Strákarnir okkar þurfa aukaundanþágu vegna lekans Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 14:01 Skúringamoppan dugar víst skammt til að laga keppnisgólfið í Laugardalshöll eftir vatnstjónið sem varð í vikunni. Ísland mætti Litáen 4. nóvember síðastliðinn og það verður síðasti leikurinn í Höllinni í bili. vísir/vilhelm HSÍ þarf að fá sérstaka aukaundanþágu frá handknattleikssambandi Evrópu til að mega spila heimaleik við Portúgal í undankeppni EM í janúar. Útlit er fyrir að skipta þurfi um keppnisgólf í Laugardalshöll vegna mjög mikils leka sem varð þegar rör í byggingunni gaf sig. Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, segir að endurbætur komi til með að taka 4-6 mánuði. Ísland og Portúgal eiga að mætast í undankeppni EM þann 10. janúar, í síðasta leiknum áður en HM í Egyptalandi hefst. Raunar mætast Ísland og Portúgal þrívegis, í þremur löndum, á níu dögum. Stefnt að því að spila á Ásvöllum Framkvæmdastjórinn Róbert Geir Gíslason og hans fólk hjá HSÍ hefur eflaust haft meiri áhyggjur af því að kórónuveirufaraldurinn kæmi í veg fyrir að heimaleikurinn við Portúgal færi fram, líkt og þegar Ísrael fékk það í gegn að leik við Ísland fyrr í þessum mánuði yrði frestað. Nú þarf hins vegar að finna nýjan leikstað og fá sérstaka undanþágu ofan á undanþáguna sem HSÍ hefur haft til að spila alþjóðlega leiki í úreltri Laugardalshöll, svo að leikurinn megi fara fram á Íslandi. Í samtali við Vísi í dag sagði Róbert að búið væri að fara þess á leit við Hauka að leikurinn færi fram á Ásvöllum, og að vel hefði verið tekið í það. Núna þurfi svo að óska eftir breytingu á leikstað hjá handknattleikssambandi Evrópu og á Róbert von á að það verði samþykkt í ljósi aðstæðna. „Ásvellir og Kaplakriki eru hús sem uppfylla flest skilyrði en þó ekki öll. Ég held að þau uppfylli nógu mörg skilyrði til að við fáum undanþágu til að spila. Það er aðallega gólfflötur og áhorfendasvæði sem er ekki nógu stórt, en við fengum undanþágu til að spila kvennalandsleik þarna fyrir ári síðan og ég er bjartsýnn á að við fáum undanþágu núna. Sérstaklega eins og ástandið er í heiminum,“ sagði Róbert. EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Framkvæmdastjóri HSÍ segir mikið púsl að koma mönnum til landsins fyrir leikinn á miðvikudag Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. 1. nóvember 2020 20:15 Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Skipta þarf um gólf á Laugardalshöllinni vegna leka sem varð í síðustu viku. 16. nóvember 2020 17:05 Leki í Laugardalshöll Vegna vatnstjóns verður Laugardalshöllin væntanlega ónothæf næstu mánuðina. 16. nóvember 2020 15:14 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
HSÍ þarf að fá sérstaka aukaundanþágu frá handknattleikssambandi Evrópu til að mega spila heimaleik við Portúgal í undankeppni EM í janúar. Útlit er fyrir að skipta þurfi um keppnisgólf í Laugardalshöll vegna mjög mikils leka sem varð þegar rör í byggingunni gaf sig. Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri íþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal, segir að endurbætur komi til með að taka 4-6 mánuði. Ísland og Portúgal eiga að mætast í undankeppni EM þann 10. janúar, í síðasta leiknum áður en HM í Egyptalandi hefst. Raunar mætast Ísland og Portúgal þrívegis, í þremur löndum, á níu dögum. Stefnt að því að spila á Ásvöllum Framkvæmdastjórinn Róbert Geir Gíslason og hans fólk hjá HSÍ hefur eflaust haft meiri áhyggjur af því að kórónuveirufaraldurinn kæmi í veg fyrir að heimaleikurinn við Portúgal færi fram, líkt og þegar Ísrael fékk það í gegn að leik við Ísland fyrr í þessum mánuði yrði frestað. Nú þarf hins vegar að finna nýjan leikstað og fá sérstaka undanþágu ofan á undanþáguna sem HSÍ hefur haft til að spila alþjóðlega leiki í úreltri Laugardalshöll, svo að leikurinn megi fara fram á Íslandi. Í samtali við Vísi í dag sagði Róbert að búið væri að fara þess á leit við Hauka að leikurinn færi fram á Ásvöllum, og að vel hefði verið tekið í það. Núna þurfi svo að óska eftir breytingu á leikstað hjá handknattleikssambandi Evrópu og á Róbert von á að það verði samþykkt í ljósi aðstæðna. „Ásvellir og Kaplakriki eru hús sem uppfylla flest skilyrði en þó ekki öll. Ég held að þau uppfylli nógu mörg skilyrði til að við fáum undanþágu til að spila. Það er aðallega gólfflötur og áhorfendasvæði sem er ekki nógu stórt, en við fengum undanþágu til að spila kvennalandsleik þarna fyrir ári síðan og ég er bjartsýnn á að við fáum undanþágu núna. Sérstaklega eins og ástandið er í heiminum,“ sagði Róbert.
EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Framkvæmdastjóri HSÍ segir mikið púsl að koma mönnum til landsins fyrir leikinn á miðvikudag Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. 1. nóvember 2020 20:15 Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Skipta þarf um gólf á Laugardalshöllinni vegna leka sem varð í síðustu viku. 16. nóvember 2020 17:05 Leki í Laugardalshöll Vegna vatnstjóns verður Laugardalshöllin væntanlega ónothæf næstu mánuðina. 16. nóvember 2020 15:14 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37
Framkvæmdastjóri HSÍ segir mikið púsl að koma mönnum til landsins fyrir leikinn á miðvikudag Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. 1. nóvember 2020 20:15
Mörg þúsund lítrar af vatni flæddu í næstum hálfan sólarhring um gólf Laugardalshallar Skipta þarf um gólf á Laugardalshöllinni vegna leka sem varð í síðustu viku. 16. nóvember 2020 17:05
Leki í Laugardalshöll Vegna vatnstjóns verður Laugardalshöllin væntanlega ónothæf næstu mánuðina. 16. nóvember 2020 15:14