Hagfræði launaþjófnaðar Nanna Hermannsdóttir skrifar 25. október 2020 09:00 Ár hvert verður fjöldi fólks á íslenskum vinnumarkaði fyrir launaþjófnaði af hálfu atvinnurekenda sinna. Umræða um launaþjófnað hefur reglulega skotið upp kollinum á síðustu misserum. Því miður hefur hún helst einkennst af deilum milli samtaka launafólks og atvinnurekenda í stað þess að aðilar taki höndum saman um að binda enda á þennan þjófnað. Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að þau styðji að innleiddar verði refsingar við launaþjófnaði en eyða engu að síður mestu púðri í að véfengja málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Á sama tíma hafa þau reynt að fría sig ábyrgð með því að halda því fram að þau séu „ekki málsvari þeirra sem gerast sekir um refsivert athæfi“. Aðildarsamtök SA, samtök ferðaþjónustunnar, hafaborið svipað fyrir sig. Með launaþjófnaði er átt við kjarasamningsbrot í þeim tilvikum sem gengið er á rétt einstaklings til launa eða annarra starfskjara og réttinda. Launaþjófnaði má skipta í grófum dráttum í lágmarkslaunabrot, ráðningarsamningsbrot og réttindabrot (svo sem að veikinda- og vinnuslysaréttur sé ekki virtur, brot á orlofsrétti, uppsagnarfrestur ekki virtur, brot á reglum um vinnutíma og gerviverktöku). Hér á eftir verður farið yfir nokkrar ástæður þess að launaþjófnaður varðar ekki bara þau sem verða fyrir honum heldur okkur öll og af hverju það ætti að vera forgangsmál hjá samtökum atvinnurekenda og stjórnvöldum að gera hann refsiverðan. Tekjur hins opinbera Árið 2019 var meðalupphæð krafna vegna vangoldinna launa sem Efling sendi fyrir sína félagsmenn 492 þúsund krónur og hefur heildarupphæð krafna félagsins aukist um 40% á ári síðustu 5 ár. Á árunum 2015-2019 nam heildarupphæð krafna frá félaginu vegna þessa yfir milljarði króna. Það ber að nefna að þetta eru aðeins kröfur eins stéttafélags og gera má ráð fyrir að hluti vangoldinna launa sé þarna undanskilinn því langt frá því allir leita réttar síns. Í Ástralíu hefur verið áætlað að upphæð launaþjófnaðar nemi um 3,6 milljörðum ástralskra dollara árlega (áætlun fyrir Bandaríkin nemur 40-60 milljörðum Bandaríkjadala). Ef við leyfum okkur að yfirfæra þessar tölur á Ísland miðað við höfðatölu væri um að ræða rúma 5 milljarða íslenskra króna árlega (7,3 milljarðar kr. miðað við bandarísku tölurnar). Ef við leyfum okkur enn frekara frelsi og miðum við að 25% af launum skili sér til hins opinbera myndi það þýða að ríki og sveitarfélög verði af um 1,3 milljörðum árlega (1,8 milljörðum m.v. tölurnar frá Bandaríkjunum). Það er auðvitað ekki svona auðvelt að heimfæra þessar tölur á Ísland. Taka þarf tillit til fleiri þátta eins og atvinnuþátttöku (sem myndi hækka upphæðina) og fjölda innflytjenda (sem myndi lækka upphæðina). Hér er eingöngu gerð tilraun til að námunda stærðargráðuna til að sýna hversu háar upphæðir gæti verið um að ræða. Þó ákjósanlegast sé að leggja frekar kraft í að útrýma launaþjófnaði alveg sýnir þessi námundun að þörf er á að leggja raunverulegt mat á umfang launaþjófnaðar á Íslandi. Kaupmáttur og samkeppnisstaða Þrátt fyrir að launaþjófnaður hafi kannski ekki teljandi áhrif á heildarráðstöfunartekjur íbúa Íslands gæti hann skipt nokkru máli í minni samfélögum eða á ákveðnum svæðum. Ítrekað hefur verið fjallað um umfang launaþjófnaðar í ferðaþjónustu. Það er því ekki úr vegi að taka einfalt sýnidæmi um smábæ þar sem er t.d. eitt hótel og ein verslun. Ef starfsmenn hótelsins verða fyrir launaþjófnaði liggur í augum uppi að kaupmáttur þeirra er minni en ella (höfum í huga að meðalkrafa Eflingar eru tæpar 500.000 kr). Það hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á afkomu verslunarinnar enda ljóst að á svo litlum markaði skiptir hver króna máli. Ímyndum okkur nú að annað hótel opni á sama svæði. Eigendur nýja hótelsins spila eftir lögum og reglum og borga því starfsmönnum sínum laun samkvæmt kjarasamningum. Rekstrarkostnaður þess hótels sem fyrir var er augljóslega minni (gefum okkur að þau séu eins að öðru leyti) þar sem launakostnaður, sem er stór kostnaðarþáttur í slíkum rekstri, er minni. Það fyrirtæki getur á grundvelli lægri launakostnaðar boðið lægri verð, aukið arðgreiðslur eða haldið uppi rekstri sem annars gæti ekki staðið undir sér. Samkeppnisstaða hótelanna tveggja er því ójöfn. Barátta okkar allra Það er vafalaust hægt að finna fleiri hagrænar ástæður fyrir mikilvægi þess að bregðast við og koma í veg fyrir launaþjófnað. Að því sögðu er þó alltaf mikilvægt að hafa í huga að á bakvið þessar tölur er fólk. Fólk í viðkvæmri stöðu sem er rænt. Brotin geta haft áhrif á fjárhagsstöðu þeirra, sjálfsmat og andlega heilsu. Þrátt fyrir að gott sé að geta talað um peninga snýst þetta þó þegar öllu er á botninn hvolft um það hvernig við ætlum að koma fram við fólk. Ég hvet því samtök atvinnurekenda til þess að sýna orð sín í verki og styðja verkalýðshreyfinguna í baráttunni gegn launaþjófnaði. Ég hvet atvinnurekendur til þess að nýta krafta sína til þess að koma málinu á dagskrá enda eru hagsmunir þeirra í húfi. Ég hvet að lokum stjórnvöld til þess að standa við gefin loforð. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Nanna Hermannsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Ár hvert verður fjöldi fólks á íslenskum vinnumarkaði fyrir launaþjófnaði af hálfu atvinnurekenda sinna. Umræða um launaþjófnað hefur reglulega skotið upp kollinum á síðustu misserum. Því miður hefur hún helst einkennst af deilum milli samtaka launafólks og atvinnurekenda í stað þess að aðilar taki höndum saman um að binda enda á þennan þjófnað. Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að þau styðji að innleiddar verði refsingar við launaþjófnaði en eyða engu að síður mestu púðri í að véfengja málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Á sama tíma hafa þau reynt að fría sig ábyrgð með því að halda því fram að þau séu „ekki málsvari þeirra sem gerast sekir um refsivert athæfi“. Aðildarsamtök SA, samtök ferðaþjónustunnar, hafaborið svipað fyrir sig. Með launaþjófnaði er átt við kjarasamningsbrot í þeim tilvikum sem gengið er á rétt einstaklings til launa eða annarra starfskjara og réttinda. Launaþjófnaði má skipta í grófum dráttum í lágmarkslaunabrot, ráðningarsamningsbrot og réttindabrot (svo sem að veikinda- og vinnuslysaréttur sé ekki virtur, brot á orlofsrétti, uppsagnarfrestur ekki virtur, brot á reglum um vinnutíma og gerviverktöku). Hér á eftir verður farið yfir nokkrar ástæður þess að launaþjófnaður varðar ekki bara þau sem verða fyrir honum heldur okkur öll og af hverju það ætti að vera forgangsmál hjá samtökum atvinnurekenda og stjórnvöldum að gera hann refsiverðan. Tekjur hins opinbera Árið 2019 var meðalupphæð krafna vegna vangoldinna launa sem Efling sendi fyrir sína félagsmenn 492 þúsund krónur og hefur heildarupphæð krafna félagsins aukist um 40% á ári síðustu 5 ár. Á árunum 2015-2019 nam heildarupphæð krafna frá félaginu vegna þessa yfir milljarði króna. Það ber að nefna að þetta eru aðeins kröfur eins stéttafélags og gera má ráð fyrir að hluti vangoldinna launa sé þarna undanskilinn því langt frá því allir leita réttar síns. Í Ástralíu hefur verið áætlað að upphæð launaþjófnaðar nemi um 3,6 milljörðum ástralskra dollara árlega (áætlun fyrir Bandaríkin nemur 40-60 milljörðum Bandaríkjadala). Ef við leyfum okkur að yfirfæra þessar tölur á Ísland miðað við höfðatölu væri um að ræða rúma 5 milljarða íslenskra króna árlega (7,3 milljarðar kr. miðað við bandarísku tölurnar). Ef við leyfum okkur enn frekara frelsi og miðum við að 25% af launum skili sér til hins opinbera myndi það þýða að ríki og sveitarfélög verði af um 1,3 milljörðum árlega (1,8 milljörðum m.v. tölurnar frá Bandaríkjunum). Það er auðvitað ekki svona auðvelt að heimfæra þessar tölur á Ísland. Taka þarf tillit til fleiri þátta eins og atvinnuþátttöku (sem myndi hækka upphæðina) og fjölda innflytjenda (sem myndi lækka upphæðina). Hér er eingöngu gerð tilraun til að námunda stærðargráðuna til að sýna hversu háar upphæðir gæti verið um að ræða. Þó ákjósanlegast sé að leggja frekar kraft í að útrýma launaþjófnaði alveg sýnir þessi námundun að þörf er á að leggja raunverulegt mat á umfang launaþjófnaðar á Íslandi. Kaupmáttur og samkeppnisstaða Þrátt fyrir að launaþjófnaður hafi kannski ekki teljandi áhrif á heildarráðstöfunartekjur íbúa Íslands gæti hann skipt nokkru máli í minni samfélögum eða á ákveðnum svæðum. Ítrekað hefur verið fjallað um umfang launaþjófnaðar í ferðaþjónustu. Það er því ekki úr vegi að taka einfalt sýnidæmi um smábæ þar sem er t.d. eitt hótel og ein verslun. Ef starfsmenn hótelsins verða fyrir launaþjófnaði liggur í augum uppi að kaupmáttur þeirra er minni en ella (höfum í huga að meðalkrafa Eflingar eru tæpar 500.000 kr). Það hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á afkomu verslunarinnar enda ljóst að á svo litlum markaði skiptir hver króna máli. Ímyndum okkur nú að annað hótel opni á sama svæði. Eigendur nýja hótelsins spila eftir lögum og reglum og borga því starfsmönnum sínum laun samkvæmt kjarasamningum. Rekstrarkostnaður þess hótels sem fyrir var er augljóslega minni (gefum okkur að þau séu eins að öðru leyti) þar sem launakostnaður, sem er stór kostnaðarþáttur í slíkum rekstri, er minni. Það fyrirtæki getur á grundvelli lægri launakostnaðar boðið lægri verð, aukið arðgreiðslur eða haldið uppi rekstri sem annars gæti ekki staðið undir sér. Samkeppnisstaða hótelanna tveggja er því ójöfn. Barátta okkar allra Það er vafalaust hægt að finna fleiri hagrænar ástæður fyrir mikilvægi þess að bregðast við og koma í veg fyrir launaþjófnað. Að því sögðu er þó alltaf mikilvægt að hafa í huga að á bakvið þessar tölur er fólk. Fólk í viðkvæmri stöðu sem er rænt. Brotin geta haft áhrif á fjárhagsstöðu þeirra, sjálfsmat og andlega heilsu. Þrátt fyrir að gott sé að geta talað um peninga snýst þetta þó þegar öllu er á botninn hvolft um það hvernig við ætlum að koma fram við fólk. Ég hvet því samtök atvinnurekenda til þess að sýna orð sín í verki og styðja verkalýðshreyfinguna í baráttunni gegn launaþjófnaði. Ég hvet atvinnurekendur til þess að nýta krafta sína til þess að koma málinu á dagskrá enda eru hagsmunir þeirra í húfi. Ég hvet að lokum stjórnvöld til þess að standa við gefin loforð. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar