Borgaraleg ferming Siðmenntar - Ævintýralegur vöxtur á örfáum árum! Siggeir F. Ævarsson skrifar 26. október 2020 13:01 Árið 1989 fór fyrsta borgaralega fermingin fram á Íslandi en þá voru fermingarbörnin alls 16 talsins. Þegar Hope Knútsson skipulagði þessa fermingu óraði hana sennilega ekki fyrir því að 30 árum seinna myndu 13% fermingarárgangsins fermast borgaralega hjá Siðmennt. Fyrstu árin voru fermingarhóparnir vissulega fámennir og þeir sem völdu að fermast borgarlega voru sannkallaðir frumkvöðlar: Unglingar sem þorðu að skera sig úr hópnum og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Árið 2015 voru fermingarbörnin svo skyndilega orðin 304, og síðan þá hefur þeim bara fjölgað ár frá ári. Er aukningin rétt um 90% síðastliðin 5 ár, sem er hreint út sagt ævintýraleg fjölgun. Árið 2020 fermdust 577 börn hjá Siðmennt. Borgaraleg ferming er ekki lengur valkostur á jaðrinum sem aðeins þeir sem þora að sigla á móti straumnum velja, heldur eðlilegur og sjálfsagður veraldlegur valkostur sem sífellt fleiri velja. Fermingarbörnin velja borgaralega fermingu á sínum forsendum og koma úr öllum áttum og af öllu landinu. En hvernig stendur á þessari miklu fjölgun og hver er kjarninn í borgaralegri fermingu? Í sem allra fæstum orðum er kjarninn fermingarnámskeiðið sjálft, sem byggir á heimspekilegum grunni og norskri fyrirmynd. Námskeiðið er kennt vikulega í 11 vikur, og lýkur borgaralegri fermingu svo með hátíðlegri athöfn, þar sem fermingarbörnin sjálf fá tækifæri til að láta ljós sitt skína og koma fram ef þau vilja. Stærstu athafnirnar eru á höfuðborgarsvæðinu en á hverju ári eru haldnar glæsilegar borgaralegar fermingarathafnir víða um land, og einnig er boðið uppá helgarnámskeið víðsvegar um landið. Á námskeiðunum leitumst við eftir því að gefa börnunum tæki og tól til að horfa á heiminn á gagnrýninn hátt, hugsa sjálfstætt og hjálpa þeim að verða betri í því að mynda sér upplýstar skoðanir. Við þjálfum þau í að taka vel ígrundaða afstöðu og gefum þeim traustan grunn til að verða virkir og réttlátir þátttakendur í samfélaginu okkar. Hugmyndafræðilegur grunnur námskeiðanna er húmanisminn, en félagið okkar heitir einmitt fullu nafni “Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi” og var stofnað á sínum tíma í kringum borgaralega fermingu. Stundum er sagt að húmanisminn hafi að viðfangsefni lífið sjálft. Nokkrir af meginþáttum húmanismans eru gagnrýnin hugsun, rökræðan, siðferðileg heilindi, mannréttindi og veraldlegar athafnir. Má glöggt sjá hvernig þessir þættir fléttast listilega inn í það sem við þekkjum í dag sem borgaralega fermingu. Það er sammannlegt að vilja fagna tímamótum í lífinu og hjá Siðmennt höfum við byggt upp afar faglega og persónulega veraldlega athafnaþjónustu fyrir þessar stóru stundir. Við fögnum lífinu frá vöggu til grafar og öllu sem kemur þar á milli, og gerum það án aðkomu trúarbragða eða æðri máttarvalda. Á Íslandi er fermingin ein af þessum stóru stundum og er borgaraleg ferming valkostur fyrir öll ungmenni, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Við fögnum fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Siggeir F. Ævarsson Fermingar Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Árið 1989 fór fyrsta borgaralega fermingin fram á Íslandi en þá voru fermingarbörnin alls 16 talsins. Þegar Hope Knútsson skipulagði þessa fermingu óraði hana sennilega ekki fyrir því að 30 árum seinna myndu 13% fermingarárgangsins fermast borgaralega hjá Siðmennt. Fyrstu árin voru fermingarhóparnir vissulega fámennir og þeir sem völdu að fermast borgarlega voru sannkallaðir frumkvöðlar: Unglingar sem þorðu að skera sig úr hópnum og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Árið 2015 voru fermingarbörnin svo skyndilega orðin 304, og síðan þá hefur þeim bara fjölgað ár frá ári. Er aukningin rétt um 90% síðastliðin 5 ár, sem er hreint út sagt ævintýraleg fjölgun. Árið 2020 fermdust 577 börn hjá Siðmennt. Borgaraleg ferming er ekki lengur valkostur á jaðrinum sem aðeins þeir sem þora að sigla á móti straumnum velja, heldur eðlilegur og sjálfsagður veraldlegur valkostur sem sífellt fleiri velja. Fermingarbörnin velja borgaralega fermingu á sínum forsendum og koma úr öllum áttum og af öllu landinu. En hvernig stendur á þessari miklu fjölgun og hver er kjarninn í borgaralegri fermingu? Í sem allra fæstum orðum er kjarninn fermingarnámskeiðið sjálft, sem byggir á heimspekilegum grunni og norskri fyrirmynd. Námskeiðið er kennt vikulega í 11 vikur, og lýkur borgaralegri fermingu svo með hátíðlegri athöfn, þar sem fermingarbörnin sjálf fá tækifæri til að láta ljós sitt skína og koma fram ef þau vilja. Stærstu athafnirnar eru á höfuðborgarsvæðinu en á hverju ári eru haldnar glæsilegar borgaralegar fermingarathafnir víða um land, og einnig er boðið uppá helgarnámskeið víðsvegar um landið. Á námskeiðunum leitumst við eftir því að gefa börnunum tæki og tól til að horfa á heiminn á gagnrýninn hátt, hugsa sjálfstætt og hjálpa þeim að verða betri í því að mynda sér upplýstar skoðanir. Við þjálfum þau í að taka vel ígrundaða afstöðu og gefum þeim traustan grunn til að verða virkir og réttlátir þátttakendur í samfélaginu okkar. Hugmyndafræðilegur grunnur námskeiðanna er húmanisminn, en félagið okkar heitir einmitt fullu nafni “Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi” og var stofnað á sínum tíma í kringum borgaralega fermingu. Stundum er sagt að húmanisminn hafi að viðfangsefni lífið sjálft. Nokkrir af meginþáttum húmanismans eru gagnrýnin hugsun, rökræðan, siðferðileg heilindi, mannréttindi og veraldlegar athafnir. Má glöggt sjá hvernig þessir þættir fléttast listilega inn í það sem við þekkjum í dag sem borgaralega fermingu. Það er sammannlegt að vilja fagna tímamótum í lífinu og hjá Siðmennt höfum við byggt upp afar faglega og persónulega veraldlega athafnaþjónustu fyrir þessar stóru stundir. Við fögnum lífinu frá vöggu til grafar og öllu sem kemur þar á milli, og gerum það án aðkomu trúarbragða eða æðri máttarvalda. Á Íslandi er fermingin ein af þessum stóru stundum og er borgaraleg ferming valkostur fyrir öll ungmenni, óháð trúar- eða lífsskoðunum. Við fögnum fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun