslands er ekki fyrir alla. Hvernig ætlið þið að bregðast við þessari stöðu? Höfundur er öryrki með réttindi sem persónulegur talsmaður fatlaðra.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun