Leikjafræði Lilju Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 19:12 Á sunnudaginn var sat menntamálaráðherra í útvarpsviðtali og ræddi um þá niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála að hún hefði brotið jafnréttislög. Í viðtalinu sagði ráðherra eftirfarandi orð; „Ég er ráðherra. Ég er líka einstaklingur og ég verð alveg eins og allir aðrir í íslensku samfélagi, ef ég tel að það sé brotið á mér - þá hlýt ég að eiga sama rétt og viðkomandi einstaklingur að sækja minn rétt.“ Þessi ummæli eru merkileg þegar þau eru rýnd. Ummæli ráðherra bera vott um ákveðið skilningsleysi Lilju Alfreðsdóttur á hennar stöðu sem ráðherra og aðstöðumuninum á ráðherra og einstaklingnum sem hún stefnir. Í viðtalinu talaði ráðherra með þeim hætti að þetta dómsmál snerist um hennar persónu fremur um starfshætti hennar og meðferð valds. Menntamálaráðherra er hins vegar ekki fyrsti ráðherrann sem fær úrskurð um brot á jafnréttislögum. Aðrir ráðherrar hafa hins vegar ekki farið hennar leið, heldur almennt unað svona úrskurðum. Kannski hafa þeir séð að málin snúast einmitt ekki persónu þeirra heldur um yfirvegaða stjórnsýslu og vandaða. Menntamálaráðherra lýsti því hins vegar yfir í umræðunni að hún hefði sýnt kjark með því að stefna umræddum umsækjanda fyrir dóm. Dæmi hver fyrir sig um það. Menntamálaráðherra lýsti því einnig í þessu sama viðtali að hún hefði sætt þyngri gagnrýni en aðrir ráðherrar í sambærilegri stöðu. Tengdi hún það við kynferði sitt. Mun nærtækari skýring er nú samt sú staðreynd að aðrir ráðamenn hafa einmitt almennt ekki farið fram af þeirri hörku sem hún gerir í kjölfar svona úrskurðar. Það gerðu ekki Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, ekki Jóhanna Sigurðardóttir og ekki Bjarni Benediktsson. Seint verður sagt um þetta ágæta fólk að þau skorti kjarkinn. Mögulega voru aðrir hagsmunir þeim ofar í huga, jafnvel bara stærri hagsmunir. Embættismennirnir sem ekki getað svarað Umræddan sunnudag fór menntamálaráðherra sömuleiðis með dagskrárvald sitt þannig að þar sat hún og ræddi í útvarpi um nafngreinda og ónafngreinda embættismenn. Það gerði ráðherra þrátt fyrir að vita ósköp vel að embættismaður svarar ekki ráðherra og þarf því að sitja undir því að ráðherra veitist að þeim, án þess að geta tekið til svara. Þessa leikjafræði höfum fram til þess fyrst og fremst séð hjá fyrrum flokkssystur hennar Vigdísi Hauksdóttur, sem hefur stundað það af kappi að tala niður til embættismanna borgarinnar. Ummæli menntamálaráðherra í útvarpsviðtali sunnudagsins birta djúpa Framsóknarmennsku, þar sem þeim er gerð upp spilling sem spyrja spurninga og vilja ræða það þegar fram kemur úrskurður um brot á jafnréttislögum. Svör ráðherrans í þingsal í dag voru um kjark sem hún sýnir. Ég verð að viðurkenna að öll nálgun ráðherra í þessu máli finnst mér bera vott um eitthvað allt annað en kjark. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn var sat menntamálaráðherra í útvarpsviðtali og ræddi um þá niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála að hún hefði brotið jafnréttislög. Í viðtalinu sagði ráðherra eftirfarandi orð; „Ég er ráðherra. Ég er líka einstaklingur og ég verð alveg eins og allir aðrir í íslensku samfélagi, ef ég tel að það sé brotið á mér - þá hlýt ég að eiga sama rétt og viðkomandi einstaklingur að sækja minn rétt.“ Þessi ummæli eru merkileg þegar þau eru rýnd. Ummæli ráðherra bera vott um ákveðið skilningsleysi Lilju Alfreðsdóttur á hennar stöðu sem ráðherra og aðstöðumuninum á ráðherra og einstaklingnum sem hún stefnir. Í viðtalinu talaði ráðherra með þeim hætti að þetta dómsmál snerist um hennar persónu fremur um starfshætti hennar og meðferð valds. Menntamálaráðherra er hins vegar ekki fyrsti ráðherrann sem fær úrskurð um brot á jafnréttislögum. Aðrir ráðherrar hafa hins vegar ekki farið hennar leið, heldur almennt unað svona úrskurðum. Kannski hafa þeir séð að málin snúast einmitt ekki persónu þeirra heldur um yfirvegaða stjórnsýslu og vandaða. Menntamálaráðherra lýsti því hins vegar yfir í umræðunni að hún hefði sýnt kjark með því að stefna umræddum umsækjanda fyrir dóm. Dæmi hver fyrir sig um það. Menntamálaráðherra lýsti því einnig í þessu sama viðtali að hún hefði sætt þyngri gagnrýni en aðrir ráðherrar í sambærilegri stöðu. Tengdi hún það við kynferði sitt. Mun nærtækari skýring er nú samt sú staðreynd að aðrir ráðamenn hafa einmitt almennt ekki farið fram af þeirri hörku sem hún gerir í kjölfar svona úrskurðar. Það gerðu ekki Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, ekki Jóhanna Sigurðardóttir og ekki Bjarni Benediktsson. Seint verður sagt um þetta ágæta fólk að þau skorti kjarkinn. Mögulega voru aðrir hagsmunir þeim ofar í huga, jafnvel bara stærri hagsmunir. Embættismennirnir sem ekki getað svarað Umræddan sunnudag fór menntamálaráðherra sömuleiðis með dagskrárvald sitt þannig að þar sat hún og ræddi í útvarpi um nafngreinda og ónafngreinda embættismenn. Það gerði ráðherra þrátt fyrir að vita ósköp vel að embættismaður svarar ekki ráðherra og þarf því að sitja undir því að ráðherra veitist að þeim, án þess að geta tekið til svara. Þessa leikjafræði höfum fram til þess fyrst og fremst séð hjá fyrrum flokkssystur hennar Vigdísi Hauksdóttur, sem hefur stundað það af kappi að tala niður til embættismanna borgarinnar. Ummæli menntamálaráðherra í útvarpsviðtali sunnudagsins birta djúpa Framsóknarmennsku, þar sem þeim er gerð upp spilling sem spyrja spurninga og vilja ræða það þegar fram kemur úrskurður um brot á jafnréttislögum. Svör ráðherrans í þingsal í dag voru um kjark sem hún sýnir. Ég verð að viðurkenna að öll nálgun ráðherra í þessu máli finnst mér bera vott um eitthvað allt annað en kjark. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun