Frítekjumark eftirlauna er óvirkt Sigurður T. Garðarsson skrifar 18. nóvember 2020 16:00 Frítekjumark eftirlauna frá lífeyrissjóðum er óvirkt hjá Tryggingastofnun. Ætli Ásmundur Einar viti af þessu? Á vefsíðu skattsinns (rsk.is) er listi yfir lögbundna lífeyrissjóði. Listinn inniheldur nöfn lífeyrissjóða sem hafa orðið lífeyrissjóður í heiti sínu, en á listanum eru nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa orðið eftirlaunasjóður í heiti sínu. Ekki er gott að vita hvort TR (Tryggingastofnun) á við þessa eftirlaunasjóði, þegar hún veitir eftirlaunaþegum þeirra réttmætt 100 þúsund króna frítekjumark og jafnframt 25 þúsund króna frítekjumark af öðrum tekjum (t.d. fjármagnstekjum), en neitar eftirlaunaþegum lífeyrissjóða um sama rétt. Á Reiknivél lífeyris 2020 hjá TR er eftirfarandi skýring við reit sem heitir: Tekjur m.a. af atvinnu, eftirlaun og atvinnuleysisbætur (?) Þegar smellt er á (?) kemur upp gluggi þar sem m.a. Stendur: „Með tekjum af atvinnu er átt við laun og aðrar starfstengdar greiðslur, s.s. eftirlaun frá fyrirtækjum og stofnunum (ekki frá lífeyrissjóðum)“. Í skýringum á vefsíðu skattsins þar sem fjallað er um vinnulaun segir: „Eftirlaun sem greidd eru frá vinnuveitanda teljast til vinnulauna“. TR skákar líklega í skjóli þessarar setningar með túlkun sinni á mismunun milli eftirlaunaþega (eftirlaunasjóða og lífeyrissjóða) við ráðstöfun frítekjumarks eftirlauna. Setningin fjallar um eftirlaun sem einn þátt vinnulauna (aðrar starfstengdar greiðslur), en ekki á tæmandi hátt. Til eftirlauna hljóta einnig að teljast vinnulaunin sem greidd eru með dreifðum mánaðarlegum greiðslum eftir 67 ára aldur, Jafnt frá lífeyrissjóðum, sem eftirlaunasjóðum. Engin rök eru fyrir annarri túlkun. Eins konar svikamylla - allavega ósamræmi sambærilegra mála. 25 þúsund króna almenna frítekjumarkið, sem er lögfest í lögunum um almannatryggingar (23.gr. 1.mgr.) á við aðrar tekjur, en atvinnutekjur og hafa fjármagnstekjur mest áhrif á þetta frítekjumark ellilífeyrisþega. Fjármagnstekjur teljast m.a. vextir og verðbætur af bankainnistæðum, arðgreiðslur, húsaleigutekjur og söluhagnaður t.d. af frístundahúsum (sumarbústöðum). Allir lífeyrisþegar sem fá ellilaun frá lífeyrissjóðum lenda í eins konar svikamyllu hjá TR, með skerðingu ellilífeyris um 45% af upphæð ellilaunanna frá lífeyrissjóðnum og neitun um frítekjumarkið af þessum atvinnutekjum, en í staðinn eru ellilaunin samþætt við frítekjumark fjármagnstekna. Þetta á reyndar ekki við, eins og áður er bent á, um ellilífeyrisþegana sem fá ellilaunin frá „eftirlaunasjóðum fyrirtækja og stofnana“. Þeir fá notið þessa frítekjumarks að fullu. Í lögum um almannatryggingar, þ.e. í VI. kafla, nánar tiltekið í 47. gr. segir: „Þegar teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur samkvæmt lögum þessum gilda stjórnsýslulög nema umsækjanda eða greiðsluþega sé veittur betri réttur samkvæmt þessum lögum eða öðrum lögum sem við eiga. Gæta skal samræmis við ákvörðun sambærilegra mála“. Nærtækast er að vísa í jafnréttisreglu stjórnsýslulaga um mistúlkun TR á að einn lífeyrissjóður geti verið að greiða starfstengd ellilaun, en annar ekki. Hvaða þýðingu hefur orðalagið um að eiga betri rétt ef þess er getið í þessum lögum eða öðrum sem við eiga? Síðasta setningin í ofangreindri málsgrein segir reyndar alla söguna um vegvillu TR. Í framhaldinu er því vert að skoða hvernig atvinnutengda frítekjumarkið er gert óvirkt hjá flestum ellilífeyrisþegum, en ekki hjá sumum. „Fjármagnstekju dreifingar tilboðið“ , virk og óvirk frítekjumörk. Í 16. gr. 11.mgr. Almannatryggingalaga er svohljóðandi tilboð: „Tryggingastofnun ríkisins er heimilt, að ósk lífeyrisþega, að dreifa eigin tekjum lífeyrisþegans sem stafa af fjármagnstekjum sem leystar hafa verið út í einu lagi á allt að 10 ár. Ekki er heimilt að dreifa slíkum tekjum oftar en einu sinni á hverju tímabili“. Alkunna er hvernig ellilífeyrisþegar, sem byggt hafa sér sælureit í sveitinni, á löngum tíma, á eins hagkvæman hátt og þeim er mögulegt, með ómældri vinnu, ást og umhyggju, lenda í fjárhagslegri sjálfheldu, ef þeir vilja eða þurfa að selja sælureitinn af einhverjum ástæðum. Á skattaskýrslu er sumarbústaðurinn jafnan ekki hátt verðmetinn og markaðsverð oftast talsvert hærra (söluhagnaður)‚ því verið er að selja sælureit (með útivistarsvæði, blómabeðum, trjárækt, girtri lóð og heimkeyrslu). Hjón sem auk ellilífeyris frá TR fá ellilaun frá lífeyrissjóði, hafa óvirkt frítekjumark af atvinnutekjum en virkt frítekjumark af fjármagnstekjum samkvæmt vinnureglu stofnunarinnar. Þau hafa sáralítinn hag af almenna 10 ára frítekjumarks tilboðinu. Þessu er öfugt farið ef hjónin fá eftirlaunin úr „eftirlaunasjóðum“. Þar eru frítekjumörkin virk og jafnvel milljóna tekjur í húfi. Með því að láta reiknivél lífeyris 2020 á vefsíðu TR (https://www.tr.is/reiknivel/) reikna tilbúið dæmi með sömu ellilauna upphæð frá „eftirlaunasjóði“ og síðan lífeyrissjóði, þar sem þær eru færðar inn, í samræmi við tilskilin fyrirmæli, við reiti reiknivélarinnar og jafnframt upphæð frítekjumarks fjármagnstekna í sinn reit, fæst glögg mynd af mismuninum á hvern einstakling. Niðurstaðan milli hjónanna sem selja sælureitinn er sláandi. Fyrir hjón sem fá tekjur frá „eftirlaunasjóðum” munu þau hafa samkvæmt eiknivélinni, að frádregnum sköttum, rúml. 6,9 milljónir króna á 10 árum í auknar ráðstöfunartekjur1). Þar munar mestu að engin skerðing verður á eftirlaunagreiðslum TR á tímabilinu. Segja mætti að virka frítekjumarkið af fjármagnstekjum hjónanna færi þeim 6 milljónir króna og að auki fá þau tæp 70% (900 þús.) upp í hugsanlegan fjármagnstekjuskatt af 6 milljóna fjármagnstekjunum. Handhafar tekna frá lífeyrissjóðum (seinni hjónin) lenda hins vegar í svikamyllunni. Fá ekki launatengt frítekjumark (ellilaunin reiknuð sem fjármagnstekjur). Frítekjumark vinnulauna óvirkt og eftirlaunagreiðslur TR lækkaðar um 45 þúsund krónur á mánuði. Þau verða því af þeim 6,9 milljóna króna ráðstöfunartekjum sem hin hjónin fá á þessum 10 árum og þurfa auk þessa að greiða rúmlega 1,3 milljónir í fjármagnstekjuskatt2). 1)Mismunur ráðstöfunartekna eftir skatta 345,660- kr á hvorn maka í 10 ár (3,456,600-). Hjón 3,456,600x2=6,913,200- kr. 2) Af 6 milljónum króna fjármagnstekjum er lögboðinn fjármagnstekjuskattur 1,3 milljónir. Að lokum til félags- og jafnréttismálaráðherra. Á pistlum í öðrum fjölmiðlum hefur verið bent á enn víðtækari réttarfarsleg, fjárhagsleg og félagsleg áhrif, sem misréttið og hártoganir TR hafa á frítekjumark eftirlauna hjá skjólstæðingum lífeyrissjóða. Eins og í ofangreindum dæmum og tilvísunum snýr ranglætið og fjárhagslega misbeitingin fyrst og fremst að brotum á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Hver í stjórnsýslunni það er sem á að leiðrétta svona valdníðslu er ekki á færi leikmanns að fullyrða um, en pólitísk og siðferðisleg ábyrgð er líklegast á herðum félags- og jafnréttismálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar. Höfundur er fótgönguliði í Gráa hernum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Frítekjumark eftirlauna frá lífeyrissjóðum er óvirkt hjá Tryggingastofnun. Ætli Ásmundur Einar viti af þessu? Á vefsíðu skattsinns (rsk.is) er listi yfir lögbundna lífeyrissjóði. Listinn inniheldur nöfn lífeyrissjóða sem hafa orðið lífeyrissjóður í heiti sínu, en á listanum eru nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa orðið eftirlaunasjóður í heiti sínu. Ekki er gott að vita hvort TR (Tryggingastofnun) á við þessa eftirlaunasjóði, þegar hún veitir eftirlaunaþegum þeirra réttmætt 100 þúsund króna frítekjumark og jafnframt 25 þúsund króna frítekjumark af öðrum tekjum (t.d. fjármagnstekjum), en neitar eftirlaunaþegum lífeyrissjóða um sama rétt. Á Reiknivél lífeyris 2020 hjá TR er eftirfarandi skýring við reit sem heitir: Tekjur m.a. af atvinnu, eftirlaun og atvinnuleysisbætur (?) Þegar smellt er á (?) kemur upp gluggi þar sem m.a. Stendur: „Með tekjum af atvinnu er átt við laun og aðrar starfstengdar greiðslur, s.s. eftirlaun frá fyrirtækjum og stofnunum (ekki frá lífeyrissjóðum)“. Í skýringum á vefsíðu skattsins þar sem fjallað er um vinnulaun segir: „Eftirlaun sem greidd eru frá vinnuveitanda teljast til vinnulauna“. TR skákar líklega í skjóli þessarar setningar með túlkun sinni á mismunun milli eftirlaunaþega (eftirlaunasjóða og lífeyrissjóða) við ráðstöfun frítekjumarks eftirlauna. Setningin fjallar um eftirlaun sem einn þátt vinnulauna (aðrar starfstengdar greiðslur), en ekki á tæmandi hátt. Til eftirlauna hljóta einnig að teljast vinnulaunin sem greidd eru með dreifðum mánaðarlegum greiðslum eftir 67 ára aldur, Jafnt frá lífeyrissjóðum, sem eftirlaunasjóðum. Engin rök eru fyrir annarri túlkun. Eins konar svikamylla - allavega ósamræmi sambærilegra mála. 25 þúsund króna almenna frítekjumarkið, sem er lögfest í lögunum um almannatryggingar (23.gr. 1.mgr.) á við aðrar tekjur, en atvinnutekjur og hafa fjármagnstekjur mest áhrif á þetta frítekjumark ellilífeyrisþega. Fjármagnstekjur teljast m.a. vextir og verðbætur af bankainnistæðum, arðgreiðslur, húsaleigutekjur og söluhagnaður t.d. af frístundahúsum (sumarbústöðum). Allir lífeyrisþegar sem fá ellilaun frá lífeyrissjóðum lenda í eins konar svikamyllu hjá TR, með skerðingu ellilífeyris um 45% af upphæð ellilaunanna frá lífeyrissjóðnum og neitun um frítekjumarkið af þessum atvinnutekjum, en í staðinn eru ellilaunin samþætt við frítekjumark fjármagnstekna. Þetta á reyndar ekki við, eins og áður er bent á, um ellilífeyrisþegana sem fá ellilaunin frá „eftirlaunasjóðum fyrirtækja og stofnana“. Þeir fá notið þessa frítekjumarks að fullu. Í lögum um almannatryggingar, þ.e. í VI. kafla, nánar tiltekið í 47. gr. segir: „Þegar teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur samkvæmt lögum þessum gilda stjórnsýslulög nema umsækjanda eða greiðsluþega sé veittur betri réttur samkvæmt þessum lögum eða öðrum lögum sem við eiga. Gæta skal samræmis við ákvörðun sambærilegra mála“. Nærtækast er að vísa í jafnréttisreglu stjórnsýslulaga um mistúlkun TR á að einn lífeyrissjóður geti verið að greiða starfstengd ellilaun, en annar ekki. Hvaða þýðingu hefur orðalagið um að eiga betri rétt ef þess er getið í þessum lögum eða öðrum sem við eiga? Síðasta setningin í ofangreindri málsgrein segir reyndar alla söguna um vegvillu TR. Í framhaldinu er því vert að skoða hvernig atvinnutengda frítekjumarkið er gert óvirkt hjá flestum ellilífeyrisþegum, en ekki hjá sumum. „Fjármagnstekju dreifingar tilboðið“ , virk og óvirk frítekjumörk. Í 16. gr. 11.mgr. Almannatryggingalaga er svohljóðandi tilboð: „Tryggingastofnun ríkisins er heimilt, að ósk lífeyrisþega, að dreifa eigin tekjum lífeyrisþegans sem stafa af fjármagnstekjum sem leystar hafa verið út í einu lagi á allt að 10 ár. Ekki er heimilt að dreifa slíkum tekjum oftar en einu sinni á hverju tímabili“. Alkunna er hvernig ellilífeyrisþegar, sem byggt hafa sér sælureit í sveitinni, á löngum tíma, á eins hagkvæman hátt og þeim er mögulegt, með ómældri vinnu, ást og umhyggju, lenda í fjárhagslegri sjálfheldu, ef þeir vilja eða þurfa að selja sælureitinn af einhverjum ástæðum. Á skattaskýrslu er sumarbústaðurinn jafnan ekki hátt verðmetinn og markaðsverð oftast talsvert hærra (söluhagnaður)‚ því verið er að selja sælureit (með útivistarsvæði, blómabeðum, trjárækt, girtri lóð og heimkeyrslu). Hjón sem auk ellilífeyris frá TR fá ellilaun frá lífeyrissjóði, hafa óvirkt frítekjumark af atvinnutekjum en virkt frítekjumark af fjármagnstekjum samkvæmt vinnureglu stofnunarinnar. Þau hafa sáralítinn hag af almenna 10 ára frítekjumarks tilboðinu. Þessu er öfugt farið ef hjónin fá eftirlaunin úr „eftirlaunasjóðum“. Þar eru frítekjumörkin virk og jafnvel milljóna tekjur í húfi. Með því að láta reiknivél lífeyris 2020 á vefsíðu TR (https://www.tr.is/reiknivel/) reikna tilbúið dæmi með sömu ellilauna upphæð frá „eftirlaunasjóði“ og síðan lífeyrissjóði, þar sem þær eru færðar inn, í samræmi við tilskilin fyrirmæli, við reiti reiknivélarinnar og jafnframt upphæð frítekjumarks fjármagnstekna í sinn reit, fæst glögg mynd af mismuninum á hvern einstakling. Niðurstaðan milli hjónanna sem selja sælureitinn er sláandi. Fyrir hjón sem fá tekjur frá „eftirlaunasjóðum” munu þau hafa samkvæmt eiknivélinni, að frádregnum sköttum, rúml. 6,9 milljónir króna á 10 árum í auknar ráðstöfunartekjur1). Þar munar mestu að engin skerðing verður á eftirlaunagreiðslum TR á tímabilinu. Segja mætti að virka frítekjumarkið af fjármagnstekjum hjónanna færi þeim 6 milljónir króna og að auki fá þau tæp 70% (900 þús.) upp í hugsanlegan fjármagnstekjuskatt af 6 milljóna fjármagnstekjunum. Handhafar tekna frá lífeyrissjóðum (seinni hjónin) lenda hins vegar í svikamyllunni. Fá ekki launatengt frítekjumark (ellilaunin reiknuð sem fjármagnstekjur). Frítekjumark vinnulauna óvirkt og eftirlaunagreiðslur TR lækkaðar um 45 þúsund krónur á mánuði. Þau verða því af þeim 6,9 milljóna króna ráðstöfunartekjum sem hin hjónin fá á þessum 10 árum og þurfa auk þessa að greiða rúmlega 1,3 milljónir í fjármagnstekjuskatt2). 1)Mismunur ráðstöfunartekna eftir skatta 345,660- kr á hvorn maka í 10 ár (3,456,600-). Hjón 3,456,600x2=6,913,200- kr. 2) Af 6 milljónum króna fjármagnstekjum er lögboðinn fjármagnstekjuskattur 1,3 milljónir. Að lokum til félags- og jafnréttismálaráðherra. Á pistlum í öðrum fjölmiðlum hefur verið bent á enn víðtækari réttarfarsleg, fjárhagsleg og félagsleg áhrif, sem misréttið og hártoganir TR hafa á frítekjumark eftirlauna hjá skjólstæðingum lífeyrissjóða. Eins og í ofangreindum dæmum og tilvísunum snýr ranglætið og fjárhagslega misbeitingin fyrst og fremst að brotum á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Hver í stjórnsýslunni það er sem á að leiðrétta svona valdníðslu er ekki á færi leikmanns að fullyrða um, en pólitísk og siðferðisleg ábyrgð er líklegast á herðum félags- og jafnréttismálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar. Höfundur er fótgönguliði í Gráa hernum.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar