Kúnstin við lífið Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 16. október 2020 15:01 Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að núna í október eins og áður, hefur áhersla verið á að konur sem greinst hafa með krabbamein finni styrk og samhug. Sala bleiku slaufunnar á vegum Krabbameinsfélagsins er árviss þar sem safnað er fyrir rannsóknum á krabbameinum og vonandi vel tekið í ár líkt og fyrri ár. Göngum saman grasrótarfélag hefur líka safnað fjármunum til þess að styðja við grunnrannsóknir brjóstakrabbameina og allt þetta siptir máli. Stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar leggja sitt af mörkum enda mikilvægt að halda áfram rannsóknum á krabbameinum en það er fleira sem skiptir máli. Stuðningur grasrótar- og félagasamtaka má ekki gleymast og ekkert kemur í staðinn fyrir mannlega nánd. Í ár er þetta sérstaklega mikilvægt þar sem blikur eru á lofti vegna kórónuveirufaraldursins. Mörg félagasamtök finna svo um munar að þrengt hefur að, fjármunir renna ekki eins auðveldlega til þeirra og leita þau nýrra leiða til þess að afla styrkja svo mikilvæg starfsemi geti haldið áfram. Krabbameinsfélagið á Akureyri og nágrenni er eitt þeirra, væntanlega eru fleiri félagasamtök í nákvæmlega sömu sporum. Það er því gleðilegt að heyra hversu vel hefur gengið að safna fjármunum svo félagið geti áfram sinnt því mikilvæga starfi sem það hefur gert á undanförnum árum, bleikar slaufur fara vel með hjarta Akureyrar. En betur má ef duga skal. Það var mikið áfall fyrir mig að greinast með krabbamein, það var ekki aðeins áfall fyrir mig sem greindist heldur hafði greiningin áhrif á alla í kringum mig, fjölskyldu og vini. Það eru margar hugsanir sem fara í gegnum hugann á þessum tíma. Eitt er að vita sjálfur hvað um er að vera, annað er að þurfa að segja öðrum frá, líkt og ég hafi brugðist, líkt og að vera kippt út úr samfélaginu allt í einu og hafa ekkert um það að segja, geta ekki lagt að mörkum – nema þá aðeins að segja frá því að þannig sé staðan. Hugsa svo mitt með mínum nánustu. Á þessum tímapunkti getur einstaklingur sem greininst með krabbamein upplifað að lífið sé búið, eða þannig upplifði ég þennan nýja veruleika á sínum tíma. Síðan þá hefur lífið verið bæði upp og niður og sem betur fer er það nú einu sinni þannig að góðu stundirnar lifa og þær sem eru verri gleymast. Svona er hugurinn magnaður. En það er áskorun að lifa lífinu á meðan beðið er eftir því að deyja, það er hin raunverulega staða. Vitandi af starfi Krabbameinsfélagsins hér á svæðinu hefur skipt sköpum fyrir mig og marga aðra, líka þá sem eru aðstandendur og vinir. Það þarf því að gæta vel að og hlúa að starfsemi félags eins og Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, segja má það sama um öll aðildarfélögin á landinu. Það er nefnilega mikilvægt að íbúar hafi greiðan aðgang að félagi sem er til staðar þegar á þarf að halda. Kjarni málsins er að það má alls ekki gerast að rof verði á starfsemi þessara félaga. Það er líka mikilvægt að fundin verði sem fyrst lausn svo skimanir vegna krabbameina dragist ekki um of eða leggist af um óákveðinn tíma en vísbendingar í þá átt eru því miður veruleiki. Sem dæmi má nefna að þá hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands hingað til fengið afnot af húsnæði Sjúkrahússins á Akureyri til þess að framkvæma skimanir vegna krabbameina en nú er svo komið að vegna kórónuveirufaraldursins er ekki hægt að ganga að þeirri aðstöðu vísri. Verið er að leita allra leiða til þess að finna lausn og hún mun vonandi finnast sem fyrst, allir hagsmunaaðilar munu sjá til þess. Heilbrigðisstofnunin, Sjúkrahúsið og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis vita að það er allt of mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Félagasamtök Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að núna í október eins og áður, hefur áhersla verið á að konur sem greinst hafa með krabbamein finni styrk og samhug. Sala bleiku slaufunnar á vegum Krabbameinsfélagsins er árviss þar sem safnað er fyrir rannsóknum á krabbameinum og vonandi vel tekið í ár líkt og fyrri ár. Göngum saman grasrótarfélag hefur líka safnað fjármunum til þess að styðja við grunnrannsóknir brjóstakrabbameina og allt þetta siptir máli. Stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar leggja sitt af mörkum enda mikilvægt að halda áfram rannsóknum á krabbameinum en það er fleira sem skiptir máli. Stuðningur grasrótar- og félagasamtaka má ekki gleymast og ekkert kemur í staðinn fyrir mannlega nánd. Í ár er þetta sérstaklega mikilvægt þar sem blikur eru á lofti vegna kórónuveirufaraldursins. Mörg félagasamtök finna svo um munar að þrengt hefur að, fjármunir renna ekki eins auðveldlega til þeirra og leita þau nýrra leiða til þess að afla styrkja svo mikilvæg starfsemi geti haldið áfram. Krabbameinsfélagið á Akureyri og nágrenni er eitt þeirra, væntanlega eru fleiri félagasamtök í nákvæmlega sömu sporum. Það er því gleðilegt að heyra hversu vel hefur gengið að safna fjármunum svo félagið geti áfram sinnt því mikilvæga starfi sem það hefur gert á undanförnum árum, bleikar slaufur fara vel með hjarta Akureyrar. En betur má ef duga skal. Það var mikið áfall fyrir mig að greinast með krabbamein, það var ekki aðeins áfall fyrir mig sem greindist heldur hafði greiningin áhrif á alla í kringum mig, fjölskyldu og vini. Það eru margar hugsanir sem fara í gegnum hugann á þessum tíma. Eitt er að vita sjálfur hvað um er að vera, annað er að þurfa að segja öðrum frá, líkt og ég hafi brugðist, líkt og að vera kippt út úr samfélaginu allt í einu og hafa ekkert um það að segja, geta ekki lagt að mörkum – nema þá aðeins að segja frá því að þannig sé staðan. Hugsa svo mitt með mínum nánustu. Á þessum tímapunkti getur einstaklingur sem greininst með krabbamein upplifað að lífið sé búið, eða þannig upplifði ég þennan nýja veruleika á sínum tíma. Síðan þá hefur lífið verið bæði upp og niður og sem betur fer er það nú einu sinni þannig að góðu stundirnar lifa og þær sem eru verri gleymast. Svona er hugurinn magnaður. En það er áskorun að lifa lífinu á meðan beðið er eftir því að deyja, það er hin raunverulega staða. Vitandi af starfi Krabbameinsfélagsins hér á svæðinu hefur skipt sköpum fyrir mig og marga aðra, líka þá sem eru aðstandendur og vinir. Það þarf því að gæta vel að og hlúa að starfsemi félags eins og Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, segja má það sama um öll aðildarfélögin á landinu. Það er nefnilega mikilvægt að íbúar hafi greiðan aðgang að félagi sem er til staðar þegar á þarf að halda. Kjarni málsins er að það má alls ekki gerast að rof verði á starfsemi þessara félaga. Það er líka mikilvægt að fundin verði sem fyrst lausn svo skimanir vegna krabbameina dragist ekki um of eða leggist af um óákveðinn tíma en vísbendingar í þá átt eru því miður veruleiki. Sem dæmi má nefna að þá hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands hingað til fengið afnot af húsnæði Sjúkrahússins á Akureyri til þess að framkvæma skimanir vegna krabbameina en nú er svo komið að vegna kórónuveirufaraldursins er ekki hægt að ganga að þeirri aðstöðu vísri. Verið er að leita allra leiða til þess að finna lausn og hún mun vonandi finnast sem fyrst, allir hagsmunaaðilar munu sjá til þess. Heilbrigðisstofnunin, Sjúkrahúsið og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis vita að það er allt of mikið í húfi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar