Kúnstin við lífið Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 16. október 2020 15:01 Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að núna í október eins og áður, hefur áhersla verið á að konur sem greinst hafa með krabbamein finni styrk og samhug. Sala bleiku slaufunnar á vegum Krabbameinsfélagsins er árviss þar sem safnað er fyrir rannsóknum á krabbameinum og vonandi vel tekið í ár líkt og fyrri ár. Göngum saman grasrótarfélag hefur líka safnað fjármunum til þess að styðja við grunnrannsóknir brjóstakrabbameina og allt þetta siptir máli. Stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar leggja sitt af mörkum enda mikilvægt að halda áfram rannsóknum á krabbameinum en það er fleira sem skiptir máli. Stuðningur grasrótar- og félagasamtaka má ekki gleymast og ekkert kemur í staðinn fyrir mannlega nánd. Í ár er þetta sérstaklega mikilvægt þar sem blikur eru á lofti vegna kórónuveirufaraldursins. Mörg félagasamtök finna svo um munar að þrengt hefur að, fjármunir renna ekki eins auðveldlega til þeirra og leita þau nýrra leiða til þess að afla styrkja svo mikilvæg starfsemi geti haldið áfram. Krabbameinsfélagið á Akureyri og nágrenni er eitt þeirra, væntanlega eru fleiri félagasamtök í nákvæmlega sömu sporum. Það er því gleðilegt að heyra hversu vel hefur gengið að safna fjármunum svo félagið geti áfram sinnt því mikilvæga starfi sem það hefur gert á undanförnum árum, bleikar slaufur fara vel með hjarta Akureyrar. En betur má ef duga skal. Það var mikið áfall fyrir mig að greinast með krabbamein, það var ekki aðeins áfall fyrir mig sem greindist heldur hafði greiningin áhrif á alla í kringum mig, fjölskyldu og vini. Það eru margar hugsanir sem fara í gegnum hugann á þessum tíma. Eitt er að vita sjálfur hvað um er að vera, annað er að þurfa að segja öðrum frá, líkt og ég hafi brugðist, líkt og að vera kippt út úr samfélaginu allt í einu og hafa ekkert um það að segja, geta ekki lagt að mörkum – nema þá aðeins að segja frá því að þannig sé staðan. Hugsa svo mitt með mínum nánustu. Á þessum tímapunkti getur einstaklingur sem greininst með krabbamein upplifað að lífið sé búið, eða þannig upplifði ég þennan nýja veruleika á sínum tíma. Síðan þá hefur lífið verið bæði upp og niður og sem betur fer er það nú einu sinni þannig að góðu stundirnar lifa og þær sem eru verri gleymast. Svona er hugurinn magnaður. En það er áskorun að lifa lífinu á meðan beðið er eftir því að deyja, það er hin raunverulega staða. Vitandi af starfi Krabbameinsfélagsins hér á svæðinu hefur skipt sköpum fyrir mig og marga aðra, líka þá sem eru aðstandendur og vinir. Það þarf því að gæta vel að og hlúa að starfsemi félags eins og Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, segja má það sama um öll aðildarfélögin á landinu. Það er nefnilega mikilvægt að íbúar hafi greiðan aðgang að félagi sem er til staðar þegar á þarf að halda. Kjarni málsins er að það má alls ekki gerast að rof verði á starfsemi þessara félaga. Það er líka mikilvægt að fundin verði sem fyrst lausn svo skimanir vegna krabbameina dragist ekki um of eða leggist af um óákveðinn tíma en vísbendingar í þá átt eru því miður veruleiki. Sem dæmi má nefna að þá hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands hingað til fengið afnot af húsnæði Sjúkrahússins á Akureyri til þess að framkvæma skimanir vegna krabbameina en nú er svo komið að vegna kórónuveirufaraldursins er ekki hægt að ganga að þeirri aðstöðu vísri. Verið er að leita allra leiða til þess að finna lausn og hún mun vonandi finnast sem fyrst, allir hagsmunaaðilar munu sjá til þess. Heilbrigðisstofnunin, Sjúkrahúsið og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis vita að það er allt of mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Félagasamtök Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að núna í október eins og áður, hefur áhersla verið á að konur sem greinst hafa með krabbamein finni styrk og samhug. Sala bleiku slaufunnar á vegum Krabbameinsfélagsins er árviss þar sem safnað er fyrir rannsóknum á krabbameinum og vonandi vel tekið í ár líkt og fyrri ár. Göngum saman grasrótarfélag hefur líka safnað fjármunum til þess að styðja við grunnrannsóknir brjóstakrabbameina og allt þetta siptir máli. Stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar leggja sitt af mörkum enda mikilvægt að halda áfram rannsóknum á krabbameinum en það er fleira sem skiptir máli. Stuðningur grasrótar- og félagasamtaka má ekki gleymast og ekkert kemur í staðinn fyrir mannlega nánd. Í ár er þetta sérstaklega mikilvægt þar sem blikur eru á lofti vegna kórónuveirufaraldursins. Mörg félagasamtök finna svo um munar að þrengt hefur að, fjármunir renna ekki eins auðveldlega til þeirra og leita þau nýrra leiða til þess að afla styrkja svo mikilvæg starfsemi geti haldið áfram. Krabbameinsfélagið á Akureyri og nágrenni er eitt þeirra, væntanlega eru fleiri félagasamtök í nákvæmlega sömu sporum. Það er því gleðilegt að heyra hversu vel hefur gengið að safna fjármunum svo félagið geti áfram sinnt því mikilvæga starfi sem það hefur gert á undanförnum árum, bleikar slaufur fara vel með hjarta Akureyrar. En betur má ef duga skal. Það var mikið áfall fyrir mig að greinast með krabbamein, það var ekki aðeins áfall fyrir mig sem greindist heldur hafði greiningin áhrif á alla í kringum mig, fjölskyldu og vini. Það eru margar hugsanir sem fara í gegnum hugann á þessum tíma. Eitt er að vita sjálfur hvað um er að vera, annað er að þurfa að segja öðrum frá, líkt og ég hafi brugðist, líkt og að vera kippt út úr samfélaginu allt í einu og hafa ekkert um það að segja, geta ekki lagt að mörkum – nema þá aðeins að segja frá því að þannig sé staðan. Hugsa svo mitt með mínum nánustu. Á þessum tímapunkti getur einstaklingur sem greininst með krabbamein upplifað að lífið sé búið, eða þannig upplifði ég þennan nýja veruleika á sínum tíma. Síðan þá hefur lífið verið bæði upp og niður og sem betur fer er það nú einu sinni þannig að góðu stundirnar lifa og þær sem eru verri gleymast. Svona er hugurinn magnaður. En það er áskorun að lifa lífinu á meðan beðið er eftir því að deyja, það er hin raunverulega staða. Vitandi af starfi Krabbameinsfélagsins hér á svæðinu hefur skipt sköpum fyrir mig og marga aðra, líka þá sem eru aðstandendur og vinir. Það þarf því að gæta vel að og hlúa að starfsemi félags eins og Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, segja má það sama um öll aðildarfélögin á landinu. Það er nefnilega mikilvægt að íbúar hafi greiðan aðgang að félagi sem er til staðar þegar á þarf að halda. Kjarni málsins er að það má alls ekki gerast að rof verði á starfsemi þessara félaga. Það er líka mikilvægt að fundin verði sem fyrst lausn svo skimanir vegna krabbameina dragist ekki um of eða leggist af um óákveðinn tíma en vísbendingar í þá átt eru því miður veruleiki. Sem dæmi má nefna að þá hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands hingað til fengið afnot af húsnæði Sjúkrahússins á Akureyri til þess að framkvæma skimanir vegna krabbameina en nú er svo komið að vegna kórónuveirufaraldursins er ekki hægt að ganga að þeirri aðstöðu vísri. Verið er að leita allra leiða til þess að finna lausn og hún mun vonandi finnast sem fyrst, allir hagsmunaaðilar munu sjá til þess. Heilbrigðisstofnunin, Sjúkrahúsið og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis vita að það er allt of mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun